Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

19 ágúst 2005

það er ýmislegt sem hrjáir mína sál. Ég komst að því áðan að ég er með félagsfælni á háu stigi þegar ég las blogg einhverrar stúlkukindar sem lýsti einkennum sínum ef það væri til bóta fyrir aðra. Mér varð það ekki til bóta því ég er með öll einkennin, ekki bara sum heldur öll. Skelfilegt alveg. þess vegna er ég auðvitað svona skrítin eins og ég er.. Dragon

En að öðru. Ég var að barma mér við hjartað yfir brjóstastærð. Í gær fór ég í nokkrrar búðir bara svona til að auðga sálu mína og mátaði meðala annars nokkra jakka. Ég er nefnlega svo heppin að tískan sem er að koma núna er MÍN tíska. Pönkaratíska með FULLT af hnöppum og drasli. EN.. svona er sagan í hnotskurn: Ég finn fínan jakka og æði í mátunarklefa og fer í jakkann. Sný mér við og dáist að hvað ég er með fallegan baksvip og hversu glæsilegar axlir ég hef. Sný mér svo við og fæ endurtekið áfall: Jakkinn nær ekki yfir brjóstin. Sama hversu vel ég reyni að toga hann og teygja eða krosslegja hendurnar framan á þessum ófögnuði. Þau standa út úr. Fyrir vikið er jakkaskömminn auðvitað of lítill. Þegar þetta hefur endurtekið sig nokkrum sinnum er ég komin í varanlegt þunglyndi. Hmm kannski ekki varanlegt en svona svoldið. Þegar jakkinn er orðinn passlegur yfir brjóstófétin þá ná ermarnar með jörðu og og síddin er niður að hnjám. Sem er frekar óhepplegt nú þegar allflestir jakkar eru stuttir.
Dragon
Hjartað segir mér að ég eigi að keyra brjóstin upp í loftið og ganga stolt um en mér sýnist að það sé ekki nóg því þau verða að vera í fötum. Eða það er svona skemmtilegra. Þarf ekki á þeirri athygli að halda sem ég fengi ef ég væri nakin þar yfir.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger