Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

26 ágúst 2005

Stafgangan var frábær. Þar kom að því að ég lenti í hreyfingu þar sem ég er ekki hálft námskeiðið að ná hinum heldur er aktúally bara með í leiknum. Að vísu hef ég ekkert þol þannig að ég var langsíðust með tunguna lafandi en ég þurfti enga leiðsögn frá kennaranum umfram það sem hann veitti öllum hópnum. Hópurinn er tviskiptur í vana göngumenn og óvana og ég fór auðvitað í vana..sem útskýrir jú afhverju ég er langsíðust hehe ég nennti ekki að hengslast með einhverjum sem telja sig sérstaklega óvana í óvanra manna hópi! tralala á ég ekki bara að fara að kenna þetta?
haha

25 ágúst 2005

Ég fór og heimsótti mæðgurnar Báru og Birtu í gærkvöldi. það var ægilega gaman þanig að við gleymdum okkur aðeins og útkoman varð sú að ég mætti aðeins of seint í morgun og frekar svona grumpy
Dragon
Til að bæta úr því er ég búin að skrá mig á námskeið í stafgöngu sem er tvisvar í viku hjá laugardagshöllinni. Ég var auðvitað of sein þar sem námskeiðið byrjaði á þriðjudag en ég bar mig aumlega og mun því byrja í kvöld Walking 2 verð kannski ekki alveg svona blístrandi en næstum því. Og ég skráði mig á golfmót líka þó ég kunni ekki neitt. Íþróttaálfurinn bara ha...

24 ágúst 2005

Ég er búin að skoða ruslið en mappan góða finnst ekki. Ef einhver á leið í Sorpu og finnur þar græna möppu þá má hinn sami hafa samband við mig!

Ég er búin að labba mitt í dag! Fór einn rúnt um svæðið og húsið og þótti verst að vera ekki með garminn minn. Ætla hér eftir að hafa hann alltaf í töskunni. Annars er ég alveg í panik þessa stundina. Ég fékk lánaða bók um daginn, hnausþykka kennslubók um skyndihjálp. Það er svo lítið pláss á borðinu hjá mér að ég er farin að leggja dót ofan á ruslafötuna meðan ég er að vinna og ég er ansi hrædd um að ég hafi gleymt að taka hana AF ruslafötunni og ræstingin hafi hent henni. Veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra það fyrir rauða Krossinum sem er eigandi bókarinnar.

23 ágúst 2005

Needle And Thread

Mig vantar að komast heim og fara í bað. Eða fara í sturtu hér bara. Nei mig langar heim. Þarf að koma við í Virku eða Vogue og kaupa nýjan rennilás því hinn var of stuttur og samt mældi ég peysudrusluna. Svona er lífið. Veit ekki hvort þið almennt verslið í Virku en mikið agalega finnst mér aumingja konurnar eitthvað leiðar á vinnunni sinni. Þær svona hálfhvæsa á hver aðra og ef mar biður um aðstoð þá er horft í gegnum mann og hluturinn afgreiddur með þjósti. Hefur þetta alltaf verið svona? Ég hef ekki saumað svo lengi að ég er alveg dottin út úr þessari menningu. Lá við að ég bæðist afsökunar á því að ætla að kaupa einn rándýran rennilás og ekkert fleira.

Ég er eitthvað svo annarshugar þessa dagana að ég get ekki byrjað á neinu. Finnst eins og ég ætti að vera að gera eitthvað allt annað en það sem ég er að gera. Ætli ég sé nokkuð búin að fara í sumarfrí? ó mæ, ó mæ ég þyrfti nú eiginlega að fara í smáfrí til að útrétta eða þannig. Skakki kallinn er búinn að kaupa sér nýtt dót. Síminn hans nefnilega varð fyrir áfalli um daginn og hætti að virka. Hann hringdi jú, en hringingin var frekar þreytuleg og hás og lítið heyrðist í viðmælandanum. Hann fór því og keypti nýjan síma. þessi er æði fínn með myndavél svo nú er hann búinn að sitja sveittur og búa til myndablogg. Ofsalega verður skemmtilegt fyrir ykkur að fá að fylgjast NÁKVÆMLEGA með öllum okkar athöfnum haha
Bubbles

22 ágúst 2005

Mér finnst gaman að fara í bæinn þegar það er margt fólk. Ég er ekki endilega að segja að það verði að vera 100 þúsund manns og ekki einu sinni 90 þúsund. En samt aðeins fleiri en mar sjálfur og 10 túristar.Ég fékk svona útlanda stemmingu á laugardaginn og mér leið vel. Duttum inn og út á kaffihúsum og matsölustöðum bara alveg eins og í útlandinu og hittum fullt af skemmtilegu og líka fullt af skrítnu fólki. Og þó það kæmi mígandi rigning þá var það bara allt í lagi. Og þar sem ég var svona afspurnu hress þá vöknuðum við Kristín fyrir allar aldir og fórum í Putting þetta var sem sagt góð helgi!


Powered by Blogger