Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

16 júní 2003

Æi ég bara stenst ekki málið með fréttaskýringarnar.Þessi frétt er á vísir.is í dag:
****************
Í morgunsárið á sunnudaginn tilkynnti kona í miðbænum að hún hefði fundið ókunnugan nakinn mann í rúminu sínu þegar hún kom heim. Hún sagðist hafa fleygt manninum út og fötunum hans á eftir en hann vilji komast aftur inn og berji allt að utan. Lögregla náði tali af fáklæddum manninum sem hafði aðra sögu að segja. Hann sagðist hafa sofið hjá konunni og hún síðan lokið samverunni með því að kasta honum út.
****************
Ég verð að viðurkenna að ég hló næstum eins mikið að þessari konu eins og þessari fyrir tveimur vikum sem hljóp út skó-, síma- og jakkalaus eftir hjásofelsið! Ætli þetta geti verið sama konan??? Spáið bara í því hvernig aumingja manninum hefur brugðið við að standa allt einu á tippinu fyrir utan dyrnar með fataplöggin í hrúgu. Persónulega mundi ég halda að hann hafi ekki staðið sig nógu vel hehe

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger