Það rættist nú bara úr þessum degi í gær eftir allt saman. Að vísu klúðraði ég einum hlut og er alveg mega fúl við sjálfa mig en það er ekkert við því að gera. Hins vegar fórum við haukurinn í heimsókn til Guðnýar og Sævars vina hauksins og skoðuðum nýja barnið þeirra. Hún er auðvitað alveg yndisleg eins og svona lítil börn eru alltaf ;)
Við sváfum líka vel í nótt, ekkert næturrölt eða brölt sem betur fer.
Málið sem ég klúðraði, ohh ég var svo fúl við sjálfa mig þegar ég var komin heim klukkan 5.30 í gær og var að fara að leggja mig. Þá allt í einu mundi ég að ég átti ekki að vera heima. Nei ég átti að vera niður í kapellu Háskóla Íslands að hlusta á vinkonu mína flytja sína fyrstu ræðu sem guðfræðingur. Í öllum aumingjaskapnum og sjálfsvorkuninni hafði ég gjörsamlega steingleymt því og nú var það of seint. Ohhh hvað ég var fúl.
Ég er búin að vera bíða eftir að hún ljúki námi sínu svo ég get fengið prest við mitt hæfi til að ljúka þeim prestlegu skyldum sem ég hef þurft að leita til. Nú má alls ekki misskilja mig þannig að ég sé trúuð. Það nefnilega háir mér hvað ég er ekki trúuð. Kannski væri þrautagangan og vesenið við að fjölga mannkyninu mun auðveldari ef ég gæti litið svo á að þetta væri í höndum Guðs.
Ég geri það hins vegar ekki og verð alveg rosalega fúl ef fólk segir við mig að þetta eða hitt sé vilji Guðs. Hvern and******* veit það um það? Er þetta fólk á beinni línu við þennan Guð sinn sem segir þeim hvað sé sinn vilji og biður fólk að láta fréttina ganga. Ég er svo illa innrætt að þessu leyti að ég get ekki einu sinni komið orðunum "Guð verði með þér í veikindum þínum, eða í einhverju öðru" Ég bara kem ekki orðunum fram fyrir varir mínar. Sem er soldið erfitt að því þetta virðist vera eitthvað sem fólki líður vel að heyra. Ég bara get ekki sagt það.
Ég segi hins vegar "Guð hjálpi þér" ef fólk hnerrar og held það sé bara vani. það er ekki nokkur trú þar á bak við, enda svosum vandi að reyna að finna hvernig hann ætlar að hjálpa fólki við hnerrann: Kannski við að hnerra léttar? Hraðar? Örarar? Eða eitthvað allt annað.
Líka þessi fræga setning að guðirnir elski meira þann sem deyr ungur. Að hann elski hann svo mikið að hann vilji fá viðkomandi til sín. Hver fann upp á svona kjaftæði? Ef Guð er til þá lifir hann í tímaleysi. Eitt ár eða 100 skiptir hann engu máli. Og ef maður elskar eitthvað skemmir maður það þá svo enginn annar fái notið þess? Það mundi flokkast undan eigingirni þar ég sem ólst upp og móðir mín hefði veitt harðar skammir fyrir þann verknað. Ég bara skil ekki hver finnur upp á svona kjaftæði og látum það vera. En að fólk skuli virkilega segja svona setningu við annað fólk. T.d. fólk sem misst hefur barn sitt.
En svona er þetta. Ég veit samt ekki hvort ég er trúleysingi. Ég trúi á þetta góða í manninum. En trúi um leið að við sköpum okkar eigin örlög og okkar eigin sögu. Engin guðleg forsjón þar að baki. Bara vinna og aftur vinna. Vinna í sjálfum sér og umhverfi sínu. Að reyna að skilja við hlutina betri en þegar við komum að þeim.
Samt mundi ég skíra barn ef ég ætti barn. Ástæðan er einföld. Mér finnst þetta fallegur siður og bera vott um væntumþykju foreldranna. Kemur trú lítið við. Í huga mér er þetta svona svipað og setja barn í skóla þegar tími þess kemur. Þegar búið er að ákveða nafnið er barnið fært í falleg föt, ættingjar koma og dást að því og prestur segir falleg orð um barnið. Sem sagt hluti af menningunni. Gerir þetta mig að verri manneskju?
Sumir mundu segja að Guð væri að hegna mér trúleysið með því að gera barneignir erfiðar. En aftur segir ég, ef þessi Guð er til er hann þá svo lítilsgildur að hann þarf að hefna sín á fólki til að sýna mátt sinn? Ég held ekki.
Úff ég hefði kannski átt að fara í kapelluna og hlusta á prestlærðu vinkonu mína ;)) Hinsvegar vona ég að hún fái vígslu sem fyrst svo ég geti leitað til hennar ef ég þarf á preststörfum að halda. ;)))
Við sváfum líka vel í nótt, ekkert næturrölt eða brölt sem betur fer.
Málið sem ég klúðraði, ohh ég var svo fúl við sjálfa mig þegar ég var komin heim klukkan 5.30 í gær og var að fara að leggja mig. Þá allt í einu mundi ég að ég átti ekki að vera heima. Nei ég átti að vera niður í kapellu Háskóla Íslands að hlusta á vinkonu mína flytja sína fyrstu ræðu sem guðfræðingur. Í öllum aumingjaskapnum og sjálfsvorkuninni hafði ég gjörsamlega steingleymt því og nú var það of seint. Ohhh hvað ég var fúl.
Ég er búin að vera bíða eftir að hún ljúki námi sínu svo ég get fengið prest við mitt hæfi til að ljúka þeim prestlegu skyldum sem ég hef þurft að leita til. Nú má alls ekki misskilja mig þannig að ég sé trúuð. Það nefnilega háir mér hvað ég er ekki trúuð. Kannski væri þrautagangan og vesenið við að fjölga mannkyninu mun auðveldari ef ég gæti litið svo á að þetta væri í höndum Guðs.
Ég geri það hins vegar ekki og verð alveg rosalega fúl ef fólk segir við mig að þetta eða hitt sé vilji Guðs. Hvern and******* veit það um það? Er þetta fólk á beinni línu við þennan Guð sinn sem segir þeim hvað sé sinn vilji og biður fólk að láta fréttina ganga. Ég er svo illa innrætt að þessu leyti að ég get ekki einu sinni komið orðunum "Guð verði með þér í veikindum þínum, eða í einhverju öðru" Ég bara kem ekki orðunum fram fyrir varir mínar. Sem er soldið erfitt að því þetta virðist vera eitthvað sem fólki líður vel að heyra. Ég bara get ekki sagt það.
Ég segi hins vegar "Guð hjálpi þér" ef fólk hnerrar og held það sé bara vani. það er ekki nokkur trú þar á bak við, enda svosum vandi að reyna að finna hvernig hann ætlar að hjálpa fólki við hnerrann: Kannski við að hnerra léttar? Hraðar? Örarar? Eða eitthvað allt annað.
Líka þessi fræga setning að guðirnir elski meira þann sem deyr ungur. Að hann elski hann svo mikið að hann vilji fá viðkomandi til sín. Hver fann upp á svona kjaftæði? Ef Guð er til þá lifir hann í tímaleysi. Eitt ár eða 100 skiptir hann engu máli. Og ef maður elskar eitthvað skemmir maður það þá svo enginn annar fái notið þess? Það mundi flokkast undan eigingirni þar ég sem ólst upp og móðir mín hefði veitt harðar skammir fyrir þann verknað. Ég bara skil ekki hver finnur upp á svona kjaftæði og látum það vera. En að fólk skuli virkilega segja svona setningu við annað fólk. T.d. fólk sem misst hefur barn sitt.
En svona er þetta. Ég veit samt ekki hvort ég er trúleysingi. Ég trúi á þetta góða í manninum. En trúi um leið að við sköpum okkar eigin örlög og okkar eigin sögu. Engin guðleg forsjón þar að baki. Bara vinna og aftur vinna. Vinna í sjálfum sér og umhverfi sínu. Að reyna að skilja við hlutina betri en þegar við komum að þeim.
Samt mundi ég skíra barn ef ég ætti barn. Ástæðan er einföld. Mér finnst þetta fallegur siður og bera vott um væntumþykju foreldranna. Kemur trú lítið við. Í huga mér er þetta svona svipað og setja barn í skóla þegar tími þess kemur. Þegar búið er að ákveða nafnið er barnið fært í falleg föt, ættingjar koma og dást að því og prestur segir falleg orð um barnið. Sem sagt hluti af menningunni. Gerir þetta mig að verri manneskju?
Sumir mundu segja að Guð væri að hegna mér trúleysið með því að gera barneignir erfiðar. En aftur segir ég, ef þessi Guð er til er hann þá svo lítilsgildur að hann þarf að hefna sín á fólki til að sýna mátt sinn? Ég held ekki.
Úff ég hefði kannski átt að fara í kapelluna og hlusta á prestlærðu vinkonu mína ;)) Hinsvegar vona ég að hún fái vígslu sem fyrst svo ég geti leitað til hennar ef ég þarf á preststörfum að halda. ;)))