Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

08 febrúar 2003

SUGAN framhald:
Við keyptum ekki sugu!!!!!!!
Við keyptum ROBOT!!!!!!!
Hér eftir mun ég ráða hvaða heimilistæki við kaupum og ef það er skært á litinn þá verður það KEYPT!!!!!
Forsagan er sem sagt sú að í gær keyptum við eðalgrænu suguna og Haukurinn er búinn að horfa á hana á gólfinu í allan morgun (þeas kannski ekki allan þar sem við vöknuðum ekki fyrir alls löngu). En Haukurinn fór út að leita að stiga svo hans heittelskaða gæti þvegið gardínurnar í stigahúsinu (mig vantar verkefni) og nei ekki misskilja ég ætla ekki að nota stigann til að þvo gardínurnar heldur til að ná þeim niður því þær eru ekki miðaðar við konur úr minni ætt (háar, grannar og ljóshærðar) heldur öllu risavaxna karlmenn af ættum Súlumanna (þeir ku vera mjög háir) en til að gera langa sögu stuttu þá setti ég eðalgrænu suguna í samband þegar Haukurinn lokaði dyrunum og byrjaði að ryksjúga gólfin (eða það var ætlunin). Nú hálftíma síðar erum við, sugan eðalgræna og ég, búnar að slást um það hvort það eigi að vera lök á rúminu, skóreimar í skónum, gardínur fyrir gluggunum og motta á klósettinu. Henni var sérstaklega uppsigað við þennan litla ræfil sem við köllum klósettumottu og mátti ég hanga í henni og reyna að draga hana úr stútnum því um leið og sleppti þá reyndi hin eðalgræna suga að gleypa mottuna! Eftir sem sagt hálf´tíma þá er ég kófsveitt, íbúðin rykfrí og ekki sér á sugunni og hún stendur tilbúin í næsta verk (ætti ég kannski að siga henni á gardínurnar í stigahúsinu þá þarf ég ekki að þvo þær)..hehe

07 febrúar 2003

Ryksugumálin alræmdu:
Síðsutu helgi fórum við hjúin í ELKO að eyða tímanum (já ég veit við erum pathetic og eigum ekkert líf). Sem við væflumst um búðina komum við auga á stafla af ryksugum og mundum um leið að okkur vantar eina slíka því okkar dóu báðar með stuttu millibili (ekki alltaf kostur að eiga tvennt af öllu). Við byrjum að skoða af miklum móð og svaka áhuga. Þarna voru ryksugur í öllum litum og öllum verðflokkum. Ég verð að viðurkenna að hefði ég verið ein þá hefði ég gripið ódýrustu suguna og hlaupið með hana og greitt af mikilli gleði (og orðið mjög pirruð tveimur mánuðum síðar þegar hún hefði dáið af því hún var svo léleg, haukurinn er hinsvegar praktískari og pældi heilmikið í krafti, sogi, verði og samþættingu þessara þátta (jöfla hvað ég er flink)! Hann sá þarna fína sugu en ég var ekki sammála, nei fröken litaglöð sogaðist að einu sugunni í verslunninni (í raun eina tækið á svæðinu sem var í lit held ég) sem var neon græn á litinn. Þarna stóð ég í sugubúðinni með sólheimaglott og tautaði í sífellu "sjáðu hvað þetta er fallegt, sjáðu bara hvað hún er falleg". En Hauknum fannst hún samt ekki falleg þannig að við yfirgáfum búðina og keyptum enga sugu. Síðan er ég búin að staglast á fallegu ryksugunni sem ég sá í Elko, segja öllum frá henni og mikið dást að henni. Haukurinn auðvitað betri maður en ég, hann hringdi áðan og bað mig að fara og kaupa suguna..tralallala. nú þarf ég að setja upp skuplu, sígarettu í annað munnvikið, fara í háhæluðu inniskóna með blúnduskúfnum og byrja að ryksuga sameignina með NEONgrænu ryksugunni.........

05 febrúar 2003

Þá er ég búin að fara á minn fyrsta miðilsfund! Þetta var reynsla sem ekki mátti missa sín í mínu lífi það er alveg á hreinu. Hinsvegar held ég að fröken hraðspólun hérnamegin hafi ekki almennt mikið að gera á svona samkomur. Ekki misskilja mig, mér fannst mjög gaman en mikið svakalega var mér farið að leiðast undir það síðasta. Miðilinn var soldið spes (er eflaust hluti af gerfinu) en ég varð að passa mig allan tímann því mér fannst hann alveg út úr kú. Best að byrja bara á byrjuninni: Fundurinn hófst með eðlilegum hætti hann sagði okkur hvernig hann ynni (væri ekki svona "hopp út um allt miðill" heldur á rólegu nótunum). Fljótlega fór hann að benda á hina og þessa í salnum og segja að gamall maður eða gömul kona vildi tala við viðkomandi:
"þú átt föðurafa sem er farinn?"
"neiiii ekki kannast ég við það"
"ha áttu ekki föðurafa sem er farinn? en hann kallar sig afa, er þetta þá móðurafi þinn?? ha? ekki heldur? jæja þetta er samt gamall maður sem kallar sig afa"
Og síðan komu einhver skilaboð aðallega um það að fólkinu liði vel og svona. Allt besta mál en þá fór miðilinn að prédika svona inn á milli:
"ég vil ekki tala um dauðann, það deyr enginn! við erum bara í ferðalagi á jörðinni þannig að við förum bara annað"
jújú þetta er allt gott og blessað en þegar hann fór að færa sig upp á skaptið og prédika um það hvað fólk ætti að borða fannst mér þetta heldur langt gengið. Hann lét fólk draga spil og las síðan persónuleika þess úr spilinu sem fólkið dró. Honum var meinilla við að koma í hornið þar sem ég sat með kvenlegg ættar minnar (skil það ekki eins og við erum vænar og glæsilegar konur). Kannski var það vegna þess að hann var áður búinn að pikka út tvo menn úr horninu og þeir vissu ekkert um hvað hann var að tala, áttu ekki afa eða ömmur sem voru "farin", áttu heldur ekki í slæmu sambandi við syni sína og í stuttu máli sagt könnuðust ekki við neitt. Við það bættist að eflaust hefur hann fundið að ég var ekki alveg að fíla hann (gef mér það að maðurinn getað greint það þrátt fyrir að ég hafi ekki sýnt neitt í þá átt). Eftir að hafa næstum því stokkið á manninn og æpt af öllum lífs og sálarkröftum að mig langaði að draga spil fékk ég loks að draga eitt (ekki mamma og ekki gunnsan).
Ég dró örn! Var mikið glöð því enginn annar hafði dregið örn (snákar, hundar og mýs). En ég hreykti mér ekki lengi, hann sagði mér að ég þyrfti ekki að fljúga hátt til að sjá yfir allt. Ég hefði þurft að hafa heilmikið fyrir öllu sem ég hefði gert um ævina (???) og maka minn yrði ég sjálf að fara og finna því hann kæmi ekki sjálfur til mín! Halló halló hvers konar hörmungarspá er þetta????? Eins gott að Haukurinn lesi þetta ekki!!! Og svo til að kóróna allt sagði hann mér að ég ætti að borða fiskmeti og rótarávexti. Þá fóru þessir tveir eðalættingjar mínir að flissa eins og fífl (ég reyndi að sussa á þær út um annað munnvikið en það þýddi ekkert)! Haha þú átt að borða fisk og kartöflur haha
asnar!!
Ég borgaði sem sagt 1000 krónur til að vita að ég eigi að borða fisk (sem ég eri aldrei) og rótaávexti (kartöflur eru svo sem í lagi en ekki mikið annað)!!!!
Aniveis þetta var ekki allt! Miðilinn á einhverjum ákveðnum tímapunkti sperrti út magann og sagði: "það er nú ekki algeng að menn á sextugsaldri eins og ég séu svona án þess að vera komnir með vömb, eru með sitt eigið hár og upprunanlegt stell í munninum". Hmmmm hvað kom okkur þessar fínu upplýsingar við? Ég er að vísu glöð fyrir hans hönd því það er leiðinlegt að vera fitubolla með gerfitennur og hárkollu (get að vísu bara talað sem fitubolla því hitt er í lagi sem betur fer). Hann sagði okkur líka aðvið ættum að heiðra jörðina okkar og dýrka guð okkar! ómægod!
Fólk fékk að koma með fyrisrspurnir til þeirra sem komu til þeirra:
"spurðu hana út í hringinn, sér hún hann?"
"hvernig fílar hann breytingarnar á húsinu"
en ég fékk nóg þegar spurningin um kveikjarann kom: "spurðu hann af hverju það hafi ekki kviknað á kveikjaranum í gamla húsinu"
Á þessum tímapunkti hallaði ég mér að gunnsunni og hvíslaði: "ég sé hjól, blátt kvenmannsreiðhjól". Og þá missti Gunnsan sig líka og við ákváðum að laumast út!
Minn fyrsti miðilsfundur er búinn!!!!!!

03 febrúar 2003

Í dag þjáist ég af þvílíkri leti að það nær ekki nokkurri átt og það versta við það er að ég get ekki leyft mér það því ég þarf að skila svo mörgum verkefnum í dag (og er búin að skila nokkrum). Þetta er erfitt líf þegar maður getur ekki einu fengið letikast með góri samvisku!
Um helgina fékk ég dugnaðarkast og tók til við að henda og henda! Henda hverju spyrð þú eflaust en það er nú soldið flókið. Ég fór nefnilega að heimsækja SM á afmælinu hennar og þá kom í ljós að hún er búin að vera að henda dóti sem hún hefur verið að sanka að sér í gegnum árin. Ég gat nú ekki minni verið og nú tók við þvílík hreinsun að ég er sko ekki búin að sjá það síðasta af því. Ég fylltist miklu stolti og hringdi í SM og sagði henni að nú væri ég búin að slá henni við því ég ætlaði sko að henda einu sem væri búið að fylgja mér í allmörg ár...darararar... nefnilega hljómplötunum (ekki cd's ó nei gömlu góðu plötunum). Hún fussaði við því og sagðist hafa gert enn betur. Ég spurði angistarfull hvað það gæti verið (og nú kemur trommusóló meðan ég bíð með öndina í hálsinum) .... jamm VÍDEOspólunum!!!! NEI þetta er nú of langt gengið, ég get ekki minni verið og nú verð ég að henda mínum "snökt, snökt" (hinsvegar hef ég ekki skoðaða þær í 5 ár eða meira og plötuspilara hef ég ekki átt í 15 eða 20 ár) þannig að hvers er að sakna???? En ég verð samt að vera sammála SM þetta er ákveðinn léttir, ég get alla farið að drepast í rólegheitunum án þess að aumingja ættingjarnir fái taugaáfall yfir því að þurfa að sortera draslið. En best að koma einu á hreint, það er engin hætta á að allt sé búið þó ég sé búin að taka góðan skurk. Ó nei, þar sem ég er safnari frá helvíti þá er sko nóg eftir!


Powered by Blogger