Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

09 júlí 2004

Ég er nú alveg að verða búin að fá nóg af stjórnmálaumræðum. Kjósa - ekki kjósa. Það er ekki búið að vera neitt í sjónvarpinu nema fótbolti og þessar umræður í marga mánuði. Nú er fótboltadraslið búið og þá verður þetta það sem eftir stendur. Ég er búin að finna takkann á sjónvarpinu hans Skakka sem slekkur á þessu væli og held hann verði bara slökktur áfram.

Það er eins gott að ég er að fara í frí því bloggerdraslið er alveg að gefa sig. Það birtir ekki þessi smáskrif fyrr en eftir dúk og disk, kannski er það bara af því ég skrifa svo lítið þessa dagana!

08 júlí 2004

Hann Tumi fer á fætur við fyrsta hanagal, hann Tumi.....
Sjö vinnudagar eftir...

07 júlí 2004

Frétti í gær að einn vinur minn fékk kransæðastíflu um helgina og fór í hjartaþræðingu í gær. Honum líður vel eftir aðgerðina en þetta fær mann til að hugsa um stöðuna hjá manni sjálfum. Ónóg hreyfing og matur. Úff það er eins gott að fara að breyta um lífsstíl. Geri það kannski bara um helgina!

Átta vinnnudagar eftir!

06 júlí 2004

Níu vinnudagar eftir fram að fríi. Þetta er allt að koma!

05 júlí 2004

Í dag eru tvær vikur fram að sumarfríi. Þær gætu orðið lengi að líða.

Afmæli tengdamóður í dag

Til hamingju með afmælið Sigrún

04 júlí 2004

Ég er búin að rölta einn hring um Ástjörnina í morgun. Það var brjálaður fuglasöngur, regnúði og lykt af gróðri. Bara eins og vera einn upp í sveit.

Bíllinn er eins og hugur manns eftir að skríplarnir löguðu gírana með því að brjóta stykki úr bílnum og stinga því í hanskahólfið. Held að skakki sé að smitast af bifvélavirkjum fjölskyldunnar. Sænski nýbúinn sem ku vera ágætisbifvélavirki sagði mér eitt sinn að vera bara með dós í hansahólfinu og ef mér finndist eitthvað skrítið vera á seyði skyldi ég bara sprauta á það og þá lagaðist allt. Annað skipti kvartaði ég yfir einhverju aukahljóði og þá benti hann mér á að hækka bara útvarpið. Skakki er allur að koma til í þessari deild!

Til hamingju með afmælið í gær danska prinsessa Princess og í dag verður svo afmælisveisla sem hæfir ársgömlum prinsessum


Powered by Blogger