Það eru allir á fljúgandi ferð í kringum mig þessa helgi: Skakki kemur heim og gerir það fljúgandi, foreldrarnir fara til Skotlands og Skjaldbökusystirin fer í fylgd Eddu til að heimsækja Betu og Filippus bekkjarfélaga minn! Ég verð heima! Sunnudagurinn fer í að klára helv. tölfræðiverkefnið sem á að skila næsta miðvikudag og síðan á að skila skýrslunni sjálfri 8 des. Alveg að koma að þessu bara. Mikið verð ég fegin þegar þetta er búið. Próf á SPSS í næstu viku. YAKK. Ef ég næ ekki því prófi þá fæ ég ekki að fara í aðalprófið. Gallinn við þetta allt saman er að kennararæflarnir sem kenna á tölvuna eru of klárir til að kenna svona ræflum eins og mér sem skilja þetta bara alls ekki. Í gærkvöldi voru allir að fara á taugum og kepptust við spyrja: hvar sé ég öryggismörkin...hvar sé ég prósentudreifinguna... hvernig veit ég að þetta á að vera 0,001 en ekki 0,005... os framvegis. Þeir svöruðu engu. Ég fékk meira út úr því að hlera hvað allir hinir voru að gera heldur en hlusta á þá. Svo sat ég eftir og djöflaðist frameftir kveldi og það skilaði smá..en ekki miklu. Ég er fegin að framtíð þessa lands hvílir ekki á tölfræði þekkingu minni
19 nóvember 2004
18 nóvember 2004
Móðurbróðir minn, Diddó, dó í gær. Hann var 59 ára gamall. Ég hef ekki umgengist hann í mörg ár en mér þótti mikið vænt um hann þegar ég var barn. Hann var svo stór og hlýr og hávær. Alveg eins og afi. Það var eins og allt lifnaði við þegar hann kom inn í heimsókn. Í minningunni finnst mér hann alltaf hafa verið brosandi og það var alltaf sól þegar ég fór vestur. Nema þetta eina skipti þegar ég fór og var veðurteppt því það var ekki flogið að vestan. Samt var gott veður í minningunni.
17 nóvember 2004
Ég var komin út á óguðlegum tíma í morgun. Ástæðan er tilfallandi snjókoma í sveitinni mér til mikillar ánægju (not). Nágranni minn var byrjaður að skafa sinn bíl hátt og lágt þegar mig bar að og ég, kurteis kona, bauð góðan daginn. Hann varð all æstur og veinaði eitthvað sem ég heyrði illa í gegnum vindinn og föroysku ullarhúfuna mína. 'Eg hváði því við og sannfærðist endanlega um að þessi nágranni minn er ekki með öllum mjalla. Hann hoppaði æstur í kringum bílinn sinn og veinaði "meiri snjó, meiri snjó svo ég komist á skíði".
Það þarf ekki að orðlengja það að ég virti hann ekki viðlits meira en flýtti mér að skafa bílinn minn og bruna í burtu. Ef það snjóar meira legg ég álög á þennan mann því þetta sem ég sá í morgun var greinilega SNJÓDANSINN!!!!
Það þarf ekki að orðlengja það að ég virti hann ekki viðlits meira en flýtti mér að skafa bílinn minn og bruna í burtu. Ef það snjóar meira legg ég álög á þennan mann því þetta sem ég sá í morgun var greinilega SNJÓDANSINN!!!!
16 nóvember 2004
Afskaplega leið Skakka vel í morgun. Hann sendi SMS fyrir allar aldir með þeim fréttum að hann hefði náði fréttum á RÚV í morgun (og sem ég skrifa þetta sendir hann auðvitað annað SMS því við erum svo vel tengd). Hann er ægilega glaður því hann er fréttaþyrstur maður og einhvern veginn þá missti hann traustið á fréttamanni heimilisins (Meinvill) eftir að mér láðist að senda honum fréttir af gosinu. PHUH það voru ekki fréttir í mínum augum og þess vegna datt það úr dagleglegu yfirliti sem inniheldur bara HELSTU fréttir (ef ég man eftir að kveikja á viðurkenndum fréttatímum). OlliPolli sendi honum hinsvegar fréttir af gosinu og því fékk ég spurningu næsta dag: "Olli segir að það sé farið að gjósa í Grímsvötnum!!!!!" Ég verð að viðurkenna að ég varð að hugsa mig um smástund áður en ég sendi svar "já ég held að það sé rétt hjá honum". Ég hef hinsvegar sent honum samviskusamlega fréttir af öllum morðum og öðrum óhugnaði sem átt hefur sér stað meðan hann er að heiman. Svona er fréttamat heimilisins mismunandi!
15 nóvember 2004
Meinvill á ferð með STAR
Þar sem það er útborgunardagur í kókosbollusjoppunni (já ég er farin að vinna með Nornunum) þá brá Meinvill undir sig betri fætinum og fór með STAR út að borða. Við gerum það gjarna á útborgunardögum. Þar sem allir í STAR (nema Meinvill) eru í megrun var ákveðið að fara á megrunarbúllu og af öðrum ólöstuðum þá ber KFC höfuð og herðar yfir aðrar, þannig að þangað fórum við. Og þar sem allir eru í megrun (nema Meinvill) þá komu allir labbandi í vinnuna í morgun (nema Meinvill) og því var brunað í nýskoðaða bílnum á KFC.
Ferðin:
Meinvill keyrir og pírir augun á móti sólinni. Útvarpið er lágt stillt svo hún heyri hvað verið er að slúðra í aftursætinu. Hún keyrir og keyrir.
Armour: Hey, Meinvill geturðu lækkað?
Meinvill byrjar að fikta í sólskyggninu.
Armour: Hey geturðu lækkað aðeins?
Meinvill reynir að laga sólskyggnið
Armour: Hey ertu ekki til í að lækka aðeins?
Meinvill reynir enn að laga sólskyggnið og tautar svo:
Þetta er sólin, hvernig get ég lækkað hana?
Fliss úr aftursætinu
Armour: Útvarpið, kjáninn þinn, ÚTVARPIÐ.. ekki sólina!
Þar sem það er útborgunardagur í kókosbollusjoppunni (já ég er farin að vinna með Nornunum) þá brá Meinvill undir sig betri fætinum og fór með STAR út að borða. Við gerum það gjarna á útborgunardögum. Þar sem allir í STAR (nema Meinvill) eru í megrun var ákveðið að fara á megrunarbúllu og af öðrum ólöstuðum þá ber KFC höfuð og herðar yfir aðrar, þannig að þangað fórum við. Og þar sem allir eru í megrun (nema Meinvill) þá komu allir labbandi í vinnuna í morgun (nema Meinvill) og því var brunað í nýskoðaða bílnum á KFC.
Ferðin:
Meinvill keyrir og pírir augun á móti sólinni. Útvarpið er lágt stillt svo hún heyri hvað verið er að slúðra í aftursætinu. Hún keyrir og keyrir.
Armour: Hey, Meinvill geturðu lækkað?
Meinvill byrjar að fikta í sólskyggninu.
Armour: Hey geturðu lækkað aðeins?
Meinvill reynir að laga sólskyggnið
Armour: Hey ertu ekki til í að lækka aðeins?
Meinvill reynir enn að laga sólskyggnið og tautar svo:
Þetta er sólin, hvernig get ég lækkað hana?
Fliss úr aftursætinu
Armour: Útvarpið, kjáninn þinn, ÚTVARPIÐ.. ekki sólina!
Þá er ég búin að gleðja skoðunarmanninn hjá skoðuninni. Hann var svo glaður þegar hann sá blaðið frá Frumherja um að ég hefði fullt leyfi til að vera með græn afturljós á eðalvagninum. Hann sagðist aldrei hafa séð svona blað fyrr og fékk leyfi til að ljósrita það í bak og fyrir. Svona er ég mikill gleðigjafi, geng um að gleð fólk um allt. Hann setti bláan miða á bílinn í staðinn og gaf honum ís fyrir að vera svona duglegur!
Um helgina benti vinkona mín mér á þá ágætu staðreynd að ástæðan fyrir óheyrilega miklum vandræða gangi mínum síðustu daga væri eflaust bara af stressi. Það hnussaði auðvitað í mér því ég er ekki stressuð kona, þó ég sé hætt að sofa og sé að verða komin með magasár. Ég gat hinsvegar ekki hætt að hugsa þetta og ákvað á endanum að fara að ráðum hennar og hætta við febrúar útskrift og stefna frekar að júní. Mér létti svo mikið að þetta var fyrsta nóttin í nokkrar vikur sem ég svaf í einum dúr án þess að vakna við minnstu hljóð í íbúðinni. Nú þarf ég bara að hafa samviskubit yfir vinnunni og tölfræðinni og það er í fínu lagi ;)
Um helgina benti vinkona mín mér á þá ágætu staðreynd að ástæðan fyrir óheyrilega miklum vandræða gangi mínum síðustu daga væri eflaust bara af stressi. Það hnussaði auðvitað í mér því ég er ekki stressuð kona, þó ég sé hætt að sofa og sé að verða komin með magasár. Ég gat hinsvegar ekki hætt að hugsa þetta og ákvað á endanum að fara að ráðum hennar og hætta við febrúar útskrift og stefna frekar að júní. Mér létti svo mikið að þetta var fyrsta nóttin í nokkrar vikur sem ég svaf í einum dúr án þess að vakna við minnstu hljóð í íbúðinni. Nú þarf ég bara að hafa samviskubit yfir vinnunni og tölfræðinni og það er í fínu lagi ;)