Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

12 nóvember 2003

Meira um sjónvarp
Einu sinni horfði ég rosalega mikið á sjónvarp. Ég átti líka vídeó og notaði það óspart. Við vinkonurnar (Þáverandi formenn þáverandi starfandi ASMA félagsins) hittumst MJÖG reglulega og horfðum á sjónvarp eða vídeó.

Þetta breyttist allt mjög skyndilega þegar ég flutti í kofann í Kópavoginum. Kofinn var fínn (fyrir utan að rafmagnið var stórhættulegt, hann hélt ekki regni og á veturnar mætti fólk í lopagalla með lopateppi undir hendinni), stórfínt að búa í svona litlum kofa. En það sem ekki var fínt var að sjónvarpsútsendingar voru hreint út sagt afleitar. Hluti af því var náttúrulega sú staðreynd að kofinn stóð beint undir aðflugsleið Reykjavíkurflugsins (alltaf jafn fyndið að sjá fólk beygja sig niður þegar það gekk út um dyrnar ef flugvél flaug yfir um leið)hin skýringin var eflaust einfaldari en hún er sú að það var ekkert loftnet.

Eftir að hafa reynt við þetta í nokkra daga (meinvill býr ekki yfir mikilli þolinmæði í garð annara tækja en tölva) þá slökkti ég á sjónvarpinu og ákvað að bíða eftir því að sænski nýbúinn (sem þá var ekki orðinn sænskur nýbúi heldur bara heimilisfaðir í Kópavoginum með útleigu á kofahýsi sínu í garðinum) gerði eitthvað í málinu.

Fimm árum seinna fótbrotnaði kona hans, ófrísk að frænkukorninu sem stjórnar í sænska velferðarríkinu. Nýbúinn sá að við svo búið mátti ekki standa og klangraðist (er það orð?) upp á þak og setti upp loftnet. Nú gat kona hans setið ófrísk í nýjum stól (hann keypti líka stól, hefur eflaust þjáðs af samviskubiti vegna sjónvarpsins) og horft á sjónvarpið. Systir hans í kofanum (ég) gat líka horft á sjónvarpið, en á þessari stundu var ég orðin svo vön að horfa ekki á sjónvarp að ég gleymdi mér.

Núna er ég flutt í Hafnarfjörðinn. Ég lánaði Armour vídeóið mitt og gaf Auði sjónvarpsgarminn (sem stendur fyrir sínu þarf bara að hitna aðeins áður en mar fer að horfa). haukurinn á sjónvarp og vídeó og hann gaf mér dvd þegar ég fór á spítalann. Ég horfi samt enn mjög lítið á sjónvarp.

Samt eru ca þrír þættir sem mér reyni að sjá ef ég man eftir því á hvaða dögum þeir eru (svona þriðja hvert skipti). Þetta eru Andy Richter rules the World en þar ræður undarlega steiktur húmor ferðinni. That 70´s show sem er hrein geggjun að mínu mati og síðan er það nýtilkomið að mér finnst gaman að horfa á hommana laga karlmennina á skjá einum (ekki kallana á skjá einum heldur er þátturinn þar).

Mér finnst alveg ótrúlegt að sjá hverskonar svínastíur fólk býr í. Oh mæ god. Ég er með MJÖG háan tiltektarþröskuld en þetta slær út öll mörk. Hvar finna þeir þessa karlmenn? Sá sem var í gær var með svo skítugt baðherbergi að ég hefði ælt ef ég hefði lagt leið mína þar inn. Ég hefði definatly ekki getað pissað ojojoj. Ég reikna nú ekki með að ég horfi á marga þætti af þessu, en ég er búin að sjá 3 og finnst enn athyglisvert (yfirleitt er ég búin að fá leið eftir þrjá þætti).

Það sem ég skil ekki er hvernig geta þeir komið við þetta skítuga dót sem gaurarnir eiga? ojojoj Skítug föt og allskonar rusl. Og hrollurinn sem einn fékk í gær þegar hann stakk hendinni bak við sessuna í sófannum og rakst í hárkúlu ojojojoj ég fékk líka hroll sitjandi í mínum latadreng.

Þetta er sem sagt sjónvarpsefni vikunnar heima hjá mér úff ekki mjög uppbyggjandi hehe

ps ég gleymdi atvinnumanninum en mér finnst hann fyndinn. Hann fer svo í taugarnar á mér að ég verð að sitja á höndunum á mér til að öskra ekki allan tímann (tala mikið með höndunum). Hann er svo gjörsamlega út í hróa að ég dýrka hann. Hann var ekki góður fyrst, en ég horfði samt. Síðustu þættir eru hinsvegar mun betri og nú er þetta farið renna smurt hjá honum. Og hugmyndin með múnið úr bílgluggunum, það er óborganlegt. Ekki sem slíkt, þetta er auðvitað smástrákahúmor. Það er hinsvegar svipurinn á Þorsteini sem gerir þetta óborganlegt, hann gjörsamlega trúir ekki sínum eigin augum og getur varla haldið þræði í því sem hann er að segja. Þetta er atriði ársins ;))

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger