Það er svakalega draumfarir hjá mér þessa dagana. Held að það sé af því mér leiðist svo í daglega lífinu að ég er að fara yfirum og tek það út á nóttunni. Minni ykkur á það að ég er kona sem dreymir almennt ekki...
Í nótt var ég að syngja í söngleik í Austurbæjarbíói. Við vorum 4 í mínu atriði; ég, forstjórinn sem er stór og mikill og einhverjar 2 konur. Ég var í bakröddum (skyldi nú engan undra). Nema hvað, kellan sem á að syngja einsöng neitar að syngja af því það er einhver frammi í sal sem hún fílar ekki. Ok þá á hin konan að syngja en hún neitar líka, segist vera of feit til að vilja að öll athyglin beinist bara að henni. Forstjórinn sagði mér þá að ekki væri um neitt að velja ég YRÐI að syngja. Ég neitaði, sagðist ekki vera með rödd til þess og svo syng ég falskt. Hann sagði það ekki skipta máli ég YRÐI að syngja. Sem ég gerði. Þetta var löng hálf mínuta en mér tókst það. Eftir sýninguna fór ég í húsið sem ég var að passa fyrir forsetann (Vigdísi sýndist mér) og þar voru allir mínir vinir komnir í heitu pottana sem forsetinn er með um allan garðinn. MAB sat þar í grænu bikiníi og ÁSA V var þar líka. Hún stoppaði mig og sagðist ekki hafa vitað að ég væri með svona fína rödd sem gæti bæði hækkað og lækkað (???). Ég skellti mér í pottinn með MAB og spurði hvernig mér hefði gengið, hún svaraði að þetta hefði verið allt í lagi að vísu falskt en hverjum væri ekki sama (??). Ég varð nú hálf sár því mér fannst þetta ekkert falskt heldur bara nokkuð gott. Spurði hana samt hvað hún vidi í afmælisgjöf og hún sagði "Mér er alveg sama svo framarlega sem það er grænt".
Og þá vaknaði ég.....
Í nótt var ég að syngja í söngleik í Austurbæjarbíói. Við vorum 4 í mínu atriði; ég, forstjórinn sem er stór og mikill og einhverjar 2 konur. Ég var í bakröddum (skyldi nú engan undra). Nema hvað, kellan sem á að syngja einsöng neitar að syngja af því það er einhver frammi í sal sem hún fílar ekki. Ok þá á hin konan að syngja en hún neitar líka, segist vera of feit til að vilja að öll athyglin beinist bara að henni. Forstjórinn sagði mér þá að ekki væri um neitt að velja ég YRÐI að syngja. Ég neitaði, sagðist ekki vera með rödd til þess og svo syng ég falskt. Hann sagði það ekki skipta máli ég YRÐI að syngja. Sem ég gerði. Þetta var löng hálf mínuta en mér tókst það. Eftir sýninguna fór ég í húsið sem ég var að passa fyrir forsetann (Vigdísi sýndist mér) og þar voru allir mínir vinir komnir í heitu pottana sem forsetinn er með um allan garðinn. MAB sat þar í grænu bikiníi og ÁSA V var þar líka. Hún stoppaði mig og sagðist ekki hafa vitað að ég væri með svona fína rödd sem gæti bæði hækkað og lækkað (???). Ég skellti mér í pottinn með MAB og spurði hvernig mér hefði gengið, hún svaraði að þetta hefði verið allt í lagi að vísu falskt en hverjum væri ekki sama (??). Ég varð nú hálf sár því mér fannst þetta ekkert falskt heldur bara nokkuð gott. Spurði hana samt hvað hún vidi í afmælisgjöf og hún sagði "Mér er alveg sama svo framarlega sem það er grænt".
Og þá vaknaði ég.....