Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

05 ágúst 2004

Shaun of the Dead. Jamm við fórum í bíó í gærkvella. Þetta er með eindæmum mikil framför og mikið útstáelsi hjá okkur, ég bara veit ekki hvert þetta stefnir eiginlega. Hins vegar var myndin góð. Breskur húmor og blóði drifnir sombís. Alltaf sérstaklega skemmtilegt þegar hendur og fætur eru rifin af sínum stað og notuð sem barefli. Vekur upp frummanninn hjá mér eða þannig.

Bíómenningin hefur lítið breyst frá því fyrir nokkrum áratugum er við fórum síðast. Miðinn er ennþá rándýr, poppið gott og dýrt og gosið dýrt og lítið í glasinu. Við sátum límd í sætunum okkar eins og prúðum gestum sæmir en allt í einu voru ljósin kveikt. Halló, halló er ekki enn búið að afleggja þessi fjandans hlé? Þarf ennþá að skipta um spólu í miðri mynd?

Mogginn sannaði ágæti sitt og hlutleysi í gær. Á baksíðu var frétt þess efnið að stór fíkniefnasending hefði fundist í Dettifossi einu skipa Eimskipa. Það var ekki lengur talað um að fíkniefnin hefðu fundist hjá flutningafyrirtæki. Ástæðan er augljós, nú eru komnir aðrir eigendur að Eimskipum (ekki lengur kolkrabbi) og því nafngreinir Mogginn skipafélagið hiklaust. Mér finnst leiðinlegt þegar Mogginn kemur svona upp um sig og stefnu sína en svona er fjölmiðlaheimurinn í dag. Ætli þetta verði kallað Stóra Eimskipamálið hér eftir?? (illgjarn hlátur).

Okkur Skakka leiðist ekki! Nei, nei það er alls ekki um það að ræða. Okkur datt samt í hug í tilgangsleysi verslunarmannahelgarinnar að fara yfir diskana okkar og velja 20 sem við mundum halda eftir ef það kæmi upp regla að mar mætti bara eiga 20 diska. Listinn minn er eftirfarandi, raðaður í stafrófsröð því mér var illmögulegt að gera upp á milli þeirra:

Akasha: Cinematique
Björk: Debut
Blonde Redhead: Melody of Certain Damaged Lemons
Clinic:Internal Wrangler
Cold Cut: Let Us Play
Eels: Beautiful Freaks
Fatboy Slim: Halfway between the Gutter and the Stars
Freddie Mercury: Album
Liquido: Liquido
Massive Attack: Blue Lines
Megas: Paradísarfuglinn
Muse: Absolution
Orb: Dipping into the Cyberworld
Pulp: Freaks
Shakespears Sister: Hormonally Yours
Sienéad O?Connor: I do not want what I haven´t Got
Smashing Pumpkins. Mellon Collie and the Infinite Sadness
Soundtrack: Romeo + Juliet
Soundtrack: Run Lola Run
St. Germain: Tourist

Þetta er það sem flokkast undir upplýsingar sem skipta ekki máli. Mér líður ekkert betur þó ég sé búin að skrifa þennan lista og ég efast um að hann skipti máli fyrir nokkurn annan. Til merkis um tilgangsleysi hans er vert að taka fram að ef ég yrði að gera listann aftur á morgun er ekki víst að allir þessir diskar væru á honum. Það væru einhverjir þeir sömu og einhverjir dyttu út. Og af hverju er þá verið að gera svona lista? Ég er bara ekki að fatta þetta en minn er hér!

02 ágúst 2004

Í dag er Einsi kaldi búinn að ná löggiltum bílprófsaldri, til hamingju með það!
NASCAR 2
Held það sé öruggast að ég stjórni bara flagginu haha

Og það er líka stórafmæli hjá ömmu Skakka. Hún er 95 ára í dag
Rave Girl Til hamingju með það líka




01 ágúst 2004

Birthday Surprise Party
Armour á afmæli í dag og er sko orðin fullorðin!

Til hamingju með það


Þetta er búin að vera fín helgi so far.. við höfum að vísu ekki nennt í neinar ferðir en það hefur ekki neitt með bílamál að gera. Skakki reynir að halda því fram að það sé af því jeppinn er bilaður en komm onn ég á þennan fína fólksvagn sem er eðalvagn á vegum úti. Það er þar að auki búið að setja gömlu græjurnar mínar í hann svo nú er hann betri en nýr. Svo þetta er bara leti og ekkert annað.

Ég spilaði golf í gær. Fór ein af stað eftir hvatningu frá Skakka, hann vildi greinilega fá að vera einn svo ég hunskaðist af stað. Skemmti mér þrælvel en verð að viðurkenna að ég er ekki efni í neinn snilling Golfer Fór völlinn nokkuð vel yfir pari, held það sé best að segja að par hafi ekki komið neitt nálægt því haha

Spilaði sequnce í fyrsta skipti og það er þrælskemmtilegt. Ég þarf að fara að koma mér í spilaklúbb aftur. Auglýsi hér með eftir spilafélögum til að spila við mig og skakka einu sinni í mánuði eða svo.

Poker

var í spilaklúbbi í rúm 10 ár. Við spiluðum bara vist alltaf hálfan og heilann, ekkert nólo eða grand kjaftæði. En klúbbnum var sjálfhætt þegar einn meðlimurinn vildi ekki lengur umgangast hina. kannski var hún bara leið á að spila hálfan og heilann haha. Sakna þess að vera ekki að spila. Ef einhver er þarna úti sem vill spila við mig þá er sá hinn sami vinsamlega beðinn að gefa sig fram sem fyrst.. ég er að byrja að skipuleggja sósíal líf haustsins og danskortið er óðum að fyllast haha


Powered by Blogger