Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

15 ágúst 2005

Ég komst að því um helgina, mér til mikillar skapraunar, að einhver fávitinn hefur plokkað skoðunarmiðann af bílnum mínum. Hver andskotinn er eiginlega að fólki? Þetta er miðinn framan á bílnum þannig að nú þarf ég að fara aftur á skoðunarstöðina og fá nýjan miða. Það svo sem er allt í lagi en er samt auka ferð sem ég hefði alveg getað hugsað mér að sleppa. Skil ekki hvað þetta hyski er að hugsa. Ef þetta er einhver á bíl þá vona ég heitt og innilega að bíll hans brotni í frumeindir meðan hann er á ferð. Ég segi "hann" því einhvern veginn sé ég ekki stelpur í anda gera þetta. Held þetta hljóti að vera einhver óþroskaður stráklingur á óskoðuðum bíl sem hefur ætlað að stela miðanum mínum. Já, já það er gert. Vissi um einn í fyrra þar sem báðir miðarnir voru teknir af. Anskotans hyski bara, ég segi nú ekki meira!

Á morgun er fundur í mjög mikilvægu máli sem snertir framtíð mína og Skakka og við fáum að vita niðurstöðuna á miðvikudaginn. Ef svarið er já, þá er fyrsta áfanga af þremur lokið, ef svarið er nei þá ætla ég að segja upp í vinnunni og flytja úr landi eða gera eitthvað annað drastíkt. Svona lofar maður upp í ermina á sér!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger