Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

25 apríl 2008

Gleðilegt sumar nær og fjær. Grasið er pínulítið grænna í dag en það var í fyrradag enda er í dag annar dagur sumars.

Ætla samt að byrja sumarið á því að ergja mig yfir hallærislegum auglýsingum. Málið er heilsíðu auglýsing frá grænmetisbændum í gær sumardaginn fyrsta. Þar segir að af því tómaturinn var ekki nógu sætur þá var hann ættleiddur í aðra fjölskyldu!!!!! Fyrirgefið ofurviðkvæmnina í mér en eru einhverjir ættleiddir af því þeir eru ekki nógu sætir? Þetta er bara eins og hallærisauglýsingin um fall Bubba. Það var verið að tala um allt annað en þar stóð í fyrirsögn en allflestir lásu allt annað út úr fréttinni og það sama gerði ég er ég las þessa auglýsingu. ARG!

Ok ég er hætt að ergja mig. Það lásu þetta fleiri en ég og brugðust hratt við og eru viðbrögð auglýsandans honum til sóma. ;) Stundum gerast hlutir bara af hugsunarleysi og þá er frábært þegar vel er brugðist við. Ég held sem sagt áfram að kaupa íslenska tómata hehe

22 apríl 2008

jei það er bara allt blómstrandi þessa dagana. Ég er búin að láta vita að ég muni ekki halda áfram starfinu mínu og um leið tók ég ákvörðun um að taka hitt starfið. Ég er öll í uppbyggilegu sjálfstali um þessar mundir, bæði í vinnunni og við mig sjálfa. Held að sumir hér séu farnir að lía á mig sem einskonar sjálfshjálpar gúrú sem getur ekki sagt neitt nema "þú getur þetta, láttu engan telja þér trú um annað". Þegar maður segir þetta nógu oft við aðra þá fer þetta að virka trúlegt fyrir mann sjálfan líka.

20 apríl 2008

Sumir dagar eru fínir aðrir allt í lagi og stundum enda dagar afleitlega sem hafa byrjað vel. Svona endaði kvöldmatartíminn á sunnudaginn:

Og þetta er í miðju grenjukasti eftir freku mömmunni mislíkaði aðferðir sem notar voru til að borða ísinn. Sumar mömmur eru sko bara ekki í lagi og leyfa manni ekki neitt.....


Powered by Blogger