Hvað er það aftur sem þeir segja þegar verið er að labba með þann dauðadæmda síðustu míluna, er það ekki "dead man walking"??? Ég get ímyndað mér hvernig þeim líður því hér sit ég eins og dauðadæmd og bíð eftir að klukkan verði nógu margt til að ég geti undirbúið þessa alræmdu miðnætursprautu. Ég er búin að fara í heitt bað og leggja um það bil 2000 kapla en tíminn líður samt alveg skuggalega hægt! Hvernig er hægt að kvelja mann svona? Að vísu er ég búin að skoða sprautudrusluna aðeins betur og þetta er ekki alveg rétt hjá mér með stærðina. Hún er ekkert eins og sverð. Hún er það alls ekki! Hún er miklu meira eins og risasverð..haha..nei smáýkjur, þetta risasverð reyndist vera draslið sem ég á að sjúga lyfin með upp úr glösunum til að undirbúa sprautuna! jamm rétt er það, þetta er ekki einu sinni tilbúið svona eins og morgunsprauturnar..nei þetta kemur í svona þremur litlum glösum: Eitt er einhvers konar upplausn og hin tvo eru duft sem á að blanda saman til að búa til sprautuefni til að gleðja mig..jamm sem sagt nú eru 45 mín þangað til ég má sprauta mig..haukurinn fölnar við tilhugsunina og hleypur með veggjum, hann fór í langa gönguferð og vonaði örugglega að ég yrði búin þegar hann kæmi heim, en það var ekki svo gott ó nei..hann var svo snöggur í ferðum haha gott á hann..........
06 júní 2003
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka