Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

24 október 2003

Ég er búin að borða eina brauðsneið og svei mér þá ef mér líður ekki bara smá betur. Ég las líka það sem ég var búin að pósta hér áðan og hef svo sem engu við það að bæta. Kíkti aðeins á haukinn og hann veit ekki hvað hann hefur það þægilegt sofandi einn í stóru rúmi. Spurning að vekja hann og benda honum á það? Nei, nei ég er ekki alveg svona mikil skepna, það munar ekki miklu en ég get hamið mig.

Hvernig hefði ég farið að ef ekki hefði verið fattað upp á diet pepsi? Fólk er alltaf annaðslagið að benda mér á að ég drekki óhemju mikið af því og hvort ég viti ekki hvað það sé óhollt. Skil bara ekki alveg hvað það kemur öðrum við hvað ég drekk og hversu óhollt það er. Ég drekk ekki kaffi, ég reyki ekki, ég drekk sáralítið alkóhól og (það er aðalega af því ég er svo mikill aumingi að ég þoli ekki þynnku), ég borða ekki mikið nammi. Hverjum kemur þá við hvort ég drekk marga lítra af diet pepsi á dag?

Ég veit það vel að ég ætti að minnka það. Ég meira segja er viss um að ef ég minnkaði þessa drykkju þá mundi kílóunum sem ég sé svona ofsjónum yfir fækka. Einhvern veginn þá get ég samt ekki hætt. Mér finnst að ef ég hætti þá er ekkert eftir. Sálfræðin aftur! Segið svo að maður sé ekki keis! Ég mundi fyrr fækka máltíðum heldur en hætta í pepsinu. Það er bara svo einfalt! Stundum hef ég gert það. Ég hef bara átt smá pening og hef þá þurft að spá í hvort ég eigi að borða eða kaupa pepsi og ég enda á pepsinu. Bara svona eins og alkinn. Ég er samt ekki enn farin að fela pepsi hingað og þangað í lampaskermum og klósettkössum en það kemur eflaust að því.

Hvernig lýsir taugaáfall sér? Ég held að ég hafi fengið svoleiðis í ágúst þegar ég var svona afskaplega leið. Ég er ekki alveg eins slæm núna en ég held samt að ég sé á hraðleið þangað. Það er scarý. Held að ég þurfi að komast í burtu frá öllu sem heitir fjölskylda. Það er ekkert til í heiminum sem getur verið eins þrúgandi eins og fjölskylda ef maður er ekki rétt innstilltur. Og ef maður er elsta barn og steingeit í ofanálag og til að kóróna allt saman, kvenkyns þá er ekki von á góðu. Þá er til staðar extra skammtur af ábyrgðarkennd og sektartilfinningu.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger