Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

23 október 2003

Það var kjúklingadagur í dag í vinnunni. Það eru góðir dagar. Við vorum hinsvegar með smá könnun í gangi. Ein af vinnufélögunum hafði nefnilega lesið að í 5 frönskum kartöflum væru 120 hitaeiningar þannig að við vorum búnar að spá heilmikið í því hversu margar væru svona ca í skammti hjá kokkinum. Ég sat og taldi mínar og hinar biðu spenntar...... 35 reyndust þær vera. Það þýðir sem sagt að þegar við etum kjúkling og franskar í vinnunni þá erum við að innbyrða ca 700-850 hitaheiningar bara með því að borða frönskurnar. Það er soldið mikið ;(( Ef maður borðar líka kokteilsósu sem ég geri nú sem betur fer ekki þá er það 100 he fyrir hverja matskeið af sósunni. JÆTS ekki skrítið að ég sé feit......

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger