Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

11 nóvember 2003

Ég sé að Auður (934) er sammála mér um Dr. Phil.
Dr. Phil er alveg ömurlegur. Karlgreyið. Þetta er ekta kani, rangeygur í gallabuxum og með patentlausnir á öllu
Ég komst nú ekki alveg svona sterkt að orði en þetta nær nú samt hugsuninni hjá mér ;)) Mér finnnst patentlausnirnar svo sem allt í lagi, það er bara þetta með svona glamúrinn eftirá, að vera sýna sig sig svona...Hjá mér er allt í lagi, sjáið hvað ég og konan mín erum hamingjusöm.....ohhhhh ég fæ svona kuldahroll sem hríslast niður bakið á mér.

Ég er svo illa innrætt að alltaf þegar ég fæ svona sjov frá fólki, hvort sem það er í sjónvarpinu eða í rauntíma þá er ég viss um að það sé eitthvað meira en lítið að. Reikna nú samt með að allt sé í fínu lagi á heimavígstöðvunum hjá doktornum. Alla vega þá hefur hann þessa fínu aðstöðu til að vinna úr málunum ef svo er ekki.

Auður segir líka:
- sem nota bene hann setur í bókina sína sem rokselst öllum þessum klappandi hálfvitakvenmönnum (ok, vinnufélagar Önnu eru ekki hálfvitakvenmenn).
Jú, jú þær eru allar hálfvitakvenmenn hehe, ætla rétt að vona að ÓRÓ og Armour taki ekki upp sverðið (glott glott)

ps. flott nikk hjá þér Auður - 934
hehe

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger