Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

24 apríl 2004

Í gærkvöldi klukkan 9 fengu meinvillarhjúin nýja bílinn sinn
Að vísu þýða þessi bílakaup að herða þarf sultarólina en það verður bara að vera innlegg í breytta lífsstíl letingjans.

Hélduð þið kannski að við værum í breyttum lífsstíl af hreinni ánægju??? Haha það er sko ekki svo gott.

Staðreyndin er sú að það er hrein neyð sem hér á ferð. Eða ættum við að segja tvær "neyðir"???

Í fyrsta lagi er bíllinn dýr fyrir buddu sem ekki hafði gert ráð fyrir bílakaupum næstu árin og í öðru lagi er þetta SMÁbíll. Og hvað með það? Jú smábílar eru fyrir smáfólk! Við flokkumst undir þann hóp á hæðina séð (veit ekki alveg með hr meinvill en til einföldunar skulum við segja að hann tilheyri þeim flokki) en það er þetta með BREIDDINA sko! SMÁbílar taka ekki mjög breitt fólk!
Fat Woman 2 Þarna er Meinvill komin í íþróttagallann sinn og með fullt box af gúmmelaði. Nú er því sjálfhætt! Meinvill verður að vera svona til að komast inn í bíllinn fína: Star 6 Meira segja pilsið kemur til með að sveiflast svona!

23 apríl 2004

Breyttur lífstíll er enn á ferðinni. Í gær fórum við að Kleifarvatni og tókum 2 og hálfs tíma gönguferð upp fjallshlíðar þar til við komum að Stórahver. Vorum alein í heiminum ásamt nokkru magni af kóngulóm sem ég lét vita að ef þær dirfðust að húkka sér far með okkur þá lifðu þær ekki lengi eftir það. Þær tóku því vel og voru áfram á sínum heimslóðum. Þetta var stórkostleg ganga og stórkostlegt veður!

Síðan kom Molinn í heimsókn og var í nótt. Hann á erfitt með að bera fram nöfn okkar sem hér búum og hefur því endað með að kalla okkur Bebbu (ég) og Allah (hr. meinvill). Í morgun vaknaði hann í bókstaflegri merkingu ffyrir allar aldir því ég held að sólin hafi varla verið farin að skína þegar hann var farinn að reyna að vekja mig. Ég er afbrigðum þolinmóð þegar það snertir mig mikið og ég þóttist ekki verða vör við hann. Eftir smá stund heyrði ég samt hvar hann var farinn að æfa sig á nafninu mínu..mammmma.. ammmma... ammmma.. annnna.. annnnna.. annnna.... Þetta gekk þar til hann var orðinn öruggur að hann væri með rétt nafn og þá stóð hann aftur upp, klappaði á sængina mína og sagði "anna????" með spurnarhljóm. Hver stenst slíkt? ja ekki Bebba og því hunskaðist ég fram.

Síðar reyndi ég að plata hann til að leggja sig..það gekk ekki. Hann vildi annan morgunmat fyrir 10 mínutum síðan sem er í góðu lagi. Ég leit af honum augnablik og þegar ég leit á hann næst var hann sofnaður ofan í skyrið!


Hann sefur sem sagt núna. En við erum á leið að kaupa bíl á eftir!

22 apríl 2004

Breyttur lífsstíll fyrir letingja tók á sig viðhengi í gærkvöldi því þá var svo gott veður. Viðhengið var að við bættum við aukadegi í áætlunina. Við fórum og gengum í upp Skóglendið við Hvaleyrarvatn og gengum svo í kringum vatnið. MJÖG gott og frábært veður.

Meinvill hafði með sér göngustafina frá tengdaforeldrunum og þeir eru það besta sem hún hefur fengið í gjöf í MÖRG ár. Hr. meinvill dauðöfundar hana af stöfunum og býðst reglulega til að bera þá en meinvill sér við honum og veit að þetta er bara brella til að ná þeim til notkunar.

Við byrjuðum gönguna á því að fara upp snarbratta brekku sem var lygilega lík fjallshlíð (samanber fellið þarna í Þórsmörk sem allir ASMA félagar vita að er EKKI fell heldur FJALL). Síðan tók við aflíðandi stígur og þá tautaði hr meinvill að meinvill þyrfti að lengja í stöfunum þegar gengið væri á jafnsléttu. Meinvill varð hvefsin við og hreytti út úr sér að ef þetta væri jafnslétta þá væri hún líka long distance runner eða þannig. Það var ekki rætt frekar.

Í dag er Serbinn nágranni okkar að grilla. Klukkan er bara tólf á hádegi og þessi ofvirki gaur er kominn út á svalir og farinn að grilla. Hvers eigum við að gjalda? Lyktin er svo gjörsamlega að taka á taugarnar að það endar með því að við verðum að flýja eitthvað út áður en við bjóðum okkur í mat hjá honum. Sem betur fer er alveg að koma að gönguferð í breyttum lífsstíl letingjanna!

Gleðilegt sumar

21 apríl 2004

Breyttur lífsstíll fyrir letingja er enn á dagskrá. Fyrsta vikan er að verða liðin.

Í gær fórum við í gönguferð í kringum Vífilstaðarvatn. Um leið og við stigum út úr bílnum byrjaði að rigna. Hr. meinvill fannst það fyndið. Meinvill fannst það ekki fyndið!

Vífilstaðavatn er ógnarstórt vatn (not!) og umhverfis það er fínn göngustígur. Við lögðum af stað í beljandi rigningu og slagveðri en þegar við höfðum gengið ca 200 metra þá stytti upp.

Hr. Meinvill er duglegur göngumaður. Hann skoppar þetta léttilega og skvaldrar allan tímann. Hann bendir út á vatnið og segir "hvað er þetta?" eða "sjáðu fuglana" eða "sérðu skýjamunstrið". Á meðan þrælast meinvill áfram með samanbitnar varir og húfuna niður í augun. Hún sér ekki skýin því þá þarf hún að lyfta höfðinu í 90 gráðu horn því hún nær niður að nefi. Hún sér bara steinana í göngustígnum og umlar því eitthvað til samþykkis meðan hr. meinvill fer yfir náttúru staðarins.

Allt í einu er gönguferðin búin! vatnið reyndist vera miklu minna en það leit út fyrir í upphafi meðan slagveðrið dundi. Hr. meinvill fannst sniðugt að taka annan hring víst þetta var svona mikils ræfilshringur. Meinvill stóð við hlið hans með æluna í hálsinum, húfuna niður í augum og skjálfandi fætur. Hún umlaði eitthvað til mótmæla og það hnussaði í hr. meinvill yfir þessum aumingjaskap. NÆST förum við tvo hringi!

20 apríl 2004

Hr meinvill keypti sér í gær og nú verður grillað í öll mál á okkar virðulega heimili.

Grillið er inni í stofu ennþá og mér skildist á hr. Meinvill í morgun þegar hann var að strjúka grillinu sínu (ekki strauk hann Meinvill) að þetta væri flott stofustáss. Tæki lítið pláss (!) og hefði aukahillur.
Ég held hinsvegar að hr. Meinvill sé að fara offari í maximalisma!!!

Í gær fór ég á námskeið í Endnote! Það er forrit sem heldur utan um heimildir þegar verið er að skrifa ritgerðir eða bækur (eða greinar eða whatever). Oh mæ God ég hef aldrei séð annað eins forrit. Ég hugsa að ég þurfi ekki einu sinni að skrifa ritgerðardrusluna þegar ég er komin með þetta því hún skrifar sig sjálf. Ég brunaði á netið og fékk mér 30 daga trial útgáfu og þegar ég kem heim í dag munu allar heimildir verða settar inn í þetta. Það þarf ekki mikið til að láta mann brosa!

19 apríl 2004

Þá er þessi helgin liðin og hægt að fara að slappa af í vinnunni


Við djöfluðumst í garðvinnunni á laugardaginn, ég fékk marblett á öxlina af því að styðja við hrífuna og hr. meinvill fékk marbletti í lófana af því að halda um klippurnar. Við erum ekki gerð fyrir garðvinnu!

Skoðuðum nýjan bíl og tókum ákvörðun um að kaupa hann. Þetta er töffarabíll fyrir smástráka og ég hlakka ægilega til að ferðast um á honum


Hann er með dökkar rúður og græn afturljós. Í hólfinu fylgir yfirlýsing frá Frumherja um það að ljósabúnaður standist lög og reglur. Það er oft búið að handfjalla þetta blað. Það er lúið og þreytt!

Fórum í langa gönguferð í Heiðmörk í gær. Það er partur af áætluninni "breyttur lífsstíll fyrir letingja". Þetta er rosa áætlun og í henni felst að hreyfing verður aukin með skipulögðum hætti fram á sumar. Tók til golfkylfurnar mínar frá því í fyrra og fattaði að ég man ekki hvernig á að nota þær. Er það merki um að ég sé sannur íþróttaálfur eða bara plain stupid?


Powered by Blogger