Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

13 júní 2003

það var nú hægt að láta þetta vera!!!!!! haukurinn er farinn að vera með kjaft!!!! og það bara af því ég hringdi í sakleysi mínu og spurði hann hvort það væri eitthvað trix við að taka bílinn úr handbremsu!!!! Var þá farin að heyra ýmis aukahljóð og orðin all paranojuð yfir því að bíllinn væri að springa í loft upp! huh sumir kunna ekki að skammast sín (haukurinn fyrir að opinbera erfiðleika mína við handbremsuna).

Meðal annarra orða þá fór ég í í klippingu um daginn (eins og þeir vita sem lesa þetta reglulega). Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi nema að ég sit þarna í sæti mínu með lit í hárinu, brillurnar á borðinu og Mannlíf alveg upp að augum til að sjá hvað stæði þar (uppgötvaði þegar ég kom heim að þetta er sama blaðið og ég las síðast haha). Nema þarna sit ég og hef það undurgott, þarf ekki að tala við neinn því ég sé ekki neitt! Nema allt í einu heyrsit rödd úr næsta stól: " Hæ, er þetta ekki Anna Kristín?" ég reyndi að grafa mig niður í blaðið en allt kom fyrir ekki, hún bara endurtók setninguna og með semingi snéri ég mér til hliðar þannig að ég snéri að næsta stól. Þar sat kona og ég heyrði á röddinni að hún ljómaði alveg yfir því að vera búin að hitta undirritaða, en gleðin var ekki gagnkvæm. NEI alls ekki. Ég heilsaði samt og brosti alveg í hring, sérstaklega þegar hún fór að spyrja "ætlaru að gera hárið blátt í dag??" Sjitt þetta er einhver sem þekkir mig ágætlega, ég þekki hinsvegar ekki röddina og sé EKKi hver þetta er. Og þá er komið að niðurlögum sögunnar, blindinginn sá ekki hver sat í næsta stól og gat ómögulega teygt sig í brillurnar til að upplýsa sjónleysið! Hafið þið heyrt það hallærislegra heldur en "bíddu aðeins, ég sé þig ekki nógu vel, bíddu meðan ég set GLERAUGUN upp!!!!!""" NEI það gera töffarar ekki. Og þar sem ég er töfffari þá brosti ég allan hringinn og spjallaði við konuna um háraliti og fleira. það versta við þetta er að ég veit ennþá EKKI hver þetta var!!!!!!!!!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger