Þessi dagur að kveldi kominn (vinnulega séð). Búin að tala við svo marga stráka í dag að hausinn er kominn í köku en ég veit hinsvegar allt um treilera og splintera og 4víldræver bíla. Jibbí mig vantaði akkúrat að vita allt þetta. Á morgun verð ég í HÍ allan daginn það ætti að verða nokkuð athyglisvert, brýtur alla vega upp hina daglegu tilveru (jís hvað ég er háfleyg). Svo er það sýningin hans Hansa boj á laugardag, gæti verið spennandi ;) 'eg ætla að fara að hunskast heim því ég hef nákvæmlega ekekrt að segja í dag. Vantar samt að vita hvenær næsti nornarfundur á að vera og hvort ég eigi að halda upp á afmælið mitt og þá hvernig. Úff hvað lífið getur verið spennandi (hehe það sést á þessu að ég hef ekki mikð að gera)..HMMMMMMM.........
09 janúar 2003
08 janúar 2003
Jamm og jæja. Þá er komið að því (eða öllu heldur því er nú lokið). Núna er ég official orðin fitubolla "stuna". Ég fór í hádeginu í Stórar stelpur og skoðaði föt (getur það orðið nokkuð verra?). Úff hvað þarna voru flott föt og nú er ég hætt við að reyna að minnka ummálið því ef ég geri það get ég ekki verið í þessum fötum (as if). En á móti kemur að ég get heldur ekki dáið því ég passa ekki í fötin sem ég ætla að jarða mig í. Þetta er erfiður heimur! Annars var ég einu sinni búin að finna fínt ráð varðandi líkklæðin sem passa ekki, nefnilega að klippa þau bara að aftan þar sem bara er sýnt framan á mann liggjandi í kistunni. Eina sem var að þessari fínu hugmynd er að þegar ég kem svo svífandi inn í himnaríki (gef mér auðvitað að ég endi þar) þá má ég ekki snúa baki í neinn þar sem klæðin eru ekki á aftan!! Eins gott að ég fái stóra vængi sem mundu hylja eitthvað af nektinni en að framan yrði ég fín ;)))
07 janúar 2003
Úti er ævintýri eins og þar segir. Við erum búin að horfa á allar futurama myndirnar sem Haukurinn fékk í jólagjöf, nú er bara moldviðrið eftir "snökt". Allt jólaskraut horfið (að vísu bara á borðið en það er nú til of mikils mæls að ég hefði líka komið því ofan í kassana á einu og sama kvöldinu). Boxboltinn er kominn upp og búið að banka í hann nokkrum sinnum. Ægilega gaman og nokkuð töff ;). Skórnir mínir eru að pirra Haukinn þessa dagana, ég skil nú ekki alveg afhverju. Að vísu fer ég úr þeim út um alla íbúð og aldrei tvisvar á sama stað þannig að hann er að detta um þá út um allt. Í gær setti hann þá upp á ísskáp og hélt að þar með myndi ég ekki finna þá en halló þá eru þeir akkúrat í augnhæð og mjög þægilegt að þurfa ekki að beygja sig eftir þeim (hehe). Mér hefði aldrei dottið í hug að geyma þá þar en þetta er fínn staður! Í morgun hlustaði ég á útvarpið á leiðinni í vinnuna (það gerist sko ekki oft) og þar var kona að tjá sig um það að áramótin væru vitlausasti tíminn til að breyta lífsstíl því þá væri svo margt sem væri að glepja mann um leið. Menn ættu frekar að finna sinn eiginn stað og stund og gera þetta þá. Þetta hljómaði vel í mín eyru (enda var konan hjúkka að ég held og veit um hvað hún talar). Ég var svo sem ekki að fara að gera neinar meidjor breytingar en maður veit aldrei, ég fann alla vega ástæðu til að fresta þeim breytingum sem ég hefði alveg örugglega kannski farið að byrja á.
06 janúar 2003
Í gærkvöldi drifum við okkur loksins að sjá Harry Potter galdramann allra galdramanna. Hann stóð auðvitað fyrir sínu og þetta var þrælskemmtileg mynd. Ég verð þó að viðurkenna svona fyrir mig að það fer hryllilega í taugarnar á mér að horfa á svipbrigðin á Harry Potter og Ron hans besta vini. Þeir einhvern veginn geifla munninn og stara tómlega í myndavélina og þá eru þeir að sýna svipbrigði. Mig var farið að langa til að öskra á þá að hætta þessu eftir tæplega þriggja tíma setu í bíóinu en að öðru leiti var ég ánægð. Fegin samt að vera ekki 7 ára því þá hefði ég ekki sofið í mínu rúmi í nótt. Held meira segja að ég hefði ekki einu sinni sofið neitt (það verður að koma fram hér að ég gat ekki einu sinni horft á Skrepp Seiðkarl á sínum tíma því hann var svo scary (allir horfðu á hann þar sem hann og Skippy voru eina sjónvarpsefnið stílað fyrir börn þessa tíma)). Úff þegar ég sé þetta á skjánum uppgötva ég að ég gæti eins vel hafa verið uppi á 17 öld. Held ég taki pásu á frekari skrifum þar til í kvöld.