Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

04 desember 2003

Ég er að deyja úr stressi! Einfalt mál og ekkert flókið við það. Ég er með kvíðahnút í maganum og augun renna til eins og ég sé kolrangeygð. Nóttin einkenndist af svona skemmtilegum draumum sem mann dreymir þegar mar er útúrstressaður.

Ég stökk úr einum draumnum í annann og þeir voru hver öðrum erfiðari. Í einum var ég einhver útlendingur í fjallaferð. Ég brá mér afsíðis og þegar ég kom til baka var búið að sprengja um allt svæðið þar sem ég hafði verið. Allt horfið. Menn, kvikfénaður og fjalllendi. Allt gert til að ná mér, rússar. Einmitt.

Og þegar ég hrökk upp datt ég inn í annan draum, komin í Þórmörk og komin hálfa leið upp fjall, samfylgdarmenn mínir vildu hvíla sig í tjaldinu en ég þrjóskaðist við og lagði af stað ein en vantaði samt sárlega nesti og klósettpappír. Einmitt.

Hrökk upp og datt þá inn í draum þar sem ég bauð fullt af konum í partý. Þetta voru konur sem ég þekkti og aðrar sem ég þekkti ekki.
Sem sagt ömurleg nótt og nú býð ég bar eftir að tíminn líði. Sumir dagar eru hreint ekki til þess fallnir að mar sé á ferli.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger