Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

15 október 2004

Hún Þórdís gerir að umtalsefni sínu í gær pistilinn hans Jóns Gnarr aftan á Fréttablaðinu í gær. Mikið agalega er ég sammála því sem hún segir. Ég varð svo pirruð í gærkvöldi þegar ég var búin að lesa pistilinn hans (las ekki Þórdísi fyrr en í morgun). Hvern langar að vita að Jón skuldar fullt af peningum sem hann hefur ekki á öllum tímum í lífi sínu átt fyrir? EKKI mig. Ég hélt að þessir dálkar væru til að hafa smá gaman að, kannski einhver smá fróðleikur ef menn endilega vilja troða honum með en mæ god, þetta helvítis væl fer í taugarnar á mér. Mér er alveg sama hver skuldar hverjum hvað, hver drakk hvern undir borðið og er nú hættur að drekka, jafnvel búin að fara í 12spora prógrammið og hringja í alla sem hann þekkir og biðjast afsökunar á ímynduðum og ekki ímynduðum gjörðum sínum og mér er líka sama um það hver sefur hjá hverjum og á von á barni með hverjum.

Ef ég hefði áhuga fyrir þessu kjaftæði þá myndi ég gerast áskrifandi að Séð og Heyrt og skemmta mér hið besta. Ég er það ekki og skemmti mér samt vel. Er samt að verða arfapirruð á þessum játningum misfrægra mann í "mínu" blaði viku eftir viku. Ég vil lesa um að Bush sé að gera sig að fífli og kennaraverkfallið sé að leysast. FR'ETTIR sem sagt. Það mega líka vera dálkar um listir og menningu sem nota bene vantar alveg í fréttablaðið (kalla það ekki listumfjöllun þessir minidálkar þar sem sagt er frá því að einhver listamaðurinn hafi gaman að því að versla í þessari eð hinni búðinni og vilji helst sitja á þessum eða hinum stólnum undir þessari eða hinni myndinni). Ég er sem sagt farin að hraðlesa Fréttablaðið eins og önnur blöð, held að lesturinn taki mig hámark 3 mínútur en áður gat ég verið að treina þetta í langan tíma.. alveg 10 mín kannski sem er mikið á minn hraðlæsimælikvarða.

Ég er sem sagt ekki búin að lesa blaðið í glað og get látið mig hlakka til þess í kvöld að lesa hver játar hvað..Ætli venjulegt ófrægt fólk eins og ég megi skrifa þarna inn og játa á sig skuldir og annan aumingjaskap sem búið er að dragnast með allt lífið?

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger