Unginn er áskrifandi að blóðnösum. Þær koma undantekningarlítið á nóttunni. Vægast sagt mjög pirrandi því það verður allt útatað í blóði og við lítum báðar út eins og vel mettar vampýrur (blóðið fer yfir á mig líka). Við erum búin að reyna ýmislegt og tala við marga en ekkert virðist hafa áhrif á þetta. Í gær sá ég mér til mikillar gleði hvað er að: Það vantar í hana ying. Ó já, hún hefur of mikið af yangi! Þessa töfralausn sá ég í kínverskum matreiðsluþætti en stjórnandinn þar er frá Taiwan og lét þess getið í framhjáhlaupi að sem barn hefði hún alltaf verið með blóðnasir og amma hennar hefði uppgötvað þetta með yingið. Nú förum við bara að prufa. Mér finnst mjög merkilegt að geta slegið þessu svona fram: Unginn fær blóðnasir því hún hefur ekki nóg ying! Og til þess að laga þetta á hún að borða mikið af matvælum sem innihalda ying: Gúrkur (ojabara), tómatar (ok), melónur (já ok þó lyktin sé nú frekar vond) og svo framvegis. Nú er bara að fara að prufa!
12 september 2008
11 september 2008
Það er nákvæmlega eitt ár í dag síðan við lentum á Ísllandi með þreyttan unga í fanginu. Þetta var daginn sem ég var svo þreytt að þegar ég var spurð í flugstöðinni um nafn Ungans þá gat ég ómögulega munað það. Mundi samt að það voru tvö nöfn og annað var kínverskt. Já, já hef oft verið þreytt en þarna toppaði ég sjálfa mig.
Unginn er búinn að sýna það og sanna að hún er enginn aukvisi og hún á eftir að plumma sig vel.
Unginn er búinn að sýna það og sanna að hún er enginn aukvisi og hún á eftir að plumma sig vel.
10 september 2008
Í gær hefði ég þurft að laga til heima hjá mér en ... ég heyrði af væntanlegum heimsendi og ákvað að ég ætlaði ekki að síðustu mínútunum í þessum heimi í það að laga til. Ætli ég neyðist þá ekki bara til að gera það í kvöld? Annars var nóttin frekar erfið. Unginn er enn í stuði yfir þessu leikskólamáli og sefur illa og út um allt. Það er ekki gott að vakna með hælana á einhverjum ítrekað í síðunni. Ég skal segja ykkur að það venst ekki einu sinni, manni bregður alltaf jafn mikið.
Það er maður á hjóli sem hjólar úr sveitinni á sama tíma og ég á morgnana. Ég næ honum efst á Kringlumýrarbrautinni! Ég ætti kannski bara að fá mér hjól, set ungann í kerruna sem keypt var í vor og hjóla....jei ég held ekki. Sá einn gaur áðan á svona liggjandi hjóli. Hvernig virkar það eiginlega? Verður maður ekki drulluþreyttur á að hjóla þannig? Og hvernig virkar það í brekkum, ég meina upp brekkur sko?
Það er maður á hjóli sem hjólar úr sveitinni á sama tíma og ég á morgnana. Ég næ honum efst á Kringlumýrarbrautinni! Ég ætti kannski bara að fá mér hjól, set ungann í kerruna sem keypt var í vor og hjóla....jei ég held ekki. Sá einn gaur áðan á svona liggjandi hjóli. Hvernig virkar það eiginlega? Verður maður ekki drulluþreyttur á að hjóla þannig? Og hvernig virkar það í brekkum, ég meina upp brekkur sko?
09 september 2008
Það tekur fjörutíu (40) mínútur að keyra í vinnuna á morgnana! Ég gæti alveg eins átt heima á Suðurnesjum, það myndi bara vera svipað. Allt í allt tekur það mig sem sagt tæpan klukkutíma frá því ég fer út úr dyrunum heima hjá mér og þangað til ég stimpla mig inn. Velkominn í heim raunveruleikans!