MUSE
Ég fór og stóð í röð. Til að kaupa miða. Til að komast á tónleika. Í desember. Já,já hversu skemmtilegt er lífið hjá manneskju sems tendur í RÖÐ í rúman klukkutíma til að kaupa sér miða á eina tónleika?
Hmmm á skalanum 1-10 held ég að það hljóti að vera 1-2. Svo einfalt er það. Annars fékk ég miða í stæði. Stúkumiðar allir uppseldir löngu áður en ég komst að buhuhuh Ég vil vera í stúku. Ég er löggilt gamalmenni sem vil sjá tónleika sitjandi og kannski standa upp annað slagið og hrista annan fótinn eða kinka kolli.
Auður stóð með mér og við ræddum um heimsmálin meðan við biðum. Krufum nokkrar bækur og dáðumst að lúðalegum ungmennum með svefnpoka undir annarri hendi og tjaldstóla undir hinni.
Þá spratt upp ástkær frændi minn án stóls og svefnpoka. Hann leit úr fyrir að vera alveg lost yfir þessu öllu og því bauðst ég uppáhaldsföðursystirin til að kaupa fyrir hann miða. Hann þáði það og hvarf, ég sá undir iljarnar á honum, rétt náði af honum pening fyrir miðunum.
Við verum að fara á MUSE tralala
Ég fór og stóð í röð. Til að kaupa miða. Til að komast á tónleika. Í desember. Já,já hversu skemmtilegt er lífið hjá manneskju sems tendur í RÖÐ í rúman klukkutíma til að kaupa sér miða á eina tónleika?
Hmmm á skalanum 1-10 held ég að það hljóti að vera 1-2. Svo einfalt er það. Annars fékk ég miða í stæði. Stúkumiðar allir uppseldir löngu áður en ég komst að buhuhuh Ég vil vera í stúku. Ég er löggilt gamalmenni sem vil sjá tónleika sitjandi og kannski standa upp annað slagið og hrista annan fótinn eða kinka kolli.
Auður stóð með mér og við ræddum um heimsmálin meðan við biðum. Krufum nokkrar bækur og dáðumst að lúðalegum ungmennum með svefnpoka undir annarri hendi og tjaldstóla undir hinni.
Þá spratt upp ástkær frændi minn án stóls og svefnpoka. Hann leit úr fyrir að vera alveg lost yfir þessu öllu og því bauðst ég uppáhaldsföðursystirin til að kaupa fyrir hann miða. Hann þáði það og hvarf, ég sá undir iljarnar á honum, rétt náði af honum pening fyrir miðunum.
Við verum að fara á MUSE tralala