Í gær skruppum við hjónakornin í berjaferð. Þetta var ekki löng ferð og bar lítinn afrakstur. En við vorum aðallega ánægð með að komast aðeins út. Keyrðum framhjá tjaldbúðum Klint en þar var lítið að sjá nema einhvern aumingjans öryggisvörð sem greinilega drepleiddist þar sem hann sat í bílnum sínum og snéri baki í veginn. Stuð jobb eða þannig.
Skakki er að spá í að selja jeppadekkin sín þannig að ef einhvern vantar 32" dekk þá vinsamlega snúið ykkur til hans. Við erum að undirbúa stóra, stóra ferð til útlanda og þurfum að vera vel myndavélavædd áður en að því kemur.
Á morgun ætlum við að ná okkur inn allri þeirri menningu sem okkur er unnt með því að fara ELDsnemma í bæinn. Gaman, gaman...
Skakki er að spá í að selja jeppadekkin sín þannig að ef einhvern vantar 32" dekk þá vinsamlega snúið ykkur til hans. Við erum að undirbúa stóra, stóra ferð til útlanda og þurfum að vera vel myndavélavædd áður en að því kemur.
Á morgun ætlum við að ná okkur inn allri þeirri menningu sem okkur er unnt með því að fara ELDsnemma í bæinn. Gaman, gaman...