Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

20 október 2003

Systirin fékk nett taugaáfall í gær þegar hún leit á Gullmolann sinn. Hann sat í besta yfirlæti og lék sér, en hún stundi „Ohh er hann aftur að verða svona kvefaður"
Ég leit á Molann en skildi ekki alveg hvernig hún fór að því að sjá það á löngu færi, mér fannst hann ekkert meira kvefaður heldur en hann er búinn að vera lengi, meira segja heldur skárri ef eitthvað er.

Eftir dágóða stund fór fattarinn hjá mér í gang „ÚÚppssss, þetta er ekki svona storknaður hor á barninu kæra systir. Þetta eru súrmjólkurafgangar frá morgunverðinum"

hehe

Barnunginn fékk nefnilega að borða súrmjólkina sjálfur og þegar morgunverði lauk var hann með hana í hárinu, út um allt andlit og fötin stóðu sjálf. Hann var hinsvegar hamingjusamur og er það ekki fyrir öllu ???? :)))))

Sem sagt ekki kvef heldur bara að þvo barnið.....

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger