Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

06 desember 2003

Hér koma svo myndirnar af lyfjabúrinu mínu:
Fyrri myndin er af pokadruslunum tveimur:



Hin er af lyfjunum sjálfum:

05 desember 2003

Uss mar hefur bara ekki tíma til að skrifa neitt hér. Bara brjálað að gera. Annars er ég að hugsa um að hætta snemma. Ætla sækja molann á leikskólann og eiga smá kvalititíma með honum (hann hóstandi og snörlandi, verður meira kvalitið hehe).

Kom ekki myndunum inn sem ég ætlaði að setja inn. Verð því að gera það heiman frá mér og ætla að reyna aftur í kvöl. Tók nefnilega mynd af lyfjadraslinu því ég er alveg heilluð yfir magninu og vil endilega heilla aðra með mér haha.

Ætla að grafa upp jóladótið mitt í kvöld. Er ekki byrjuð að skreyta nema með kirkjunni hollensku. Það er hinsvegar ekki nóg ;)

Ætla að reyna að koma myndum inn, hmmm...reyni í næstu pásu

04 desember 2003

Ég ætla beint heim og undir sæng. Þetta er svoleiðis dagur. Og ég ætla ekki að draga frá eða lyfta höfði frá kodda fyrr en á morgun. Einmitt, þetta er svoleiðis dagur.

Leiðbeinandinn minn tók áætlunina og tætti hana niður. Hún var ekki góð en ég átti nú samt ekki von á þessu (stuna). Hún hefði alveg getað tekið skæri og klippt hana eða sett í tætara. það er ekki heil brú í því sem eftir stendur. En þess vegna er mar með leibeinanda, svo þeir geti komið manni á rétta braut. Ég er bara svo heiladauð að ég veit ekki hver brautin er. Samt benti hún mér í rétta átt, er bara ekki viss um að ég sjái hana fyrir þokunni í heilanum. Ætla heim í rúmið. Eftir rúman klukkutíma. Hana nú!

Ég gleymdi að minnast á eitt sem blóðsugan sagði. Hún sagði þegar ég kveinkaði mér undan sprautudruslunni "Haukurinn verður bara að bjóða þér á kaffihús á eftir"

Við horfðum bæði á hana með manndrápssvip. Haukurinn að verða búinn að vera frá vinnu í fjóra tíma og ég í tvo og svo stakk hún upp á því að við færum á kaffihús? Hvað er með svona fólk? Reiknar það ekki með að við séum í vinnu? Hverslags hálfvitagangur er þetta, ég bara spyr.

Núna líður mér ekkert betur. Einglega líður mér alveg bölvanlega. Er einstaklega kvenleg og með verki í hendinni eftir blóðsuguna og verki á sálinni þegar ég horfi á lyfjapokann. Tveir hvítir plastpokar. Annar er fullur af lyfjum og hinn er sprautur og sprautubox. Jöfulsins ógeð og hana nú.

Kostnaður vegna þessa er gífurlegur. Á lyfjaspjaldinu stendur 183.000 krónur. Við borguðum 0 krónur en borgum fyrir nálarnar og það eru um 3500 krónur. Plús tæplega 150.000 sem þetta kostar okkur. Mér finnst þetta mikið og mig langar heim að leggja mig.

Við áttum tíma klukkan 10 í morgun og biðum í 40 mín eftir að kæmi að okkur. Samt vorum við fyrst af þessum þremur sem áttu pantaðann tíma. Ég reikna með að þeir haldi að fólk sé ekki í vinnu. Þetta skokk tók 2,5 tíma allt í allt. Mér finnst það líka mikið. En kvartar maður? Neibb alls ekki því ég vil fá bestu meðferð sem völ er á og ætla ekki að byrja með einhverju tuði. Var samt orðin ansi þung á brún þegar við vorum kölluð inn. Skil ekki afhverju verið er að gefa fólki ákveðinn tíma og svo situr mar og bíður og bíður. Það voru tvö blöð að lesa: Mannlíf desember 2001 og Vikan mars 2001. Ég las bæði í vor þegar ég beið. Næst hef ég með mér bækur að lesa. Ekki bók heldur bækur.

Auðvitað á ég ekki að vera að kvarta. Á auðvitað að líta á þetta sem mitt tækifæri og allt það. En stundum er bara ekki hægt að vera súper jákvæður. Bara ekki hægt. Helvítis hvítu plastpokar. Og núna þarf ég að fara að tala við leibeinandann um áætlunina mína að MA ritgerðinni. Mig langar ekki til að sitja og vera háfleyg og koma með einhverjar góðar hugmyndir.

Stundum er hægt að öfunda lítil börn. Þegar þeim líður eins og mér, þá fleygja þau sér í gólfið og sparka með fótunum eins og vanstilltir álfar. Yrði ekki sjón að sjá ef ég gerði það. Frekar svona eins og karta held ég nema ekki græn á litinn. En mig langar mest til þess.

Ég er að deyja úr stressi! Einfalt mál og ekkert flókið við það. Ég er með kvíðahnút í maganum og augun renna til eins og ég sé kolrangeygð. Nóttin einkenndist af svona skemmtilegum draumum sem mann dreymir þegar mar er útúrstressaður.

Ég stökk úr einum draumnum í annann og þeir voru hver öðrum erfiðari. Í einum var ég einhver útlendingur í fjallaferð. Ég brá mér afsíðis og þegar ég kom til baka var búið að sprengja um allt svæðið þar sem ég hafði verið. Allt horfið. Menn, kvikfénaður og fjalllendi. Allt gert til að ná mér, rússar. Einmitt.

Og þegar ég hrökk upp datt ég inn í annan draum, komin í Þórmörk og komin hálfa leið upp fjall, samfylgdarmenn mínir vildu hvíla sig í tjaldinu en ég þrjóskaðist við og lagði af stað ein en vantaði samt sárlega nesti og klósettpappír. Einmitt.

Hrökk upp og datt þá inn í draum þar sem ég bauð fullt af konum í partý. Þetta voru konur sem ég þekkti og aðrar sem ég þekkti ekki.
Sem sagt ömurleg nótt og nú býð ég bar eftir að tíminn líði. Sumir dagar eru hreint ekki til þess fallnir að mar sé á ferli.

03 desember 2003

Þá er ég mætt í vinnuna. Ég ætti að fá svona ælupest einu sinni í mánuði því þyngdarlega er ég í sögulegu lágmarki í dag. Hugsa samt að loksins þegar ég væri orðin fín yrði haukurinn horfinn haha ekki góð hugmynd sem sagt ;)

Við Betty bökuðum eina köku og skreyttum með miklum tilburðum í gærkvöldi (sem sagt hún er frekar ljót)! Málið er hins vgera ekki fegurðin heldur að geta skilað kökudruslunni án þess að samstafsfólkið hlæji að mér fyrir að hafa keypt köku (Betty telst ekki til keyptra kaka því það þarf að setja egg í hana og hræra og pota síðan í ofninn).

Á morgun er svo gleðidagur (eða þannig) því þá hefst meðferðin eða allavega fyrsta skrefið. Það er að segja viðtal og blóðtaka. Mikil gegndarlaus gleði er þetta allt saman.

02 desember 2003

Uss hvað við erum búin að vera hress á mínu heimili í dag. Við erum bæði búin að liggja í rúminu í allan dag. Ekki fá neinar sora hugsanir því það var ekki um neina gleði að ræða heldur bara gamaldags ælupest með öllu sem því fylgir. Maginn er enn hálfslappur og ekki viss um að hann ætli að vera til friðs. Annars heldur haukurinn því fram að ég hafi ekki verið veik heldur sé ég bara svo meðvirk. Huh heldur betur, ligg yfir klósettið bara af tómri meðvirkni!

Annars er það minn dagur að mæta með köku á morgun í vinnuna. Ég verð að segja eins og er að það síðasta sem mig langar til að gera í augnablikinu er að fara að baka eða elda. Ætla því að fá hjálp frá Bettý Krokker vinkonu allra kvenna og biðja hana að slá fram eins og einni gulrótarköku. Það verður að duga.

01 desember 2003

Fór aðeins í Kringluna áðan. Er að verða desperate að finna jólagjafir handa sænsku nýbúunum og auðvitað fann ég ekkert. Úff þetta er meira en lítið erfitt. Rosalega var samt margt fólk að þvælast í Kringlunni. Er þetta fólk ekkert að vinna? Ég bara spyr.

Fengum gesti í heimsókn í gær líka. María kom með Andreu að leyfa mér að sjá en ég var ekki búin að sjá hana fyrr. Hún er ægilega sæt og fín. Sigrún og Maggi komu líka og úr þessu varð heilmikið djamm. Æi ég lýg því nú, en þetta var ágætis stund sem við áttum.

Hitti svo Vélskólanemann um kvöldið í mat hjá foreldrunum og hann sagði mér að hann ætlar að skipta um skóla um áramót. Gott hjá honum ;)) Maður verður að vera í skóla se, manni finnst skemmtilegur annars gengur námið ekki upp hjá manni. Og það er mun mikilvægara á hans aldri en seinna því þarna er oft lagður grundvöllur fyrir margra ára vinskap. Ekki satt MAB?
;))

30 nóvember 2003

Annars vorum við með partý í gær. Benny og Vittorino mættu í pylsur og mömmurnar og við fengum mexíkanskan mat. Verí næs. Þeir voru auðvitað eins og tveir prinsar. Molinn er loksins farinn að labba og haukurinn, dóninn sem hann er, segir að hann sé eins og Bender í Futurama. Það er að vísu rétt, hann nefnilega beygir ekki hnén og er svo útskeyfur að það er hreint út sagt guðdómlegt. Svo eru þetta soddan spóaleggir að það er ekki hægt annað en hlægja þegar hann kemur á sínum mikla hraða (sem er enginn).

Haukurinn heldur því fram að ég sé enn með samkvæmisónot af því ég er hálfþreytt og tuskuleg. Ég held því hinsvegar fram að það þetta séu eftirstöðvar af 3 vikna geðveiku stressi sem nú eru að koma niður á mér. Veit ekki hvort okkar hefur rétt fyrir sér, held samt að það sé ég.

Hann er farinn út í búð að leita að svörtu bleki og og skoða flöss á nýju vélina því hún vill hafa svo svakalega bjart til að myndirnar heppnist. Efast um að hann finnsi almennilegft flass því það er nokkuð sem þarf að spá vel og vandlega í haha ætti að vita það. Það var nú ekkert smáræði sem við leigubílstjórinn gátum legið í svona hlutum fyrir nokkrum árum. Ég átti mér meira segja sér lensupoka þar sem geymt var allt það efni sem þurfti að vita um linsur á myndavélar. Mjög fínn poki. Hann er samt horfinn núna hmmmm

Ég er að verða búin með fínu svefnpillurnar (kvíða og óróastillandi pillur stendur á pakkanum) sem læknirinn gaf mér. Hann vildi ekki gefa mér nema fáar því ég má ekki vera á langverkandi lyfjum þegar ég byrja í meðferð 2 núna í des. Ég hef verið að treina pillurnar og reyni að taka þær bara aðra hverja nótt því þá sef ég vel aðra hverja nótt haha mar er ekkert klikk bara soldið paranojaður (eða nojaður eins og ágæt vinkona mín úr vinnunni mundi segja).

Mér líður samt svo miklu, miklu betur eftir að ég fór að taka þær. Mér líður meira svo vel að eg get alveg hugsað mér að fara að bæta hreyfingu inn í prógrammið. En það var nokkuð sem ég bara gat ekki hugsað mér, fyrir nokkrum pillum síðan. Bara það að setja annan fótinn fram fyrir hinn þegar líða tók á daginn var bara þó nokkuð erfitt. Og svo segir fólk:
"En þér líður betur þegar þú hreyfir þig og þar er ekkert mál. Bara setja fastan tíma á dag og halda sig við það".
En það er nefnilega málið. Fyrst verður þrekið að vera til staðar og þá ekki bara líkamlegt þrek heldur líka andlegt.

Ef andlega ástandið er slæmt þá gerist ekki neitt mikið. Meðferðin í vor var létt og löðurmannleg því þá var ég búin að lesa og lesa allt sem ég gat lesið. Fólk var að reyna að vara mig við að ég væri að verða of upptekin og ég ætti bara að slaka á. Það er hinsvegar ekki ég. Ég verð að vita hvað er að gerast og hvenær ég má búast við þessu eða hinu.

Það sem ég reiknaði hinsvegar ekki með var það sem gerðist eftir á. Að lífið færi kannski ekki bara beint í sama farið og áður. Að einhver viðkvæmni og svona væri eitthvað sem maður gæti átt von á. Ég reiknaði sko ekki með því. Því kom það mér algerlega í opna skjöldu og ég var að berjast við að fela það fyrir gestum og gangandi. Held samt að allflestir hafi fattað það, meira segja yfirmaðurinn minn elskuleg kom inn á það í starfsmannasamtalinu. Sagðist fyrst hafa haldið að ég væri verða svona leið á vinnunni (as if hehe) en hugsaði síðan að þetta væri eflaust meðferðin, svona síðbúið sjokk. Spáið í því, hér er ég menntaður ráðgjafinn og ég fattaði ekkert. Svona er þetta bara. Næst veit ég að þetta eru líklegar eftirstöðvar og get því búið mig betur undir það. Með óróapillum og öllu haha

Annars sá ég flotta setningu í mynd um daginn. Hún var eitthvað á þessa leið:
"Ég veit að lífið á að vera eins og skál af jarðaberjum, en eins og er þá finnst mér hún vera full af skít"
haha mér fannst þetta fyndið og ætla að hafa þetta að einkunnarorðum mínum. Núna er það jarðaberjaskálin og ég held að það sé meira segja rjómi í henni líka!


Powered by Blogger