Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

03 júní 2003

Góður dagur fyrir blómin mín á svölunum!
Í gærkvöldi fórum við Kristín á Ruby og fengum okkur að borða og blaðra svoldið. Veltum okkur upp úr þjóðmálunum og tókum afstöðu með hinu og þessu en ákváðum í lokin að við nenntum því ekkert og fórum bara heim að sofa..eða ég fór að vísu til Armour og kíkti á nýju íbúðina hennar og mikið svakalega er fínt hjá henni ;)) Til hamingju með flutninginn..og svo er hún með innflutningspartý um helgina þannig að það er nóg að gera..
Ef það hefði ekki rignt í morgun þá hefði ég hjólað í vinnuna en get ekki verið að standa í því í svona rigningu (jeah ræt, as if)!! Held að það hefi verið að koma einkunn en gleymdi auðvitað þessu hallæris leyniorði heima þannig að ég get ekki kíkt á það og kennarinn er auðvitað ekki búin að setja neinn í webct af því þar er ég með leyniorðið á hreinu..(fékk nefnilega skilaboð frá tal að hí hefði ekki getað sent mér sms af því ég er ekki með inehverja þjónustu sem ég hélt ég væri með og mig minnir að ég hafi einhversstaðar hakað við að ég vildi fá sms þegar einkunnir kæmu) en þetta getur svo sem verið hvað sem er annað! Þetta er sem sagt erfitt líf á köflum....

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger