Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

13 nóvember 2003

Andsyggileg og illa innrætt
Málið er einfalt. Ég er illa innrætt og andstyggilega þenkjandi svona dagsdaglega. Þetta truflar mig lítið og enn minna þá sem ég umgengst þar sem ég held mínum andstyggilegu hugsunum svona yfirleitt fyrir mig sjálfa. Núna hlakkar í mér kvikyndisskapurinn og ég nærri því skammast mín en samt ekki nógu mikið til að hætta að hlakka.

Ástæðan?

SprinkleNetwork! Fólk vælandi í blöðunum yfir að hafa verið svikið. Jamm það er eflaust rétt, þetta fólk fær ekki peningana sína til baka, en.. og það er stórt EN.. Hversu heimskt getur fólk verið? Er ekki marg búið að sýna fram á að það verður enginn ríkur án þess að hafa fyrir því? Hversu margir pýramídar hafa ekki komið til landsins í einhverju formi á síðastliðnum 10-15 árum? Og alltaf er einhver sem hugsar „WOW þetta lítur vel út. Kostar BARA milljón og ég þarf ekkert að gera nema sitjast heima í sófa og blaða í bæklingum svo ég geti ákveðið hvert ég eigi að fara þegar peningarnir fara að streyma inn”.

JEAH ræght. Peningarnir streyma inn NOT og það er bara svo einfalt. Og að fólk skuli setja 8 milljónir í svona bull sem engu vatni heldur, þaðer gjörsamlega fyrir ofan minn skilning. Og leyfir sér svo að koma í fjölmiðla og væla yfir heimsku sinni og vonast til að fólk vorkenni þeim. Minn andstygglegi hugur segir „gott á þig aulinn þinn”.

Annars er ég að vísu einum of lítið fyrir að fjáfesta peningana mína, ég vil eyða þeim og hef stundað það vel frá því ég fékk fermingarpeningana mína endurgreidda frá ríkissjóði og þeir höfðu horfið og þar með tiltrú mín á ávöxtun peninga.

Ég er af þeirri kynslóð sem átti að taka frá peninga og fjáfesta í einhverjum fínum bréfum frá ríkissjóði og 10 árum seinna fengum við þá til baka með vöxtum. Þegar ég fékk mína peninga til baka var það nóg fyrir strætókorti og bíómiða. Sænski nýbúinn bróðir minn átti heldur minna og hans dugði bara fyrir strætókortinu. Já, já eflaust hefur þetta breyst en ekki hugsunin mín. Ég missti trúnna og get stolt sagt að ég hef aldrei átt neitt á banka síðan, eða í verðbréfum eða SPRINKLE NETWORK sem er jafnvel vafasamara heldur en ríkisbréfin. Ég sem sagt hef ekki nokkra vorkunn með þessum fávitum sem eru að „fjárfesta” í einhverju sem það veit ekki hvað er.

Verð samt að taka ofan fyrir þeim sem eru svo óheiðarlegir að geta búið til svona bull sem fólk gleypir hrátt. Og geta staðið með sakleysissvið og sagt að þetta taki X mörg ár að koma í ljós. Og á meðan leika þeir sér að peningunum og glotta yfir heimskingjunum sem trúa þeim.

Hvað er langt síðan íslenski strákurinn var að reyna að pranga einhverju svona inn á landsmenn og fólk rauk til og sendi honum peninga í massavís sem hann svo eydd í sjálfan sig eða þar til einhver fékk efsemdir og klagaði til löggunnar að einhver væri að stela peningunum þeirra. Það er ekki stuldur ef ég er svo heimsk að rétta einhverjum peningana mína og segi „hérna er milljón. Þú mátt eiga hana og ég fæ svo tvær milljónir eftir ár?”

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger