Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

04 mars 2005

Í hádeginu sat ég og rifjaði upp sundkennsluna sem ég fékk á Húsavík forðum daga. Þetta var árið sem ég skrópaði í skólanum, þeas sundinu og þóttist vera að gera allt annað. Sigga sundkennari var nærri búin að drepa niður alla löngun hjá mér til að koma nokkurn tíma nær vatni en bara einfalt bað í heimahúsi. Sem betur fer hundskaðist hún í frí og ég gat lært að synda. Ég er samt ekkert að fara að synda núna. Mér bara datt þetta svona í hug af því ég var spurð hvort ég væri hrædd við að fara í fallhlíf. Svona virkar hugurinn. hann fer ótroðnar slóðir og enn er ég að fá hausverk. Var með svo mikinn hausverk í gærdag að ég hélt að ég næði ekki heim til mín heil á húfi. Held að þetta sé kannski bara of mikil hreyfing, getur það ekki bara verið haha

Ég sit og reyni að hitta á takkana á lyklaborðinu á undan svitadropunum sem leka niður eftir enninu á mér. Mér er heitt og ég er eldrauð í framan. Ástæðan er sú að ég hjólaði í vinnuna...... Nei ég lýg því, auðvitað hjólaði ég ekki neitt En ég hjólaði þegar ég var komin í vinnuna. hjólaði eins og vitfyrringur og var nærri orðin of sein í vinnuna. Ég fann lýsið leka af mér og það lekur enn. Samt er ég búin að fara í sturtu. Ég hugsa að Skakki þekki mig ekki þegar hann kemur heim í kvöld því ég er orðin svo mjó... jamm og jæja eða þannig.....

03 mars 2005

Það er soldið klever að hafa svona íþróttamiðstöð í vinnunni hjá sér. Þá er ekki hægt að segja að mar nenni ekki eftir vinnu.. þó mar nenni engan veginn þá labbar mar samt fram hjá salnum á leiðinni heim. En þar sem ég fór fyrir allar aldir í morgun þarf ég auðvitað ekki að hafa af þessu áhyggjur. Meinvill íþróttaálfur! Ég er í nýjum skóm með ljót innlegg, í nýjum buxum og gamla þreytta Bjarkarbolnum mínum. Ég ber af þarna í salnum enda voru allir flúnir undir hið síðasta.. þá stóð ég bara eins og Palli og lyfti lóðum í mínum einkasal. Nú er bara að sjá hvað gerist næst...

Ég sit hér og borða skyr.is og dáist að sjálfri mér. Í dag var nefnilega dagur 1/84 í átakinu. Ég var mætt fyrir allar aldir til að lyfta lóðum og svitna. Aðalátakið fólst hinsvegar í því að reyna að koma í veg fyrir að ég sæi sjálfa mig í speglunum sem umlykja allan salaninn nema rétt þar sem rimladótið er. Var að hugsa um að standa bara hjá rimlunum en það hefði verið of áberandi að drsla öllum lóðunum þangað þannig að ég stóð bara með lokuð augun og lyfti lóðunum, rétt lét rifa í þau þegar ég skaust til að þyngja (ekki láta ykkur dreyma um að ég hafi þurft að létta)! Mér líður því bara nokkuð vel.. smá eymsli í einu sárinu en það er ekki frá lyftingum heldur ofþreytu vegna gærdagsins, held nefnilega að ég hafi kannski farið einum degi of snemma að vinna en svona er lífið. Núna sit ég og læt mig dreyma um tímann þegar ég verð orðinn fit og flink.....

02 mars 2005

Ég er komin til baka af heilsuhælinu! Skrítið að vera byrjuð að vinna aftur. Var í burtu í heila 4 vinnudaga og mér finnst eins og ég hafi verið nokkra mánuði. Við Skakki ákváðum á sunnudag að flytja til Malaví í Afríku en hættum við það aftur í gær. Gaman að búa þar í þessa tvo daga sem það tók! Núna er ég að reyna að skrá á námskeið eins og mér sé borgað fyrir það (er reyndar borgað fyrir það m.a.) og eyða pósti eins og moðerfukker. Borgar sig ekki að vera frá í nokkra daga það er svo mikið að gera þegar maður kemur til baka haha


Powered by Blogger