Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

01 desember 2003

Fór aðeins í Kringluna áðan. Er að verða desperate að finna jólagjafir handa sænsku nýbúunum og auðvitað fann ég ekkert. Úff þetta er meira en lítið erfitt. Rosalega var samt margt fólk að þvælast í Kringlunni. Er þetta fólk ekkert að vinna? Ég bara spyr.

Fengum gesti í heimsókn í gær líka. María kom með Andreu að leyfa mér að sjá en ég var ekki búin að sjá hana fyrr. Hún er ægilega sæt og fín. Sigrún og Maggi komu líka og úr þessu varð heilmikið djamm. Æi ég lýg því nú, en þetta var ágætis stund sem við áttum.

Hitti svo Vélskólanemann um kvöldið í mat hjá foreldrunum og hann sagði mér að hann ætlar að skipta um skóla um áramót. Gott hjá honum ;)) Maður verður að vera í skóla se, manni finnst skemmtilegur annars gengur námið ekki upp hjá manni. Og það er mun mikilvægara á hans aldri en seinna því þarna er oft lagður grundvöllur fyrir margra ára vinskap. Ekki satt MAB?
;))

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger