Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

17 janúar 2003

Ég er í fríi í dag og það er eins og við manninn mælt, ég var glaðvöknuð klukkan 7.30. Þetta er ekki svona auðvelt þá morgna sem ég þarf að vinna. Þá er ég að berja mig framúr rétt fyrir 8 og er svo alltaf á síðasta snúning í vinnuna.
Í dag er líka merkilegur dagur fyrir Vittorino, hann á nefnilega að byrja hjá sjúkraþjálfanum í dag. Það eru allir með vöðvabólgu og að drepast í bakinu og þessi drengur ætlar sko að fylgja tískunni þó hann sé bara 4 mánaða. hann ætlar að láta æfa hálsinn af því hann er svo hægrisinnaður! Dugir ekki að hann skuli horfa svona í átt foringjans eina og sanna! Nei aldeilis ekki og því fer hann í þjálfun! Vildi að það væri svona auðvelt að breyta skoðunum hjá ýmsu fólki (glott).

16 janúar 2003

Þetta er nú merkilegt! Nú er ég búin að bjóða fjölda manns í afmæli sem ég ætla ekki að halda upp á. Öllum boðið með sömu kveðjunni: 'Ég er að bjóða þér í afmælið mitt en ég ætyla ekki að halda upp á það. Þú ert velkomin eftir klukkkan 6' Held þetta sé furðulegasta afmælisboð sem ég hef ekki boðið í fyrr..hmmm..þetta hljómar skringilega..hehe

Og nú verð ég að skrifa eitthvað fallegt um haukinn. Hann er viss um að þeir sem lesi þetta haldi að hann sé bæði drottunargjarn og kúgi mig (hehe). Ég reyndi að benda honum á að þeir sem það haldi geti ómögulega þekkt okkur því tilhugsunin um slíkt er óheyrilega fyndin. ;)) en þessu er sem sagt hér með komið á framfæri (hehe nú verður gaman að koma heim)!!!!
það var nú soldið gaman að koma út í morgun (not) mín 10 mín leið í vinnuna tók 30 mín. Hvað er þetta með bílstjóra og smá snjó? Annars hló ég mikið af Akureyrar fréttunum í gær. Bílar sem runnu um gilið eins og leikfangabílar. Mér hefur nefnilega alltaf skilist að þeir einu sem ekki kunni að keyra í snjó séu Reykvíkingar (hehe). En kannski var þetta aðkomupakk að leika sér í gilinu (hehe). Skamm skamm þetta var ljótt af mér!!!!

15 janúar 2003

Úff haukurinn er ekki fyndinn. Hann dró fram mynd á MBL í gær þar sem var einhver fræg leikkona með englavængi á bakinu og hann benti mér á að svona gæti ég haft mína og yrði bara nokkuð sæt. Hmm er hann að gera grín að mér? (glott) Ég nefnilega gæti ekki verið í jakka ef ég væri með vængina á mér (svo ég tali nú ekki um allt hitt). Yrði nú ansi hreint fínt með yfir-og undirmaga hangandi í allar áttir en fólk tæki kannski ekki eftir því vegna vængjanna. En nú er nóg komið af vængjum!
Skólinn byrjaði í gær og það lítur vel út, engin rándýr bók og svo verður boðið upp á námskeið í gerð heimasíðna. Aldeilis flott það! Kennarinn var soldið stressuð og einhverjir nemendur voru í tuðarastuði (ég passaði mig að segja ekki orð, nóg tuð kemur frá mér samt hehe).
Nornirnar hafa ekkert hist á þessu ári en það stendur til bóta því við ætlum að bruna til Keflavíkur í næstu viku (mar er bara alltaf úti á landi (hehe))! Það er nú eiginlega ekki hægt að byrja nýtt ár nema vera með tarotspánna fyrir árið undir handarkrikanum svo mar viti við hverju er að búast svona í dagsins önn og allt það.
En nú er það bakk tú vork

14 janúar 2003

Það eru nú nokkrir búnir að benda mér á það að ég geti ómögulega hafa verið að horfa á kontrapunkt á laugardaginn var því sá þáttur hafi ekki verið sýndur í mörg ár. Hins vegar gæti ég mögulega hafa verið að horfa á Popppunkt. Hey hvaða hvaða, það er nú ekki hægt að muna allt, ég sem var dyggur áhorfandi Kontrapunkts og sat og var byrjuð að bíða klukkutíma fyrir hvern þátt (as if).
Fór á Grillhús Guðmundar í gær og kom við í leiðinni og keypti það eina sem mig vantaði inn í líf mitt þessa dagana, eða nefnilega englavængi! Þeir eru grand, verst að þegar ég kem við þá get ég ekki varist því að hugsa um hvað hafi eiginlega komið fyrir engilinn sem þessir vængir tilheyrðu. Ég meina, geta englar dáið?? Og ef þeir deyja hvert fara þeir þá? Og ef þeir deyja ekki geta þeir misst vængina af einhverjum orsökum? Uss nú fer ímyndunaraflið á flug, ætli minn engill (eigandi vængjanna) hafi gert eitthvað af sér og flugleyfið tekið af honum og til að afla tekna í himnakassanna þá eru vængirnir seldir á jörðunni? Eða hætti hann aðvera engill? Búinn að fá nóg af því að flögra um og spila á hörpu? Eða var hann vaxinn upp úr þessum vængjum? Ég reikna nú ekki með því að neinn hafi svör við þessu en ég hins vegar er æginlega ánægð með vængina mína. Aumingja Haukurinn setti upp vandræðasvip þegar hann sá vængina sem ég er búin að tala um frá því á Þorláksmessu og spurði "hvað ætlarðu að gera við þetta?" komm onn, maður þarf ekki alltaf að ætla að gera neitt, reyndar er ég viss um að hann hélt að ég héldi að ég yrði engill með því að eiga þessa vængi (hmm. góð hugmynd). Nú er bara að finna stað svo ég geti dást að þeim og haldið áfram að hugsa um sögu vængjalausa engilsins!!!!
Svo fór ég á Borgarnes í gær. Úlala sveitin kallar og allt það. Við brunuðum í blíðskaparveðri (hálfgert moldviðri) með prinspólo og pepsimax (veit það að ég er í sælgætisbindindi en mikið svakalega var þetta gott prinspóló en um leið var pepsið vont enda keypt í hallæri þar sem ekki var til dáindisdrykkurinn diet pepsi). Hvar var ég?? Úps já á leið til Borgarness með armour. Við vorum ægilega kátar og lá við að við syngjum hástöfum, létum það þó vera. Dvöldum í sveitinni í rúma fjóra tíma og mikið ofsalega vorum við glaðar að sjá borgarljósin þegar við snérum til baka. Við stoppuðum bílinn og fleygðum okkur á hnén og dásömuðum þá tilviljun að við byggjum í bænum (þetta er auðvitað lygi en hljómar nú soldið skemmtilega)!!! Þetta var fín ferð og við vorum ánægðar með vinnu okkar!

13 janúar 2003

Komin til baka og ekkert nennt að skrifa í marga marga daga. Helgin var annars grand. Vittorino var næturgestur á föstudagskvöldið og og svaf og hló til skiptis. Ekki erfiður gestur það, haukurinn eftirlét honum hinsvegar rúmið og svaf sjálfur í stofunni. Ég hinsvegar svaf fínt (hehe). Hann var því með sófaverki allan laugardaginn og var held ég sofandi meira eða minna fram að kvöldmat. Ég fór hinsvegar í kringluna og keypti mér nýjar hermannabuxur og finnst ég þvílíkt fín (hauknum finnst ég hinsvegar minna á konur í elstu starfsstéttini hvernig svo sem hann fær það út, held kannski að hann hafi ekki séð þær margar því eftir mínum skilningi klæða þær sig lítið sem ekkert, alla vega ekki í hermannabuxur).

Við vorum búin að bíða spennt eftir lokaþættinum í Kontrapunktinum og hann var fínn. Kom í ljós að ég kannaðist við einn gaurinn og veit fyrir víst að hann er upplýsingahafsjór. Fannst götuliðið standa sig betur en atvinnuliðið jafnvel þó þeir hafi ekki unnið leikinn. Ótrúlegt hvað fólk getur vitað, úff! Dr Gunni var auðvitað fínn í jakkafötum og Felix kominn í skyrtu að anda Dr. Gunna. Mér fannst þetta soldið klever að skipta um lúkk í síðasta þættinum.


Árni og María farfuglar flogin aftur til Danmerkur og ætla ekki að koma aftur heim fyrr en um næstu jól. Það er soldið langur tími!


Við misstum af opnuninni hjá Hansa en ætlum að fara á næsta föstudag. Skuggi lokar alltaf svo snemma (kl 17) þannig að það er erfitt að komast nema um helgar.


Powered by Blogger