Þá er það ferðasaga Önnu í Svíþjóð!!!!
Þetta er búið að ganga stórvel. Að vísu er búið að rigna eldi og brennisteinum allan tímann, það mikið að maður blotnar bara við að fara inn og út úr bílnum en hvað er að fást um það!
Í gær brunuðum við um sveitirnar á leið í krystalsríkin en villtumst á leiðinni i bæ sem heitir Emmaboda og er pínulítill. Það lítill að við skiljum ekki enn hvernig okkur tókst að rata í villu og svima í fleiri tíma..en ákváðum svo að við nenntum þessu ekki og fórum aftur til Karlskrona og beint í mollin hehe
Um kvöldið spilaði ég eitthvað lord of the rings spil við strákalufsurnar frændur mína! Spilið var á sænsku og því allar leiðbeiningar á sænsku. Snorri tók stjórnina og las leiðbeiningarnar fyrir okkur Einar af miklum móð! Eitthvað fannst okkur hann nú fara frjálslega með staðreyndir og eftir því sem leið á varð brúnin á Einari þyngri og þyngri. Snorri sópaði til sín löndum og greinilegt að hann var að vinna spilið. Einar mælti þá þykkjuþungur: "þetta er ekki hægt, þú kannt reglurnar og þær breytast í hvert skipti, ha! Þú mátt færa og gera og allt en ekki við. Ég gef þetta spil og hana nú!!!!" Snorri reyndi að malda í móinn og bauðst til að gefa okkur lönd og kalla en Einar neitaði því. Éf g hef svona ákveðinn grun að hann hafi ekki haft mjög rangt fyrir sér, þeas að reglurnar hafi verið nokkuð settart eftir því hver var að gera hehe en þetta var skemmti legt. Heppnir þessar elskur að ég er sú eina í þessari fjölskyldu sem er ekki tapsár........
Í dag gerðum við síðan aðra tilraun til að finna krystalsríkin og núna í fylgd Bimmu og Dóra og núna gekk það öllu betur. Það rignir enn en við fundum Boda og allskyns fleiri glerríki. Mjög flottar sýningar með glerskúlptúrum og einnig rosa flottar vörur til sölu. Nú voru bændur heppnir að ekki voru neinir peningar til því þá hefði maður auðveldlega getað misst sig. Mar er alltaf að græða ;)))))
Á eftir ætlar bróðir minn að bjóða okkur upp á dádýrakjöt í matinn (Bamba)!!!!!
Lítil kona á bænum bað um meiri "mullu" og okkur fannst það alveg brilljant orð ;)) Á bænum var hægt að fara í fjórhjólaleiðangur eða hestaferð eða þá hreinlega leggja land undir fót og labba. Þarna voru stúlkur frá Eskimo motels að fara í einhvern myndaleiðangur á fjórhjólulum og ég er enn jafn hissa á því að Andrea Brabin sem þarna var í forsvari skyldi ekki stökkva á okkur Auði og biðja okkur að vera með. Erum við kannski ekki eins og mótel?
Við hefðum að vísu ekki haft neinn tíma í það og kannski fann hún það (hehe)
vinnugalla hauksins svo hann verði hreinn og fínn í vinnunni á morgun og svo var ég að hugsa um að
ef ég nenni....
ég held hinsvegar að veðurkallarnir hafi alveg hreint gleymt að líta út um gluggann, þeir hafa rýnt of mikið í kortin sín því veðrið er eiginlega búið að vera svona:
það er að segja maður hefði alveg getað farið í sturtu úti, sem er auðvitað mjög gott líka
