Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

16 ágúst 2005

Mér finndist mjög sanngjarnt að þar sem ég er hætt að sofa fyrir stressi að matarlystin myndi minnka í samræmi við svefnleysi. Það er nú ekki svo gott! Ég er með íþróttabakpokann með mér svo ég geti vippað mér í leikfimi/íþróttir/ á eftir en taskan er svo þung að ég gat ekki afborið að bera hana í hús og hún er því úti í bíl ennþá. Held ég verð seint íþróttaþræll þegar ég nenni ekki einu sinni að bera inn töskuna. Í nótt dreymdi mig að ég var að elta mús um allt. Hún var ekki stór en mús samt og ég vissi að ég þyrfti að losna við hana. Sem betur fer hringdi klukkugarmurinn áður en blóðbaðið hófst og ég slapp við að aflífa hana.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger