Þetta er öruggt ;) Þessi mynd er nokkuð sem búið er að bíða lengi eftir. Hérna kemur fram að Kínversk ættleiðingar yfirvöld eru búin að afgreiða umsóknir til og með 14 nóvember 2005 en það er dagurinn sem sem umsóknin okkar Skakka var logguð inn í Kína; fyrir 19 mánuðum og þremur vikum. Við erum alveg á brúninni eins og sagt er.
06 júlí 2007
Þetta er öruggt ;) Þessi mynd er nokkuð sem búið er að bíða lengi eftir. Hérna kemur fram að Kínversk ættleiðingar yfirvöld eru búin að afgreiða umsóknir til og með 14 nóvember 2005 en það er dagurinn sem sem umsóknin okkar Skakka var logguð inn í Kína; fyrir 19 mánuðum og þremur vikum. Við erum alveg á brúninni eins og sagt er.
05 júlí 2007
Og nú bíðum við bara eftir símtali. Það kemur ekki fyrr en í næstu viku en samt þorir maður ekki að sleppa GSM úr hendinni. Jebb ég ætla nú ekki að missa af símtalinu af því síminn er í töskunni eða einhverjum öðrum stað. Þetta er því ábyggilega eini tíminn í mínu lífi sem ég kem til með að svara símtölum fljótt og vel en þarf ekki að hringja til baka nokkrum tímum seinna af því ég heyrði ekki í símanum.
Ég er búin að segja öllum að ég núna yfirmáta róleg og ég bíði bara eftir mínu kalli. En auðvitað lýg ég því, stressið er ekkert minna en áður skal ég segja ykkur. Held ég verði að leggjast inn með krónískar magabólgur þegar þessu er lokið.
Ég er búin að segja öllum að ég núna yfirmáta róleg og ég bíði bara eftir mínu kalli. En auðvitað lýg ég því, stressið er ekkert minna en áður skal ég segja ykkur. Held ég verði að leggjast inn með krónískar magabólgur þegar þessu er lokið.
Ég held að það sé óhætt að segja að við eigum von á barni ;) Ég veit að ég er búin að segja þetta með mismiklu öryggi í rúm tvö ár en það er loksins að koma að þessu og núna ætla ég bara að leyfa mér að reka upp stríðsöskur:
jippíajæ og jippiajæ og einu sinni enn jíbbíajei
Við Skakki erum að verða foreldrar
jippíajæ og jippiajæ og einu sinni enn jíbbíajei
Við Skakki erum að verða foreldrar
04 júlí 2007
Nú er beðið eftir opinberri staðfestingu. Það bendir allt til þess að við séum inni en ég þori ekki fagna fyrr en við fáum einhverja staðfestingu aðra en slúðrið í ammeríku.
03 júlí 2007
Það var lítið sofið í nótt og mig dreymdi allskonar vitleysu. Það er eins og ég sé með sand í augunum. Og það eru ekki komnar neitt skýrari fréttir heldur en í gær. Við erum enn á mörkunum, við erum inni - eða ekki. Langur dagur framundan
02 júlí 2007
Þá er það lognið á undan storminum þar sem þetta gæti orðið vikan þar sem við Skakki fáum að vita hvort við erum að verða foreldrar eða ekki. Við erum búin að eyndurnýja leyfið okkar frá Dómsmálaráðuneytinu en það gildir bara í tvö ár og sá tími er alveg að renna út. Við erum sem sagt komin með nýtt sem gildir í einhvern Xtíma. Rosalega getur verið stressandi að bíða svona. Við erum í þeirri aðstöðu að vera á mörkunum með það hvort við verðum með þennan mánuðinn og það gerir það að verkum að við getum ekki skipulagt neitt. Við erum náttúrulega búin að vera í bið í lengri tíma en þetta er samt verra en venjulega. Gott dæmi um það er sumarfrí Skakka. Hann langar svo í sumarfrí að hann er að springa. EN... við skulum bíða með þá ákvörðun þangað til þessi vika er búin því ef.... og ef.... Ef við erum ekki með núna verðum við að taka sumarfrí því þá förum við ekki út fyrr en í haust. Ef við hinsvegar verðum með núna þá gætum við verið að fara út í lok ágúst eða aðeins fyrr. Það er því biðin endalausa á okkar heimili.
Við erum heldur ekki byrjuð að gera heimilið barnvænt því okkur finnst við ekki geta gert það fyrr en við höfum eitthvað í höndunum sem hægt er að byggja á.
Hinsvegar þá gekk ég 140 km í þessum mánuði líka þannig að allt í allt er ég búin að labba 280km á tveimur mánum. Huh mér finnst það nú alveg frábært þó ég segi sjálf frá.
Við erum heldur ekki byrjuð að gera heimilið barnvænt því okkur finnst við ekki geta gert það fyrr en við höfum eitthvað í höndunum sem hægt er að byggja á.
Hinsvegar þá gekk ég 140 km í þessum mánuði líka þannig að allt í allt er ég búin að labba 280km á tveimur mánum. Huh mér finnst það nú alveg frábært þó ég segi sjálf frá.