Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

03 nóvember 2006

Klukkan er 9.30 og ég er búin að gribbast fyrir þennan dag. Sá á eftir einum sem átti að vera á námskeiði, á leið inn í reyk, og öskraði yfir allan ganginn (sem er sko margir kílómetrar) hvort hann vissi ekki að það væri verið að bíða eftir honum. Andskotans óstundvísi og kæruleysi sem getur verið í fólki. Hann hrökk í kút og allir hinir á ganginum líka, ég er að hugsa um að fara að gerast yfirgribba fyrirtækisins það sem eftir er þessa árs.

02 nóvember 2006

Ég fór á námskeið í gær að læra að skrappa. Mikið ofsalega er þetta skemmtilegt. Gömul myndafrík eins og ég verða bara gjörsamlega æst við alla möguleikana sem þetta býður upp á. Ég var búin að skoða þetta svolítið og prufa aðeins en hafði einhvern veginn ekki náð tökum á þessu. Í gær sá ég hinsvegar hvernig þessar flinku stelpur athafna sig og ég varð bara hugfangin.

Á morgun kemur Skakki heim úr útlegðinni í helgarfrí. Við ætlum að fara á Perluna og borða villibráð, bara tvö ein æginlega rómantískt (og allir hinir sem verða í Perlunni ofcourse). Annað er óplanað fyrir helgina!

01 nóvember 2006

Mikið ofsalega hef ég gaman af því þegar fólk er að þræta um það að við eigum ekki að taka upp þennan og hinn siðinn frá Ameríku, yfirleitt er þá verið að rífast um Valentínusardag og hrekkjavökudag. Fólk segir að við eigum okkar daga og þeir geti átt sína. "Okkar" dagar eru fæstir mjög gamlir. Ég man ekki hvort það er konudagurinn sem er innan við hálfrar aldar gamall þannig að einhversstaðar höfum við "stolið" honum. Mér er alveg sama þótt bætt sé við einhverjum skemmtilegum dögum til að auðvelda dimmustu dagana á árinu. Ef þetta léttir lundina hjá einhverjum af hverju má þá ekki kaupa konfekt handa elskunni sinni eða hrekkja hana í einhverjum aulabúningi bara af því dagarnir koma frá Ameriku??? Og þar fyrir utan held ég að Valentínusardagurinn komi upphaflega frá Ítalíu og hafi þaðan færst yfir til Ammeríku, sel það þó ekki dýrara en ég keypti það... hrekkjavökuálfar allra landa sameinist!!!!!!

31 október 2006

Það verður að viðurkennast að Molinn er bara ágætis ferðafélagi (og líka Pálína og Laufey). Við fórum nefnilega öll í sveitaferð um helgina og eftir mikla keyrslu enduðum við í Húnavatnssýslu hjá tilvonandi ferðafélögum okkar til Kína. Þar var fyrir skemmtilegur hópur af fólki sem allt er á leið til Kína, frekar fyrr en seinna. Börnin hlupu og léku sér meðan fullorðna fólkið velti sér upp úr því hvenær við gætum farið að panta farmiða (as if). En það var greinilegt að um borgarbörn var að ræða því þau urðu ekki par hrifin þegar hvolpurinn pissaði og það endaði með að bleyja fór á kallinn. Fyrsta sinn sem ég sé hvolp með bleyju en það leit svo sem ekki illa út...

Við vorum í þvílíkum veitingum að einn sagðist ekki hafa fengið svona veislu síðan hann fermdist og ég hef óljósan grun að það sé langt síðan það var...

Á leiðinni heim dönsuðu norðurljósin um himininn og það var bara eins og maður væri staddur í ævintýralandi.

Takk fyrir mig og Molann ;)

29 október 2006

besta að prufa þetta, slúðurbloggið nefnilega neitar að virka..


Powered by Blogger