Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

12 júní 2003

Eins og aðrir landsmenn þá sit ég hér og furða mig á bókhaldi símans! 250 miljóna gat..wow ég verð vör við það þegar mig vantar 1000 krónur hvað þá 250 milljónir sem er líklegast meira en ég mun vinna mér inn um alla ævina! Djöfuls harka í þessum gaur og hann hefði komist upp með þetta áfram ef aularnir sem hann var með hefðu skilað ársskýrslu!!!! Og hvað er mottóið í sögunni? Jú ef mar ætlar að fremja glæp er betra að vera einn á ferð heldur en með einhverja dragbíta sem geta ekki staðið við sinn hluta af svindlinu!!! En svona í alvöru talað þá hefur gaurinn örugglega verið orðin ein taugahrúga og gott betur en það. Hann hefur ekki getað tekið sér frí í mörg ár því um leið og einhver hefði leyst hann af þá hefði glæpaborgin hrunið! Og um leið og hann er tekinn þá játar hann! Úff meiks von wonder hvort glæpir borgi sig? Gaurinn er eflaust farinn að sofa óhræddur í fyrsta sinn í mörg ár og það í fangelsi! Mér finnst þetta alveg merkilegt og liggur við að ég vorkenni aumingja forstjóra símans sem stendur þarna blár í framan við að reyna að sannfæra alþjóð um það að það sé ekkert óeðlilegt við það að 250 milljóna gat sé í bókhaldinu og að enginn hafi komið auga á það!!! Úff ég fer nú bara að hugsa um allt annað sem gæti verið í ólagi, ekki furða þá mar hafi verið að borga þessa svínslegu upphæðir í mörg ár..fegin að ég er ekki lengur með neitt hjá þeim nema netið mitt ;))

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger