Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

17 ágúst 2005

ANDSKOTANS bíll! Hann drap á sér í gær! Það hefur sem sagt ekki verið þessi háspenna sem var að bögga hann, það er eitthvað allt annað og nú þarf ferlið að byrja aftur. Og það er ekki einu sinni hægt að reyna að selja hann meðan hann lætur svona því ég fengi hann bara beint í hausinn. Ég þoli ekki BÍLA!!!! Ef það tæki ekki marga tíma að ferðast með strætó í vinnunna þá væri ég meira en til í að taka strætó (þetta er lygi ég mundi aldrei nenna þessu strætódæmi).

Ég held að það sé til eitthvað máltæki um það hversu hollt það er að bíða. Að fá ekki alla hluti upp í hendurnar og þurfa ekki að hafa neitt fyrir þeim. Bíða aðeins. Ég er komin á þá niðurstöðu að þetta sé EKKI rétt. Ég er að því komin að fá magasár af bið. Núna sit ég t.d. og horfi á símann minn og reyni að sjá hvað ákveðin manneskja er að aðhafast hinum meginum í bænum. Af hverju hún svarar ekki í símann þegar hún lagði fyrir símaskilaboð? Hollt að bíða, huh! Spurning líka hvað biðin eigi að vera löng til að hún sé holl. Telst t.d. 4 ára bið eftir því sama, löng eða stutt? Ég veit það ekki.

Ég sé að fólk út um allt er að byrja á líkamsræktarátaki haustsins. Ég þarf að byrja líka til að vera með í þessu trendi. Það er bara þannig að ég hef enn ekki fundið neitt skemmtilegt átak eftir að ég hætti í kikkboxinu hjá henni Kallí hérna um árið. Mér finnst arfaleiðinlegt að fara í þessi fjandans tæki sem ég er að drusla mér í og mér finnst eróbik, hvort sem það er pallar eða eitthvað annað, ennþá leiðinlegri. Mér finnst allt í lagi að fara út að ganga en held því miður að það sé ekki nóg. Ég þarf eitthvað aðeins meira krefjandi heldur en það. Því miður.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger