Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

24 febrúar 2006

OG VIÐ UNNUM ÞENNAN SLAG!!!!!!!!!

Þessi frétt var í RÚV í hádegisfréttunum:

Stjórnvöld: Ættleiðingarstyrkir samþykktir
Kjörforeldrar hér á landi fá framvegis styrki vegna ættleiðingar barna líkt og tíðkast annars staðar á Norðurlöndum. Þetta var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir málið verða útfært næstu vikur.Félagsmálaráðherra lagði áform um ættleiðingarstyrki fyrir ríkisstjórn og var erindinu vel tekið að hans sögn. Útfærslan er eftir. Félagsmálaráðherra segir nokkuð misjafnt milli landa hversu mikinn þátt ríkið tekur í ættleiðingarkostnaðinum.


Að vísu vitum við ekkert hvort þetta kemur til með að gagnast okkur því það á eftir að útfæra þetta En halló þetta er allavega samþykkt Cheer Up

20 febrúar 2006

Það er komin ný vika, góð vika held ég bara. Að vísu er ég með einhvern kverkaskít sem er mig alveg lifandi að drepa en hvað er að fást um það. Skakki var nú svo ljómandi góður við mig í gær. Gaf mér fullan poka af gjöfum sem mér þótti mikið varið í. þarna var meira segja að finna nýjasta diskinn hennar Sinead vinkonu minnar O´Connor. En hún lýsti því yfir fyrir langtum löngu að hún ætlaði aldrei framar að gefa út disk. Hún hefur greinilega eitthvað endurskoðað þá ákvörðun því ég er búin að eignast þennan fína reggai disk með henni. Þeink jú verí næs bara.

Baráttuhópurinn fyrir styrkjum hittist í gær á sínum vikulega fundi og dáðist að fínum árangri til þessa. Okkur hefur tekist að vekja athygli á þessu máli og nú er bara að kíla þetta í gegn svo við getum farið að snúa okkur að einhverju öðru!

Ég er farin að undirbúa komu Kínverjans og fór því og keypti fyrstu rúmfötin og fleira smálegt. Gaman að gera þetta svona smá saman. Gunzo Nótt kom og dáðist að þessu hjá mér. Við urðum þó sammála um það að Kínverjinn verður æði skringilegur í fallegu kjólunum sem ég er búin að kaupa, þeas ef hann reynist vera strákur. Den tid den sorg eins og gamlan sagði þarna í den!

En setningu helgarinnar átti þó blessunin hún Sylvía er hún þakkaði upphitunarhljómsveitunum fyrir sinn þátt í Eurovision. Alveg gullin setning!


Powered by Blogger