Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

30 nóvember 2003

Haukurinn heldur því fram að ég sé enn með samkvæmisónot af því ég er hálfþreytt og tuskuleg. Ég held því hinsvegar fram að það þetta séu eftirstöðvar af 3 vikna geðveiku stressi sem nú eru að koma niður á mér. Veit ekki hvort okkar hefur rétt fyrir sér, held samt að það sé ég.

Hann er farinn út í búð að leita að svörtu bleki og og skoða flöss á nýju vélina því hún vill hafa svo svakalega bjart til að myndirnar heppnist. Efast um að hann finnsi almennilegft flass því það er nokkuð sem þarf að spá vel og vandlega í haha ætti að vita það. Það var nú ekkert smáræði sem við leigubílstjórinn gátum legið í svona hlutum fyrir nokkrum árum. Ég átti mér meira segja sér lensupoka þar sem geymt var allt það efni sem þurfti að vita um linsur á myndavélar. Mjög fínn poki. Hann er samt horfinn núna hmmmm

Ég er að verða búin með fínu svefnpillurnar (kvíða og óróastillandi pillur stendur á pakkanum) sem læknirinn gaf mér. Hann vildi ekki gefa mér nema fáar því ég má ekki vera á langverkandi lyfjum þegar ég byrja í meðferð 2 núna í des. Ég hef verið að treina pillurnar og reyni að taka þær bara aðra hverja nótt því þá sef ég vel aðra hverja nótt haha mar er ekkert klikk bara soldið paranojaður (eða nojaður eins og ágæt vinkona mín úr vinnunni mundi segja).

Mér líður samt svo miklu, miklu betur eftir að ég fór að taka þær. Mér líður meira svo vel að eg get alveg hugsað mér að fara að bæta hreyfingu inn í prógrammið. En það var nokkuð sem ég bara gat ekki hugsað mér, fyrir nokkrum pillum síðan. Bara það að setja annan fótinn fram fyrir hinn þegar líða tók á daginn var bara þó nokkuð erfitt. Og svo segir fólk:
"En þér líður betur þegar þú hreyfir þig og þar er ekkert mál. Bara setja fastan tíma á dag og halda sig við það".
En það er nefnilega málið. Fyrst verður þrekið að vera til staðar og þá ekki bara líkamlegt þrek heldur líka andlegt.

Ef andlega ástandið er slæmt þá gerist ekki neitt mikið. Meðferðin í vor var létt og löðurmannleg því þá var ég búin að lesa og lesa allt sem ég gat lesið. Fólk var að reyna að vara mig við að ég væri að verða of upptekin og ég ætti bara að slaka á. Það er hinsvegar ekki ég. Ég verð að vita hvað er að gerast og hvenær ég má búast við þessu eða hinu.

Það sem ég reiknaði hinsvegar ekki með var það sem gerðist eftir á. Að lífið færi kannski ekki bara beint í sama farið og áður. Að einhver viðkvæmni og svona væri eitthvað sem maður gæti átt von á. Ég reiknaði sko ekki með því. Því kom það mér algerlega í opna skjöldu og ég var að berjast við að fela það fyrir gestum og gangandi. Held samt að allflestir hafi fattað það, meira segja yfirmaðurinn minn elskuleg kom inn á það í starfsmannasamtalinu. Sagðist fyrst hafa haldið að ég væri verða svona leið á vinnunni (as if hehe) en hugsaði síðan að þetta væri eflaust meðferðin, svona síðbúið sjokk. Spáið í því, hér er ég menntaður ráðgjafinn og ég fattaði ekkert. Svona er þetta bara. Næst veit ég að þetta eru líklegar eftirstöðvar og get því búið mig betur undir það. Með óróapillum og öllu haha

Annars sá ég flotta setningu í mynd um daginn. Hún var eitthvað á þessa leið:
"Ég veit að lífið á að vera eins og skál af jarðaberjum, en eins og er þá finnst mér hún vera full af skít"
haha mér fannst þetta fyndið og ætla að hafa þetta að einkunnarorðum mínum. Núna er það jarðaberjaskálin og ég held að það sé meira segja rjómi í henni líka!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger