Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

07 júní 2003

Harpa hefur rétt fyrir sér, ég er alger hetja ;))) Dagurinn á morgun verðu frábær ég finn það á mér, hvitasunnudagur 2003. Skrifið dagsetninguna í bækurnar ykkar því þið viljið minnast þessa dags síðar á ævinni!!!!
Aniveis, í gær fórum við í bókabúð að kaupa handa mér bók að lesa meðan ég bíð á spítalanum! Haukurinn fór með mig niður á Laugavel (jamm gat dregið hann úr dreifbýlinu og í borgarheimsókn). Við löbbuðum framhjá Skífunni á leiðinni í Mál og Menningu og mér varð á að segja "Viltu ekki kíkja þarna inn meðan ég "skýst" í bókabúðina?"...Ó jú, það vildi hann, svo ég skildi hann eftir meðan ég skokkaði niður eftir Laugaveginum... Örstuttri stundu síðar (fannst mér alla vega) pikkaði hann í öxlina á mér og sagði með eymdartón..
"Af hverju sagðuru mér að fara þarna inn??? Ég neyddist til að kaupa nokkra diska"...
haha
Nokkra diska hvað? En þeir voru flottir og eflaust nokkuð góðir líka, Sigursrós og íslenskt ambient.....
Ég keypti hins vegar tvær bækur, eina nýja eftir Kellermann og síðan eina eftir E. McGregor sem heitir Ice Child. Ég var búin að lesa einhverja dóma um hana en man ekkert hvar eða hvort þeir voru góðir, en í fullvissu þess að ég les aldrei slæma dóma þá smellti ég mér á hana!! Þannig að núna hef ég TVÆR nýjar bækur!!!!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger