Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

19 júní 2008

Ég er farin að hallast að því að ég sé alger blúnda og eigi bara að snúa mér að því alfarið. Í gærkvöldi var tiltektardagur í húsinu og ég mætti galvösk með ungann í annarri og hrífu í hinni. Þegar verkinu lauk var ég búin að kroppa eitthvað lítillega í hitt og þetta og komin með stóra blöðru á einn fingurinn. Ég er líka dofin í einum fingri (ekki blöðrufingrinum) og þessi dofi er búinn að vera síðan í gærkvöldi. Þetta er svona tilfinning eins og þegar maður setur blöðru og reyrir fast í lengri tíma, tekur hana svo af og þá líður manni hálfskringlega (ekki að ég sé alltaf að reyra um mig teygju en hef samt gert það hér á mínum yngri og vitlausari árum).

Ég er búin að fara og kíkja á nýju vinnuna og reyna að komast til botns um það hvað ég verð að gera. Hmmm, held ég verði að fara að æfa mig aðeins í markaðsfræðinni og sölumennskunni. Það er eiginlega bara gott á mig því ég hef alltaf sagt að ég sé nginn sölumaður en nú er ég sem sagt að fara að selja fiskibollur með öllu til vantrúaðra. En það verður engin ráðgjöf haha sem er eins gott því ég réð mig ekki í það. Fékk lánaða eina bók sem ég er að glugga í núna um btri kennsluhætti í háskólum, jájá fínar þessar fiskibollur bara!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger