Í gær hefði ég þurft að laga til heima hjá mér en ... ég heyrði af væntanlegum heimsendi og ákvað að ég ætlaði ekki að síðustu mínútunum í þessum heimi í það að laga til. Ætli ég neyðist þá ekki bara til að gera það í kvöld? Annars var nóttin frekar erfið. Unginn er enn í stuði yfir þessu leikskólamáli og sefur illa og út um allt. Það er ekki gott að vakna með hælana á einhverjum ítrekað í síðunni. Ég skal segja ykkur að það venst ekki einu sinni, manni bregður alltaf jafn mikið.
Það er maður á hjóli sem hjólar úr sveitinni á sama tíma og ég á morgnana. Ég næ honum efst á Kringlumýrarbrautinni! Ég ætti kannski bara að fá mér hjól, set ungann í kerruna sem keypt var í vor og hjóla....jei ég held ekki. Sá einn gaur áðan á svona liggjandi hjóli. Hvernig virkar það eiginlega? Verður maður ekki drulluþreyttur á að hjóla þannig? Og hvernig virkar það í brekkum, ég meina upp brekkur sko?
Það er maður á hjóli sem hjólar úr sveitinni á sama tíma og ég á morgnana. Ég næ honum efst á Kringlumýrarbrautinni! Ég ætti kannski bara að fá mér hjól, set ungann í kerruna sem keypt var í vor og hjóla....jei ég held ekki. Sá einn gaur áðan á svona liggjandi hjóli. Hvernig virkar það eiginlega? Verður maður ekki drulluþreyttur á að hjóla þannig? Og hvernig virkar það í brekkum, ég meina upp brekkur sko?