Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

22 janúar 2009

Er ekki mál til að fara að opna tuðsíðuna mína að nýju? Hefur verið í pásu í lengri tíma því ég hef ekki haft neitt til að tuða yfir (jeah ræght). Núna er ég hinsvegar í miklu tuðskapi og ætla að nota þetta, hvort sem það verður í einn dag eða fleiri.

Ástandið á Íslandi er hörmulegt þessa dagana. Það eru ólæti og það sem ráðamenn kalla skrílslæti alla daga. Lögreglumenn slasaðir og svo framvegis. Við þessu mátti samt búast. Ef við horfum til annarra landa þá er þetta nákvæmlega þetta sem gerist þegar fólk verður langrþreytt. Íslendingar eru seinþreyttir til mótmæla. Yfirleitt tuðum við bara heima og gleymum okkur svo. Og það er það sem ráðamenn reiknuðu með að gerðist núna. það sem þeir virðast hinsvegar ekki hafa fattað er að tímarnir í dag eru ekkert venjulegir. það er ekkert venjulegt við það að í hverri einustu fjölskyldu eru einn eða fleiri að missa vinnuna. Það er heldur ekkert venjulegt við það að fleiri manns eru með svo háa greiðslu á lánunum sínum að það er margföld útborguð launin þeirra. það er ekkert venjulegt við það að í hverjum mánuði rýrna eignir fólks hægt og sígandi þar til ekkert er orðið eftir og fólk er allt í einu farið að borga með eignum sínum. Svo segja þessir háu herrar "við skiljum bara alls ekki þessi læti". nei einmitt, við skjum það bara ekki. Ég er farin að hlusta á útvarpið á morgnana á leiðinni í vinnuna og það hef ég aldrei gert áður. Í morgun hringdi einhver besservisserinn og taldi það aldeilis fráleitt að verðtryggð lán hækkuðu neitt að ráði. Þetta væri bara vitleysa. Það er á hreinu að hann er ekki með nýlegt lán ef hann er þá með nokkuð. Fáviti!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger