Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

17 júlí 2003

Hér er allt í lukkunnar velstandi ;) Veðrið er frábært (eins og hálf þjóðin veit) og það er frábært að vera í fríi ;) Í dag sat ég úti frá klukkan 10-16 í garðinum hjá mömmu. Það var engin sól en það var samt frábært veður og drengurinn var bara á stuttermabol alveg í essinu sínu. Ég lét hann á grasið en honum fannst það eitthvað óhuggulegt og reyndi að lyfta fótunum þannig að þeir snerti ekki grasið, en þar sem hann er frekar óstöðugur ennþá þá náði hann bara að lyfta öðrum fætinum í einu og þá kom hinn alltaf við grasið. Hann reyndi þá lyfta hinum fætinum en þá datt sá sem var á lofti niður í staðinn. Þetta var ótrúlega fyndið og þessi skemmtilega móðursystir sem hann á (og amman var ekki skárri) hló og hló. Þetta var heilmikil klípa sem ekki lagaðist fyrr en ég náði í teppi fyrir hann til að sitja á. Þar sat hann brosandi og passaði sig á að snerta ekki grasið nema til að stinga örfáum stráum upp í sig. Það er nefnilega svo skrítið að þó ekki sé hægt að skríða á grasinu því það er svo óhuggulegt þá er vel hægt að borða það ;))

Ég gleymdi mér í gærkvöldi ;(((( Ég gleymdi að segja við Brynhildi:
Til hamingju með afmælið
Segi það hér með þó það sé degi of seint

16 júlí 2003

Áður en fólk fer að senda út hjálparsveit skáta í Kópavogi þá vil ég koma einu á hreint!!!
Ég er ekki týnd eða tröllum gefin!!
Nei það er bara það að síminn minn er rafmagnslaus og ég finn ekki tryllitækið til að hlaða hann! Hef að vísu ekki gert neina dauðaleit því ég verð að viðurkenna að þetta er MJÖG þægilegt líf. Fólk nær í mig ef ég er heima, annars ekki ;))) Sem sagt fyrsta flokks frí!
Og í dag hefur verið besti dagur ever, meira segja svo rosalegur að ég uppgötvaði þegar ég kom inn að ég var orðin ljóshærð!!! Sólin getur farið svona með hárið á manni ;)))
Við Viktor erum að rolast þetta saman og það gengur vel. Við rennum okkur í rennibrautum og burrum í bílaleik. Var búin að gleyma þessu áhyggjulausa lífi ;)
Bíllinn minn er í öreindum á verkstæðinu og verður það í einhvern óákveðinn tíma. Ég get ekki rekið á eftir því þar sem ég kann ekki að gera við og hef ekki efni á viðgerð og er því búin að setja allt mitt traust á haukinn blessaðann ásamt pabba en þeir eru báðir að fara í frí á föstudag þannig að bílinn verður til þegar þeir koma til baka...Lífið er brarátta en mér líður vel ;)

15 júlí 2003

Stundum er erfitt að eiga bíl! Það er ekki nóg með að Skoðun hafi krafist að ég skipti um spindilkúluna mína og spegill sem búinn er að vera brotinn í 2 ár. Nei þegar búð var að laga spindilinn og finna flottan spegil þá fór bílskömmin að ausa út hvítum reyk! Og hvað þýðir það???? Jú ekki gott mál, nú er farin heddpakkning!!!! Jöfulsins drusla, eins gott að ég er í fríi og þarf ekki svo mikið að vera á bíl. Annað sem þetta þýðir og það er að allur hvíldartími hauksins er upptekinn, því ekki geri ég við ónýtan spindil og heddpakkningu. Ég veit ekki einu sinni hver fjandinn þetta er!!!! Pabbi réttir honum hjálparhönd og auðvitað aðstöðu en þetta er samt óþolandi. Ég veit að bílinn er gamall og allt það en hann á samt að vera í lagi og hana nú..eintóm fjárútlát (stuna).
Best að hætta að kvarta, það er 20 stiga hiti alveg gjörsamlega truflað veður! Ég var að koma af tilverunni þar sem ég fékk mér pizzu með Kristínu vinkonu minni. Það var ægilega notalegt og fínt ;))) Ég hef aldrei komið þar fyrr en verð að viðurkenna að þetta er soldið kósí staður og mjög góð pizza ;))

14 júlí 2003

Fyrsti dagur í sumarfríi!!!! Mér finnst gaman að vera í sumarfríi jafnvel þó ég sé ekki að gera neitt ;)) Við höfðum næturgest í nótt og hann er þessa mundina að hvíla sig aðeins eftir erfiði morgunsins því það getur sko verið erfitt að vera lítill ;))
Á laugardaginn fórum við á opnun á listasýningu Jóhannesar í Gallerý Skugga á Hverfisgötunni. Sýningin heitir Jauðhildur og þar er Jóhannes með myndir, ásamt Ragnhildi og Auði. Flott sýning ;)) Jóhannes er með skúlptúra, myndir úr almanökum og tækniteikningar; Ragnhildur er með málverk af skýjum og Auður er með málaðar ljósmyndir eða málverk eftir ljósmyndum (hvort sem það er þá fannst mér það geypilega flott) ;)) Sýningin fannst mér í heildina mjög flott og alveg þess virði að kíkja í Gallerý Skugga ef ykkur langar að sjá hvað ungir listamenn eru að gera í dag Til Hamingju Jóhannes, Auður og Ragnhildur ;))

Eftir opnunina tókum við strikið upp á Skólavörðustíg og snuðruðum þar í listagalleríum þar til lokað var, ægilega skemmtilegt. Ég er búin að komast að því að ég held að Kári sé einn af mínum uppáhalds málurum, verst að ég hef ekki efni á að kaupa málverk eftir hann, verð að láta mér efitrmynd nægja, en svona er lífið ;)
Síðan fórum við á HardRock og spístum. Það var fínt en ég held samt að ég sé ekkert að fara þangað aftur í bráð. Ég keypti grísasamloku sem er að mínu mati það besta sem HardRock hefur fattað upp á, en hún er ekki lengur eins og hún var..ok hún er allt í lagi en hún er ekki lengur í flokki yfir besta skyndimat í heimi..og dýrt líka...
Í gær fór haukurinn að pússa bílinn og á meðan fór ég enn og einu sinni yfir fataskápinn minn og henti stórum poka..og það er nóg eftir enn..skil ekki hvaðan allt þetta kemur (og ég á geymsluna eiginlega alveg eftir búhuhuh).

Haukurinn benti mér á að lesa bloggið hjá Betu Rokk þar sem hún er að lýsa spíddeiti en það er nýjasta afurð uppfinningasamra deitáhugamanna. Beta sem sagt brá sér á svona deit og það sem hún skrifar um upplifunina þar er eiginlega frekar fyndið..;)

og þá er bets að halda áfram í sumarfríi..tralallala


Powered by Blogger