Það er svo gaman þegar systir manns flytur og maður getur losnað við eitthvað af dóti frá sér yfir til hennar! Ó Já!
Ekki að það sé mikið sem ég get losnað við þar sem systir mín er jafn mikill minimalisti eins og ég er maximalisti en það er alltaf eitthvað. Stundum fá nefnilega maximalistar eins og ég, nóg af dótinu sínu sem þeir hafa sankað að sér í gegnum áranna rás (ég veit að þetta hljómar ótrúlega fyrir þá sem til þekkja) og nú er komið að einni slíkri stundu. Mig vantar að losna við allt draslið, fá pláss meira pláss. Meira segja blessaðar bækurnar eru fyrir mér núna og er þá mikið sagt.
Annars fylgdi ég ráði leigubílstjórans og er búin að vera að henda og henda þetta árið, en einhvern veginn þá sér ekki högg á vatni. Það er eins og það komi bara alltaf eitthvað nýtt í staðinn, ég skil þetta bara ekki.
Haukurinn er minimalisti eins og systirin, réttara er víst haukurinn VAR minimalisti en hann er það ekki lengur. Nei hann er smitaður af smádótaæði mínu (stuna). Það sem einu sinni var minn draslaragangur er nú orðinn OKKAR draslaragangur (önnur stuna)!
Þarna er því erfitt verk viðureignar. Meira segja molinn kemur í heimsókn og hann fær ekki handæði eins og maður gæti reiknað með litlu barni. Nei hann bara strýkur yfir það sem honum finnst merkilegast og brosir sem um leið gerir það ekki eins nauðsynlegt að minnka dótið en nú þarf það samt að gerast.
ps. samt ekki alveg strax. Ég á nefnilega að skrifa bókardóm um einhverja skruddu á ensku sem ég er ekki byrjuð að lesa og dómnum skal skilað eigi síðar en næsta mánudag JÆTS
Ekki að það sé mikið sem ég get losnað við þar sem systir mín er jafn mikill minimalisti eins og ég er maximalisti en það er alltaf eitthvað. Stundum fá nefnilega maximalistar eins og ég, nóg af dótinu sínu sem þeir hafa sankað að sér í gegnum áranna rás (ég veit að þetta hljómar ótrúlega fyrir þá sem til þekkja) og nú er komið að einni slíkri stundu. Mig vantar að losna við allt draslið, fá pláss meira pláss. Meira segja blessaðar bækurnar eru fyrir mér núna og er þá mikið sagt.
Annars fylgdi ég ráði leigubílstjórans og er búin að vera að henda og henda þetta árið, en einhvern veginn þá sér ekki högg á vatni. Það er eins og það komi bara alltaf eitthvað nýtt í staðinn, ég skil þetta bara ekki.
Haukurinn er minimalisti eins og systirin, réttara er víst haukurinn VAR minimalisti en hann er það ekki lengur. Nei hann er smitaður af smádótaæði mínu (stuna). Það sem einu sinni var minn draslaragangur er nú orðinn OKKAR draslaragangur (önnur stuna)!
Þarna er því erfitt verk viðureignar. Meira segja molinn kemur í heimsókn og hann fær ekki handæði eins og maður gæti reiknað með litlu barni. Nei hann bara strýkur yfir það sem honum finnst merkilegast og brosir sem um leið gerir það ekki eins nauðsynlegt að minnka dótið en nú þarf það samt að gerast.
ps. samt ekki alveg strax. Ég á nefnilega að skrifa bókardóm um einhverja skruddu á ensku sem ég er ekki byrjuð að lesa og dómnum skal skilað eigi síðar en næsta mánudag JÆTS