Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

06 júní 2003

Jæja blóðsugurnar búnar að taka part af blóði mínu. Það gekk nú ekki átakalaust í morgun því sama hvernig sugan djöflaðist á hendinni á mér þá kom ekkert blóð í sprautuna.
Hún spurði með þjósti
"Ertu ekki búin að drekka neitt í morgun?"
Úff, það er alltaf eitthvað, ég varð að viðurkenna að ég hafði drukkið óvenju lítið í morgun en það var vegna þess að síðast skammaði læknirinn mig fyrir að vera með "vökva í blöðrunni"!!!!!!!!
Hvernig er hægt að gera nokkuð rétt? Ég drakk lítið til að blaðran væri tóm en um leið þá vantar í mig allt blóð??? Það er svo erfitt að lifa stundum að það er ekki fyndið..
Blóðsugan skipti sem sagt um hendi og það frussaðist blóð úr þeirri hendi þannig að drykkjuleysi mitt hefur greinilega ekki komið að sök þeim megin!!!!!
Hún stundi um leið.."Þetta átti ekki að vera tveggja stungu dagur"
halló??? Hvers á ég að gjalda??? Er ég nú orðin tveggja stungu konan??
haha en hún náði því sem hún vildi og þá fór ég fram að bíða eftir að komast að hjá lækinum sem vill skoða mig innvortis!
Og ég var svo heppin að í dag var það dr.Gummi sjálfur, hann er samt soldið erfiðari en konulæknirinn því hann talar ekki mikið og það litla sem hann segir því hvíslar hann!!! Hvernig dettur svona háum manni í hug að hvísla svona?? Hljóðið þarf að berast svo langt áður en það nær mér sem er rétt rúmlega í dverghæð!! En sem sagt hann hvíslaði eitthvað og varð allur svona glaður í framan, svo ég varð bara glöð í framan líka þó ég vissi ekkert yfir hverju við værum svona glöð!!!!! Svo ég lá bara og brosti og brosti og hann sat og brosti brosti! Þegar við vorum búin að brosa svona í smá stund varð ég eðlilega bæði þreytt í kjálkunum og forvitin að vita hver skollinn gengi á sem væri svona glaðlegt (myndirnar af innri hlutanum á mér segja mér nefnilega voðalega lítið þetta er allt eins..grátt, bogalaga og svo eitthvað op sem færist til og frá eins og brjálaður dreki í fæðisleit)!!!
Ég spurði því varfærnislega
"hvernig lítur þetta út??"
Og mér til mikillar gleði tilkynnti dr. Gummi að þetta væri MJÖG fínt, og ég gæti farið í uppsetningu á sunnudag. ahhhhh nú brostum við bæði alveg eins og aular og vorum ennþá glaðari í framan!!!
Eiginlega vorum við eins og leikarar í þögulli kvikmynd, vantaði bara bjánahreyfingarnar sem þeir eru alltaf með!
Áður en ég stóð upp spurði ég hinn brosandi lækni minn um drekann svanga sem væri að jöflast þarna inni (sagði auðvitað ekki að þetta væri dreki svo hann léti ekki loka mig inni, sagði bara "gat") og auðvitað var þetta blaðran fræga sem sást þarna fyrsta daginn!! Ofsalega er lífið skemmtilegt! Á myndum af innvolsinu á manni er gat sem er eins og dreki en reynist vera blaðra!
Woow ég er heppin að vera ekki læknir ;))))
En við erum sem sagt að fara í uppsetningu á sunnudag þannig að í kvöld á ég að sprauta með stóru sprautinni sem mér kvíður svo fyrir því hún er eins og heilt sverð að stærð. Ekki eins og sverð??? Hey þú hefur ekki séð hana, hún komst ekki einu sinni inn í skápinn hún var svo stór
haha

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger