Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

19 ágúst 2005

það er ýmislegt sem hrjáir mína sál. Ég komst að því áðan að ég er með félagsfælni á háu stigi þegar ég las blogg einhverrar stúlkukindar sem lýsti einkennum sínum ef það væri til bóta fyrir aðra. Mér varð það ekki til bóta því ég er með öll einkennin, ekki bara sum heldur öll. Skelfilegt alveg. þess vegna er ég auðvitað svona skrítin eins og ég er.. Dragon

En að öðru. Ég var að barma mér við hjartað yfir brjóstastærð. Í gær fór ég í nokkrrar búðir bara svona til að auðga sálu mína og mátaði meðala annars nokkra jakka. Ég er nefnlega svo heppin að tískan sem er að koma núna er MÍN tíska. Pönkaratíska með FULLT af hnöppum og drasli. EN.. svona er sagan í hnotskurn: Ég finn fínan jakka og æði í mátunarklefa og fer í jakkann. Sný mér við og dáist að hvað ég er með fallegan baksvip og hversu glæsilegar axlir ég hef. Sný mér svo við og fæ endurtekið áfall: Jakkinn nær ekki yfir brjóstin. Sama hversu vel ég reyni að toga hann og teygja eða krosslegja hendurnar framan á þessum ófögnuði. Þau standa út úr. Fyrir vikið er jakkaskömminn auðvitað of lítill. Þegar þetta hefur endurtekið sig nokkrum sinnum er ég komin í varanlegt þunglyndi. Hmm kannski ekki varanlegt en svona svoldið. Þegar jakkinn er orðinn passlegur yfir brjóstófétin þá ná ermarnar með jörðu og og síddin er niður að hnjám. Sem er frekar óhepplegt nú þegar allflestir jakkar eru stuttir.
Dragon
Hjartað segir mér að ég eigi að keyra brjóstin upp í loftið og ganga stolt um en mér sýnist að það sé ekki nóg því þau verða að vera í fötum. Eða það er svona skemmtilegra. Þarf ekki á þeirri athygli að halda sem ég fengi ef ég væri nakin þar yfir.

Finnst við hæfi að hafa þennan í dag:
Dragon

Í gær skruppum við hjónakornin í berjaferð. Þetta var ekki löng ferð og bar lítinn afrakstur. En við vorum aðallega ánægð með að komast aðeins út. Keyrðum framhjá tjaldbúðum Klint en þar var lítið að sjá nema einhvern aumingjans öryggisvörð sem greinilega drepleiddist þar sem hann sat í bílnum sínum og snéri baki í veginn. Stuð jobb eða þannig.

Skakki er að spá í að selja jeppadekkin sín þannig að ef einhvern vantar 32" dekk þá vinsamlega snúið ykkur til hans. Við erum að undirbúa stóra, stóra ferð til útlanda og þurfum að vera vel myndavélavædd áður en að því kemur.

Á morgun ætlum við að ná okkur inn allri þeirri menningu sem okkur er unnt með því að fara ELDsnemma í bæinn. Gaman, gaman...

18 ágúst 2005

frh af leikfimiumræðu...
Man enn hvað ég öfundaði bróður minn elskulegan (sænska nýbúann) þegar hann ristarbraut sig í höfuðstökki. Þetta var að sönnu sárt En hann þurfti ekki að mæta í leikfimi í lengri tíma. Síðan þá hef ég gert lítið af því að fara í höfuðstökk til þess að ég fari ekki að ristarbrjóta mig eins og hann. En það væri nú kannski fyndið að sjá mig gera það í dag haha
Tumbling Run
held samt að höfuðstökk hafa verið gert á einhverri dýnudruslu en ekki hesti eins og hér er sýnt en það er í lagi..einhverjar aðrar æfingar voru einhvern veginn svona..jakk

Bloggið hennar Nönnu í dag minnti mig á það hvað það var gaman að byrja í skólanum á hverju haust og hversu afskaplega leiðinlegt mér fannst í leikfimi. Ég hef auðvitað aldrei verið neinn íþróttaálfur og hafði (og hef) afskaplega lítið gaman af boltaleikjum. Og það voru þeir leikir sem nær undantekningarlaust voru spilaðir í leikfimi. Það var eins og ekkert annað væri til en handbolti og aftur handbolti. Ég fæ enn svona kvíðahroll þegar ég hugsa um þessa tíma. Í minningunni var alltaf handbolti. Það getur eiginlegha varla verið rétt því einhversstaðar í skúmaskoti hugans finnst mér ég sjá einhvern hest og bretti fyrir framan og einhverja stöng til að hoppa yfir.
Nei ég held þetta sé misminni það var ALLTAF handbolti.
Og alltaf var ég valin síðust og ekki bara síðust held LANG síðust. Feita stelpan í bekknum var ekki svona léleg eins og ég og var því alltaf valin framarlega því hún gat verið í marki. Ég var og er hrædd við boltann og enn þann dag í dag get ég varla séð handbolta í sjónvarpinu án þess að fá hroll og slekk því alltaf á sjónvarpinu þegar um handbolta er að ræða.

Það var líka sundkennsla. Ég mætti í fyrsta tímann hjá Siggu sundkennara á Húsavík alveg rosa spennt því ég hafði aldrei farið í sund áður og hafði til þess miklar væntingar. Sigga drap þessar væntingar á nokkrum sek. þegar hún ýtti mér í kaf og hélt mér niðri þegar ég þorði ekki strax að fara í kaf. Svar mitt? Ég hætti að mæta í sund og fékk undanþágu þegar upp um mig komst. Lærði síðan að synda á eigin rammleik þegar Sigga fór í langt sumarfrí nokkrum árum síðar. Var svo nærri drukknuð í lauginni þegar hún mætti úr fríinu því ég var svo hrædd við hana. Talandi um að hægt sé að skilyrða menn. þarna var búið að skilyrða mig til að vera svo skelfingu lostin við þessa konu að ég gat ekki tekið nema 2-3 sundtök ef hún var nálægt og sökk síðan í kaf. Ef hún var hinsvegar ekki nálægt synti ég eins og herforingi (gamall herforingi kannski). En ég hef sem sagt aldrei haft gaman af því að fara í sund og held og leyfi mér að fullyrða að það sé þessari fyrstu reynslu að kenna.

Ég hef heldur aldrei haft gaman af handbolta og held líka að það sé leikfimireynslunni að þakka. Að standa og bíða í stelpnahóp eftir að vera valinn og vita jafnframt að maður verður valinn síðastur og af því við vorum svo margar að fá þá að sitja á varabekk meiri partinn af tímanum. OJ BARA. Ef ég eignast þessa litlu dömu sem ég er að reyna að fá þá ætla ég að passa sérstaklega upp á helfvítis leikfimina. Að það sé ekki möguleiki að henni líði illa þar. Úff hvað ég er fegin að vera ekki að byrja í skólanum!

17 ágúst 2005

Þessi bið er loksins á enda og nú getum við farið að bíða eftir næsta. Það er gott mál sko. Í morgun gat ég ekki einbeitt mér því ég var að bíða eftir svarinu og nú get ég ekki einbeitt mér af því svarið er komið. Það er vandlifað í þessum heimi.

ANDSKOTANS bíll! Hann drap á sér í gær! Það hefur sem sagt ekki verið þessi háspenna sem var að bögga hann, það er eitthvað allt annað og nú þarf ferlið að byrja aftur. Og það er ekki einu sinni hægt að reyna að selja hann meðan hann lætur svona því ég fengi hann bara beint í hausinn. Ég þoli ekki BÍLA!!!! Ef það tæki ekki marga tíma að ferðast með strætó í vinnunna þá væri ég meira en til í að taka strætó (þetta er lygi ég mundi aldrei nenna þessu strætódæmi).

Ég held að það sé til eitthvað máltæki um það hversu hollt það er að bíða. Að fá ekki alla hluti upp í hendurnar og þurfa ekki að hafa neitt fyrir þeim. Bíða aðeins. Ég er komin á þá niðurstöðu að þetta sé EKKI rétt. Ég er að því komin að fá magasár af bið. Núna sit ég t.d. og horfi á símann minn og reyni að sjá hvað ákveðin manneskja er að aðhafast hinum meginum í bænum. Af hverju hún svarar ekki í símann þegar hún lagði fyrir símaskilaboð? Hollt að bíða, huh! Spurning líka hvað biðin eigi að vera löng til að hún sé holl. Telst t.d. 4 ára bið eftir því sama, löng eða stutt? Ég veit það ekki.

Ég sé að fólk út um allt er að byrja á líkamsræktarátaki haustsins. Ég þarf að byrja líka til að vera með í þessu trendi. Það er bara þannig að ég hef enn ekki fundið neitt skemmtilegt átak eftir að ég hætti í kikkboxinu hjá henni Kallí hérna um árið. Mér finnst arfaleiðinlegt að fara í þessi fjandans tæki sem ég er að drusla mér í og mér finnst eróbik, hvort sem það er pallar eða eitthvað annað, ennþá leiðinlegri. Mér finnst allt í lagi að fara út að ganga en held því miður að það sé ekki nóg. Ég þarf eitthvað aðeins meira krefjandi heldur en það. Því miður.

16 ágúst 2005

Mikið afskaplega er ég eitthvað eirðarlaus. Það liggur við að ég skokki í bílinn og nái í íþróttaskapraunina sem liggur og bíður þar og vippi mér síðan á hlaupabrettið. En ég sagði "liggur við" ég nenni nefnilega heldur ekki að fara í bílinn, húsið er svo langt að þegar ég er komin þangað er ég komin langleiðina í sveitina þar sem ég bý og það er nú ekki gott.

Mér finndist mjög sanngjarnt að þar sem ég er hætt að sofa fyrir stressi að matarlystin myndi minnka í samræmi við svefnleysi. Það er nú ekki svo gott! Ég er með íþróttabakpokann með mér svo ég geti vippað mér í leikfimi/íþróttir/ á eftir en taskan er svo þung að ég gat ekki afborið að bera hana í hús og hún er því úti í bíl ennþá. Held ég verð seint íþróttaþræll þegar ég nenni ekki einu sinni að bera inn töskuna. Í nótt dreymdi mig að ég var að elta mús um allt. Hún var ekki stór en mús samt og ég vissi að ég þyrfti að losna við hana. Sem betur fer hringdi klukkugarmurinn áður en blóðbaðið hófst og ég slapp við að aflífa hana.

15 ágúst 2005

Ég komst að því um helgina, mér til mikillar skapraunar, að einhver fávitinn hefur plokkað skoðunarmiðann af bílnum mínum. Hver andskotinn er eiginlega að fólki? Þetta er miðinn framan á bílnum þannig að nú þarf ég að fara aftur á skoðunarstöðina og fá nýjan miða. Það svo sem er allt í lagi en er samt auka ferð sem ég hefði alveg getað hugsað mér að sleppa. Skil ekki hvað þetta hyski er að hugsa. Ef þetta er einhver á bíl þá vona ég heitt og innilega að bíll hans brotni í frumeindir meðan hann er á ferð. Ég segi "hann" því einhvern veginn sé ég ekki stelpur í anda gera þetta. Held þetta hljóti að vera einhver óþroskaður stráklingur á óskoðuðum bíl sem hefur ætlað að stela miðanum mínum. Já, já það er gert. Vissi um einn í fyrra þar sem báðir miðarnir voru teknir af. Anskotans hyski bara, ég segi nú ekki meira!

Á morgun er fundur í mjög mikilvægu máli sem snertir framtíð mína og Skakka og við fáum að vita niðurstöðuna á miðvikudaginn. Ef svarið er já, þá er fyrsta áfanga af þremur lokið, ef svarið er nei þá ætla ég að segja upp í vinnunni og flytja úr landi eða gera eitthvað annað drastíkt. Svona lofar maður upp í ermina á sér!

14 ágúst 2005

Laugardagurinn er liðinn og fjórir einstaklingar eru nú giftir/kvæntir lögum samkvæmt. Nota bene ekki var um fjögurra manna fjöldabrúðkaup að ræða þar sem fjórir giftust/kvæntust hver öðrum heldur voru hér á ferðinni tvö aðskilin hjónamál. Þetta voru Árni og María og Sólrún og Sigþór. Öll klukkan fimm í gær! Ég þeyttist á milli þessara veisla alveg eins og mér væri greitt fyrir það og ók sérlega greitt milli bæjarfélaga þar sem önnur veislan var í vesturbæ Rvíkur meðan hin var í Garðarbæjarholtinu (ef það er til). Þetta voru hinar skemmtilegustu veislur þó ég verði að viðurkenna að það hefði nú verið skemmtilegra ef þær hefðu ekki verið svona nákvæmlega á sama tíma með svona langt á milli þeirra, en hey.. lífið er svona og býður alltaf upp á skemmtilega reynslu. En ég vil samt óska þeim öllum hjartanlega til hamingju með þennan áfanga í lífinu og í leiðinni vil ég koma þeirri ósk á framfæri að maður minn (þeas sá sem ég bý með) baki svona súkkulaðiköku handa mér við betri tækifæri og ef betri tækifæri eru fá þá vinsamlega búðu einhver til svo ég geti fengið svona tertu (og Hrönn það þýðir ekkert fyrir þig að segja að ég hafi ekki gott af henni því það sem er svona gott eins og þessi kaka getur bara alls EKKI verið óhollt, það er bara ekki að ræða það). Ég er viss um að ég verð stórum betri á sálinni ef ég fæ svona köku reglulega!! (ekki einu sinni á ári eða þá sjaldan sem einhver vill gifta sig svo ég fái köku).
Og bæ þe vei, maðurinn sem ég bý með er fárveikur. Hann fékk einhverja dularfulla pest og getur varla hreyft sig fyrir kvölum. Lýsir sér í höfuðverk, sleni, syfju og einhverjum magaverk sýnist mér. Hann er núna á rúmstokk sínum alveg örmagna af óskiljanlegri þreytu. Ég vona að ég smitist ekki! (á andliti mínu er grimmdarlegt glott sem ég ræð illa við, lýsir mínum illa innræti held ég bara).


Powered by Blogger