Furðulegt en snigilsaulinn virðist hafa lifað af ferðalagið á eldhúsgólfinu. Samt var hann alveg skraufþurr þegar ég fann hann. Ég vissi ekki að þessi kvikindi gætu lifað af svona á parketinu einu sér. Frekar óhugguleg tilhugsun að hann geti tekið lokið af og skriðið út (ég geri mér grein fyrir að hann hefur ekki gert það en hvað á maður að halda, búrið er með loki og öndunargötin eru ekki neitt mjög stór).
11 nóvember 2006
10 nóvember 2006
Miklir atburðir gerðust í fiskibúrinu í dag. Á meðan ég fór að vinna sem nunna strauk einn snigillinn að heiman. Þetta er stór og glæsilegur snigill sem hefur aðallega fengið gúrkur að borða. Hann hefur því ekki getað kvartað yfir fæðunni. Þegar ég kom heim úr vinnunni (nunnu) fann ég hann á eldhúsgólfinu ekki langt frá ísskápnum. Illa innrættir menn (Skakki og Einsi) segja að hann hafi verið svangur og á leið í ísskápinn að fá sér að borða. Þeir eru dónar. Held hinsvegar að snigillinn sé dauður eftir þessa svaðilför enda eru þetta nærri 3-4 metrar sem hann skreið til að komast í næringu (ef það er rétt).
Kannski var hann að horfa á myndina um Amelie, þar sem fiskurinn var með sjálfsmorðstilhneigingar og reyndi að drepa sig með því að stökkva upp úr búrinu?? Hmm.. ég setti hann aftur í búrið og stærðar gúrku hjá honum, en kannski er hann dauður...
08 nóvember 2006
í gær hringdi í mig kona sem fór að gráta og ég fór líka að gráta. Saman snökktum við okkur í gegnum samtalið og vorum báðar jafn glaðar. Þetta voru nefnilega gleðigrátur en ekki sorgargrátur og það er alltaf skemmtilegt.
Núna erum við opinberlega orðin næsti íslenski hópur til að fá upplýsingar um börn frá Kína. Við erum ekki enn orðin næsti hópur að fara til Kína því hópurinn á undan er ekki farinn út ennþá, en það gerist nú innan nokkurra vikna.
Ég þarf því að fara að hraða mér við kínverskunámið svo ég geti boðið góðan daginn og beðið um eina kele... eins gott að ég kunni að segja nafnið á drykknum sem heldur í mér lífinu. Síðan verð ég að fara að finna líkamsrækt við hæfi. Eitthvað sem gefur þol og sterka arma. Verð að geta haldið á unganum mínum þegar ég fæ hann!
Núna erum við opinberlega orðin næsti íslenski hópur til að fá upplýsingar um börn frá Kína. Við erum ekki enn orðin næsti hópur að fara til Kína því hópurinn á undan er ekki farinn út ennþá, en það gerist nú innan nokkurra vikna.
Ég þarf því að fara að hraða mér við kínverskunámið svo ég geti boðið góðan daginn og beðið um eina kele... eins gott að ég kunni að segja nafnið á drykknum sem heldur í mér lífinu. Síðan verð ég að fara að finna líkamsrækt við hæfi. Eitthvað sem gefur þol og sterka arma. Verð að geta haldið á unganum mínum þegar ég fæ hann!
07 nóvember 2006
Í september skrifaði ég langlokufærslu um nágranna minn með pendúlinn. Nú hefur það gerst að ég hef frétt af því að hann er að heimsækja fólk um allan bæ (sveitina sem ég bý í) og sveifla yfir því pendúlnum sínum fræga. Hann hvetur fólk með alls konar kvilla til að taka lyfin sem hann er með, eða allt frá krabbameini til sinaskeiðarbólgu en hana fullyrðir hann að hann hafi læknað. Ó já fólk er misjafnt.. verð samt að viðurkenna að ég mundi ekki alveg henda frá mér öllum lyfjum og treysta honum ef ég væri t.d. með krabbamein... Ætli sé almenn hætta á að mar ruglist svona er mar eldist????