Mikið ofsalega á ég eftir að verða þreytt í dag! Ástæðan er ofureinföld: Ég er búin að vera á fótum síðan klukkan 4 í morgun (hún er núna 5.36).
Ég er í tilvistarkreppu og get ekki sofið! Þegar svona ber undir þá hef ég gríðarlegar áhyggjur yfir því að geta ekki sofið og get þar af leiðandi ekki sofið. Þetta er svona hringleysa (vandmál sem fer í hring án úrlausnar).
Ég er búin að lesa allt sem ég get á netinu en get samt ekki lesið bókina sem ég ætti að vera að lesa. Það verður gaman að skrifa vitrænan ritdóm um hana á laugardag án þess að hafa lesið hana en það er seinni tíma vandamál.
Ég vaknaði með allar heimsins áhyggjur á hálsinum sem þar af leiðandi er gjörsamlega beinstífur. Hvað gerist þegar hálsinn bilar? Er þá eitthvað sem heldur höfðinu uppi? Mitt höfuð er ekki stórt, alla vega ekki í samanburði við skrokkófögnuðinn, en ég vil halda að það sé fremur þungt. Það væri því verra ef festingarnar biluðu.
Þegar ég var búin að bylta mér í langan, langan tíma og reyna að finna rétta stellingu ákvað ég að fara fram og gá hvort ég finndi eitthvað til að létta þessa hálsverki. Það er ekkert til nema Treo þannig að ég læt mig bara hafa það og gleypi tvær. Geng svo um gólf smástund og hef áhyggjur af heimsmálunum. Fer aftur í rúmið og þar sefur haukurinn eins og sá sakleysingi sem hann er. Það er gott að bara annað okkar skuli hafa áhyggjur af heimsfriðnum svona um miðja nótt.
Ég tek sængina mína og sest með hana í latastrákinn. Kannski verð ég betri ef ég sef þar? Jes drím onn, hver getur sofið í stól? Ekki ég!
Þannig að hér er ég, klukkan ekki orðin sex á föstudagsmorgni og ég er að blogga. Stundum er sagt að ég eigi mér lítið líf en þetta er samt að slá allt út.
Fyndið samt hvað öll vandamál virka stærri á nótunni. Ætli það sé af því allir aðrir eru sofandi og manni finnst maður eitthvað hálf einn? Eða er það af því það er myrkur og þá sér maður ekki fram úr sjálfum sér?
Ég hef ekki svör við þessu. Stundum vildi ég samt að maður gæti farið til læknis og látið skera kvíða í burtu. Bara svona eins og æxli. Hvað er kvíði annað en æxli? Ég bara spyr eins og fáfróð kona.
Æxli gegnsýrir líkamann og kvíði gegnsýrir sálina. Hann gerir að vísu gott betur því hann gerir mann líka þungann í maganum þegar það er svona hnullungur sem liggur þar og hreyfist ekki þó á hann sé ýtt. Kannski þarf ég bara að skipta um umhverfi? Komast burtu frá vandamálnum mínum eins og eina kvöldstund. Ægilega væri það notalegt. Verst að kvíðaæxlið færi örugglega með og þá væri nú betra heima setið.
Og yfir hverju er ég svona kvíðin? Ja stórt er spurt, betra væri að spyrja yfir hverju ég væri ekki kvíðin. Ég held að í augnablikinu sé ég með áhyggjur af öllu milli himins og jarðar. Ég er ábyggilega versta sálfræðikeis ever og svo er ég svöng líka!
Ég er í tilvistarkreppu og get ekki sofið! Þegar svona ber undir þá hef ég gríðarlegar áhyggjur yfir því að geta ekki sofið og get þar af leiðandi ekki sofið. Þetta er svona hringleysa (vandmál sem fer í hring án úrlausnar).
Ég er búin að lesa allt sem ég get á netinu en get samt ekki lesið bókina sem ég ætti að vera að lesa. Það verður gaman að skrifa vitrænan ritdóm um hana á laugardag án þess að hafa lesið hana en það er seinni tíma vandamál.
Ég vaknaði með allar heimsins áhyggjur á hálsinum sem þar af leiðandi er gjörsamlega beinstífur. Hvað gerist þegar hálsinn bilar? Er þá eitthvað sem heldur höfðinu uppi? Mitt höfuð er ekki stórt, alla vega ekki í samanburði við skrokkófögnuðinn, en ég vil halda að það sé fremur þungt. Það væri því verra ef festingarnar biluðu.
Þegar ég var búin að bylta mér í langan, langan tíma og reyna að finna rétta stellingu ákvað ég að fara fram og gá hvort ég finndi eitthvað til að létta þessa hálsverki. Það er ekkert til nema Treo þannig að ég læt mig bara hafa það og gleypi tvær. Geng svo um gólf smástund og hef áhyggjur af heimsmálunum. Fer aftur í rúmið og þar sefur haukurinn eins og sá sakleysingi sem hann er. Það er gott að bara annað okkar skuli hafa áhyggjur af heimsfriðnum svona um miðja nótt.
Ég tek sængina mína og sest með hana í latastrákinn. Kannski verð ég betri ef ég sef þar? Jes drím onn, hver getur sofið í stól? Ekki ég!
Þannig að hér er ég, klukkan ekki orðin sex á föstudagsmorgni og ég er að blogga. Stundum er sagt að ég eigi mér lítið líf en þetta er samt að slá allt út.
Fyndið samt hvað öll vandamál virka stærri á nótunni. Ætli það sé af því allir aðrir eru sofandi og manni finnst maður eitthvað hálf einn? Eða er það af því það er myrkur og þá sér maður ekki fram úr sjálfum sér?
Ég hef ekki svör við þessu. Stundum vildi ég samt að maður gæti farið til læknis og látið skera kvíða í burtu. Bara svona eins og æxli. Hvað er kvíði annað en æxli? Ég bara spyr eins og fáfróð kona.
Æxli gegnsýrir líkamann og kvíði gegnsýrir sálina. Hann gerir að vísu gott betur því hann gerir mann líka þungann í maganum þegar það er svona hnullungur sem liggur þar og hreyfist ekki þó á hann sé ýtt. Kannski þarf ég bara að skipta um umhverfi? Komast burtu frá vandamálnum mínum eins og eina kvöldstund. Ægilega væri það notalegt. Verst að kvíðaæxlið færi örugglega með og þá væri nú betra heima setið.
Og yfir hverju er ég svona kvíðin? Ja stórt er spurt, betra væri að spyrja yfir hverju ég væri ekki kvíðin. Ég held að í augnablikinu sé ég með áhyggjur af öllu milli himins og jarðar. Ég er ábyggilega versta sálfræðikeis ever og svo er ég svöng líka!