Annars vorum við með partý í gær. Benny og Vittorino mættu í pylsur og mömmurnar og við fengum mexíkanskan mat. Verí næs. Þeir voru auðvitað eins og tveir prinsar. Molinn er loksins farinn að labba og haukurinn, dóninn sem hann er, segir að hann sé eins og Bender í Futurama. Það er að vísu rétt, hann nefnilega beygir ekki hnén og er svo útskeyfur að það er hreint út sagt guðdómlegt. Svo eru þetta soddan spóaleggir að það er ekki hægt annað en hlægja þegar hann kemur á sínum mikla hraða (sem er enginn).
30 nóvember 2003
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka