Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

05 júlí 2003

Sigrún til hamingju með afmælið!!!!!!

Þá er það ferðasaga Önnu í Svíþjóð!!!!
Þetta er búið að ganga stórvel. Að vísu er búið að rigna eldi og brennisteinum allan tímann, það mikið að maður blotnar bara við að fara inn og út úr bílnum en hvað er að fást um það!
Í gær brunuðum við um sveitirnar á leið í krystalsríkin en villtumst á leiðinni i bæ sem heitir Emmaboda og er pínulítill. Það lítill að við skiljum ekki enn hvernig okkur tókst að rata í villu og svima í fleiri tíma..en ákváðum svo að við nenntum þessu ekki og fórum aftur til Karlskrona og beint í mollin hehe
Um kvöldið spilaði ég eitthvað lord of the rings spil við strákalufsurnar frændur mína! Spilið var á sænsku og því allar leiðbeiningar á sænsku. Snorri tók stjórnina og las leiðbeiningarnar fyrir okkur Einar af miklum móð! Eitthvað fannst okkur hann nú fara frjálslega með staðreyndir og eftir því sem leið á varð brúnin á Einari þyngri og þyngri. Snorri sópaði til sín löndum og greinilegt að hann var að vinna spilið. Einar mælti þá þykkjuþungur: "þetta er ekki hægt, þú kannt reglurnar og þær breytast í hvert skipti, ha! Þú mátt færa og gera og allt en ekki við. Ég gef þetta spil og hana nú!!!!" Snorri reyndi að malda í móinn og bauðst til að gefa okkur lönd og kalla en Einar neitaði því. Éf g hef svona ákveðinn grun að hann hafi ekki haft mjög rangt fyrir sér, þeas að reglurnar hafi verið nokkuð settart eftir því hver var að gera hehe en þetta var skemmti legt. Heppnir þessar elskur að ég er sú eina í þessari fjölskyldu sem er ekki tapsár........
Í dag gerðum við síðan aðra tilraun til að finna krystalsríkin og núna í fylgd Bimmu og Dóra og núna gekk það öllu betur. Það rignir enn en við fundum Boda og allskyns fleiri glerríki. Mjög flottar sýningar með glerskúlptúrum og einnig rosa flottar vörur til sölu. Nú voru bændur heppnir að ekki voru neinir peningar til því þá hefði maður auðveldlega getað misst sig. Mar er alltaf að græða ;)))))
Á eftir ætlar bróðir minn að bjóða okkur upp á dádýrakjöt í matinn (Bamba)!!!!!

03 júlí 2003

haha ég er búin ad finna sumu íslensku stafina ;))))
Ferðin gekk rosa vel hjá okkur, tókum að vísu smá aukarúnt um Köben en það var nú aðallega til að sýna Einsa kalda Danmörku (as if). Við vorum 3,5 tíma að keyra þetta og það telst bara fínt því við vorum með kort upp á að við ættum að vera 2,59 tíma..sem sagt 31 mín lengur en sagt var.
Á leidinni var einhver viðbúnaður vegna vopnaðra bankaræningja sem frömdu vopnað rán í næsta bæ við Dóra og Bimmu. Bimma var með viðbúnað á spítlanum (ekki til að taka á móti okkur) til að taka á móti ræningjum með skotsár en ég held hann hafi dáið og bróðir minn er búinn að vera fárast yfir heimsku ræningjanna að skilja þann sára eftir til þess að allir gætu örugglega fundið út hverjir hinir væru. Hann vill meina að menn eigi alltaf að taka þann dauða með sér og henda honum sjálfur í ánna með stóran stein um mittið eða tærnar (held þetta sé samt frekar mafíóskur siður, held að Svíar hugsi ekki svona)!!!!!!
Hér er búin að vera hellirigning í dag svo við fórum á stjá og skoðuðum bæjarlífið (lesist mollin)! Heimasætan vakti mikla athygli þar sem hún gekk um bæinn í BirgittuHaukdal buxunum sínum með forláta regnhlíf sér til hlífðar! Þetta er kona sem kann að klæðast eftir veðri og hún er ekki orðin 3 ára!!!

Árni og María til hamingju með erfingjann sem fæddist í dag í kóngsins Köbenhavn!

damn datt allt ut sem eg var buin ad skrifa!!! og eg er ekki buin ad finna islensku stafina (stuna)

02 júlí 2003

Hverjum datt í hug þessi hugmynd með símnúmerabirta?????? Mér finnst þetta óþolandi og vel það. Núna brá ég mér í bankann að eyða þessum örfáu krónum sem ég á í sænskar krónur (mikið obboslega verð ég glöð þegar það verður komin ein mynt fyrir alla Evrópu, þetta er óþolandi ástand að vera alltaf að skipta og vesenast og eiga svo alltaf smámynt í milljón myntum, alveg óþolandi)..nema sem sagt ég fer í bankann og brá mér í IKEA í leiðinni að höndla eitt sænskt tröll til að bera til Svíþjóðar (fyndið eh??) og var að hámarki 20 mín í burtu. Auðvitað hringdi síminn á meðan og auðvitað var það Heilsugæslan þar sem ég fór í sprautuna um daginn og enginn kannast við að hafa hringt. Nú verð ég taugaveikluð um að ég hafi fengið vitlausa sprautu ARG ARG Þoli ekki símnúmerabirta og hana nú!!!!

Jæja þá er komið að því. Sumarfrí eftir 4 tíma. Dóri er með allt tilbúið í Svíþjóðinni (segir hann) og ég er búin að prenta þessi fínu kort yfir leiðina frá Danmörkis til Svíþjóðs. Við erum með þetta fína forrit í tölvunni heima sem segir mér alveg hvar ég á að beygja og allt. þetta eru 237 km og ég á að vera 2,59 klst að keyra hehe nákvæmara getur það nú ekki verið ;)
Haukurinn ætlar í veiði á meðan ég er í burtu. Hannn ætlar með Olla inn á Landmannaafréttir. Ábyggilega svipuð keyrsla haha
Samkvæmt veðurspám á að vera rigning næstu 4 daga í Svíþjóð (showers), gat það verið?

01 júlí 2003

Auður var að senda mér alveg glymrandi heimasíðu, nefnilega sölusíðu fyrir geirvörtur Þetta er alveg brilljant. Kíkið á síðuna og sjáið hvað um er að ræða, það þarf að fletta á "next" til að virkilega njóta þess..maður ætti kannski að fá sér svona hehe

Undirbúningur fyrir sumarfrí, það byrjar nefnilega á hádegi á morgun! Að vísu bara vika í þetta sinn en er ekki vika alltaf vika? Rosa speki er þetta svona í morgunsárið!
Annars er ég að fara til Kóngsins Svíaríkis á morgun. Haukurinn verður enn heima og lætur sér leiðast! Það er ekki gott! Annars verð ég ekki lengi, kem til baka á sunnudagskveld!
Í gærkvöldi stauluðumst við Haukurinn og leitaðum að merkjadruslunum! Fundum þrjú, ægileg stemming! Heillöng ganga um móa og kettabelti. Þetta var í Heiðmörk, rétt hjá Kyrrutjörnum?? Mjög fallegt svæði og ekki var veðrið til aðspilla fyrir. Verst með flugurnar. Ég kom heim með nokkra laumufarþega en fældi þær allar burtu fljótt og vel með látunum í mér þegar ég uppgötvaði þær ;))

30 júní 2003

Jæja, þá er ég búin að fara og láta sprauta mig með spænsku bólefni! Þetta var ægi mikið fjör (eða þannig) og kostar auðvitað fullt af peningum. Mikið er ég fegin að hafa dottið í hug góð leið til að eyða þessum peningum sem ég á hvort eð er ekkert í!!!!
Það er svo heitt úti að ég var að leka niður í þessum skottúr, fór að vísu upp í Háskóla líka til að skila þessu blessaða námsframvindublaði sem ég átti að skila í síðasta mánuði og þá voru allir farnir í frí huh!
Mér er heitt!
Og mig langar heim!
Út á svalir að sóla mig!

Sagan endlausa!
Ég var að hringja í hjúkkuna vingjarnlegu og hún fór bara að hlæja og sagði "það á ekki af þér að ganga". Hún er sem sagt búin að fá bóluefni en allar leiðbeiningar á spænsku þannig að hún vissi hvorki upp eða niður út eða suður. Hún ætlar að hringja í mig þegar hún er búin að fá samband við einhvern sem getur sagt henni hvort þetta er rétt efni. þetta fer nú bara að verða spennandi svo ekki sé meira sagt!

Mánudagur til mæðu og allt það! Ég er búin að fara með bílinn í skoðun og hann fékk auðvitað vitlausan miða, held að kannski hafi maðurinn verið hreinlega litblindur eða fengið glýju í augun af nýbónaða bílnum mínum. Ég þarf sem sagt að láta laga spindilkúlu og ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt þetta þegar ég kem í skoðun! Ég hlýt að vera sérstakur böðull á svona spindildruslur!!!! Þarf að gera við þetta í júlí.
Haukurinn vill endilega koma leiðréttingu á framfæri, fólkið hans labbaði nefnilega ekki í 7hundruðogeitthvað metra hæð heldur bara í 7hundruð og eitthvað metra!! Hæðin hefur ekkert með það að gera því það var á jafnsléttu!! Ég veit ekkert um það en kem þessu hér með á framfæri!!
Núna er best að fara og hringja í sprautuhjúkkuna og panta tíma og klára eitthvað eyðublað fyrir HÍ sem ég átti að skila fyrir mánuði (haha alltaf á réttum tíma)! Betra seint en ekki (eða hvað?)!!!

29 júní 2003

Skil ekki alveg af hverju síðasta blogg fór ekki inn hmmm, prufa...

jájá og formúlan heldur áfram, núna var Montoja vinur minn að ýta Mikka sjálfum út í mölina og festa hann þar, haukurinn varð ægilega glaður

Við haukurinn lögðum land (bíl) undir fót í gær ásamt Auði og keyrðum í ausandi rigningu í Borgarfjörðinn á fjölskyldumót hjá ættinni hans. Við keyrðum Hvalfjörðinn því við vorum búin að frétta af þessari rosa sól (hmm eitthvað var hún nú illilega í felum) og komum við á sveitabæ hjá vinkonu Auðar þar sem við fengum þessar fínu lummur: Lítil kona á bænum bað um meiri "mullu" og okkur fannst það alveg brilljant orð ;)) Á bænum var hægt að fara í fjórhjólaleiðangur eða hestaferð eða þá hreinlega leggja land undir fót og labba. Þarna voru stúlkur frá Eskimo motels að fara í einhvern myndaleiðangur á fjórhjólulum og ég er enn jafn hissa á því að Andrea Brabin sem þarna var í forsvari skyldi ekki stökkva á okkur Auði og biðja okkur að vera með. Erum við kannski ekki eins og mótel? Við hefðum að vísu ekki haft neinn tíma í það og kannski fann hún það (hehe)
Við komum við í Reykholti og kíktum á laugina hans Snorra, hann var ekki við enda fluttur til Svíþjóðar. Við vorum mjög hissa á því hve Snorri hefur verið flinkur að gera þessa tjörn, ég vissi t.d. ekki að þeir hefðu haft krana á hans tímum, en það var þarna krani í holu til að skrúfa frá heita vatninu í lauginni, mjög fullkomið hefði alveg eins getað verið gert í dag!!!!
Þar sem það rigndi alltaf eins mikið ákváðum við að drífa okkur í sumarbústaðinntil Hrefnu. É tók eftir því að enginn tjaldaði á flötinni (??) hehe.. Maggi og Sigrún voru að grilla alveg á fullu þegar við komum (ásamt fullt af fleiru fólki sem ég kann eigi að nefna). Þau voru búin að fara í gönguferð í 723 metra hæð!!!! Við dáðumst auðvitað að þeim
Þarna var síðan spjallað fram eftir kveldi og etið góðan grillmat. Aðalumræðuefnið var nú lengi vel, hvarf sólarinnar sem átti að skína á réttláta sem rangláta þessa helgi...en það kemur helgi eftir þessa..vona ég..
Núna ætla ég að fara að vinnugalla hauksins svo hann verði hreinn og fínn í vinnunni á morgun og svo var ég að hugsa um að ef ég nenni....
haukurinn er að horfa á formúluna og ég svona fylgist með yfir öxlina á honum eða þannig..veit alla vega að Rækonen er dottinn út og Ralf er að gera betri hluti heldur en síðast haha er ekki viss um að þið vissuð að ég vissi svona mikið......

Það er sunnudagur og samkvæmt veðurspánni, besta helgin á þessu sumri. Þeir spáðu svona veðri: ég held hinsvegar að veðurkallarnir hafi alveg hreint gleymt að líta út um gluggann, þeir hafa rýnt of mikið í kortin sín því veðrið er eiginlega búið að vera svona: það er að segja maður hefði alveg getað farið í sturtu úti, sem er auðvitað mjög gott líka


Powered by Blogger